Heimskreppan...

...er fyrirsögn fyrsta kafla, fyrra bindis, bókarinnar "Kreppuárin á Íslandi 1930 - 1939, sem gefin var út af bókaútgáfunni Erni og Örlygi árið 1986. 

Fyrsta málsgrein þessa fyrsta kafla (bls. 9.) þessarar mjög svo athyglisverðu bókar hljóðar svo:

"Kreppan á Íslandi á fjórða áratugi þessarar aldar var síður en svo séríslenskt fyrirbæri þótt hún bæri ýmis heimaeinkenni.  Hún var sprottin af erlendum rótum, vitnisburður um ófarir hins alþjóðlega fjármagnskerfis árið 1929, um hrunið mikla á verðbréfamarkaðinum í Wall Street í Bandaríkjunum í októbermánuði þetta ár, um aðferðir og aðgerðarleysi misviturra stjórnmálamanna og viðskiptajöfra og glöggur vottur um jafnvægisleysi í alþjóðastjórnmálum."

Nokkru síðar, í sama kafla, undir millifyrirsögninni "Bankagjaldþrotin", á bls. 12, segir m.a:

"Þetta tvennt, verndarstefna og fjárbinding, stuðlaði mest að því að breiða út og magna hana.  Árið 1931 voru áhrifin farin að segja illilega til sín í evrópsku fjármálalífi og í maí þetta ár komst stærsti banki Austurríkis í fjárþrot.  Bankinn hafði lánað fyrirtækjum sem kreppan hafði komið illa við og mikill hluti lánanna voru langtímalán.  Hins vegar hafði bankinn tekið skammtímalán og var það fjármagn að stórum hluta komið frá Bandaríkjunum með einum eða öðrum hætti.  Nú var hinsvegar tekið fyrir fjármagnsstreymi þaðan og bankanum varð ekki bjargað nema með frystingum innistæða og alþjóðlegum skraplánum."

Hljómar þetta kunnuglega? 

Og svo tala "fjármálasérfræðingar" um fjármálaheiminn eins og hann lúti einhverjum náttúrulögmálum!  Kreppan kemur og kreppan fer á einhverjum áratugafresti!!  Bla, bla, bla.

VELKOMIN TIL ÍSLANDS ÁRIÐ 2008, AÐ VERÐA 2009!!!

Lesið, hugsið, skrifið!!!!!

www.vald.org


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Náttúrulögmál er það ekki, ekki frekar en styrjaldir eða fíkniefnafaraldrar eða aðrar handstýrðar hamfarir.

Rothschild, Rockefeller, J.P. Morgan og fleiri sem ég kann kannski ekki að nefna.

Hér heima voru það 30 manns sem öllu deildu og drottnuðu, á heimsvísu er allveg sama sagan, nema þar eru á ferð fjölskyldur og ættarveldi sem handstýra heimskreppum og styrjöldum, fjármagna báðar hliðar í heilu heimsstyrjöldunum.

Það eru þessi öfl sem eru hér að verki, það eru þessi öfl sem eru að hafa það af að koma bandaríkjunum fram af hengifluginu með hreinum stuldi á fjármagni úr ríkiskassanum sem þarf að fjármagna með erlendri lántöku sem verður aftur til þess að seðlabanki bandaríkjanna (federal reserve) sem er ,by the way, alls ekki "federal" stofnun heldur banki í einkaeigu prentar peninga eins og hann eigi lífið að leysa til að "fjármagna" gatið sem verður til í ríkiskassanum við stjarnfræðilegar vaxtagreiðslur til lánadrottnanna.

Þessi óstjórnlega prentun á peningum getur bara haft eitt í för með sér, óðaverðbólgu og þá er ég að tala um óðaverðbólgu eins og sást á sínum tíma í Weimar lýðveldinu. Óðaverðbólga hefur það svo aftur í för með sér að meirihluti landsmanna missir allt sitt, fyrirtæki fara á hausinn í tugþúsundavís og risinn í vestri riðar til falls.

Á sama tíma eru þjófarnir með allt sitt á þurru á offshore reikningum tilbúnir að fjármagna New world order.

En þar með er ég kominn aðeins útfyrir efnið.

2009 og 2010 verða ár mikilla hörmunga í heiminum og það byrjar allt í U.S.A.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband