Hvar eru...

..."Raddir fólksins" núna?  Hvar eru raddirnar sem hrópuðu hvað hæst "Vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn.....".  Hvað er að gerast á landinu bláa í dag?

Bankar bera út fjölskyldur úr húsum sínum!  Einstaka sinnum birtist eitthvað sem kallað er "heimavarnarlið" og hreytir fúkyrðum í lögreglumenn og jafnvel efnir til átaka við laganna verði, sem enn og aftur þurfa að standa vaktina lögum skv., þ.a. fulltrúar sýslumanna geti borið saklaus fórnarlömb hrunsins og eftirmála þess út úr híbýlum sínum.  Lögreglumenn sem enn og aftur þurfa að standa á milli í deilum þjóðarinnar við "valdhafa" hennar.

Lausnirnar eru engar aðrar en að koma hræjum banka og sparisjóða til aðstoðar með milljarða útgjöldum úr vösum skattgreiðenda - þjóðarinnar sem borin er á torg og fórnað til dýrkunar Mammon!

Veruleikafirrtur forsætisráðherra, í sínum fílabeinsturni, talar til þjóðarinnar eins og hún sé samansett af fávitum og segir fólksflótta Íslendinga til fjarlægari stranda ekkert meiri en í meðalári, líkt og Gissur komst svo "skemmtilega" að orði í Íslandi í bítið í morgun (14. des. 2011) á Bylgjunni (http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=8168).

Forsetinn í enn einu "Drottningarviðtalinu" og eignar sér heiðurinn.

Heimurinn er hreint út sagt dásamlegur þegar öllu er á botninn hvolft.

Lengi lifi Ísland!!!


mbl.is CBC Radio: Forsetinn bjargaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband