Og...

...hvað svo?  Hvað verður um þessa rannsókn?  Var ekki verið að flytja af því fréttir um daginn að verið væri, hugsanlega, að selja Kaupþing banka í Lúxemborg til, af öllum löndum, Líbýu?  Við þá sölu, eða hvað sölu á bankanum sem er, verður skrúfað fyrir þann möguleika að fylgja peningunum eftir út úr Kaupþing banka í Lúxemborg og þar með er rannsókninni sjálfhætt!!

Við svona rannsóknir, sem og t.d. rannsóknir í fíkniefnamálum, skiptir gríðarlega miklu máli að geta fylgt peningunum eftir (e. "follow the money") en þannig er komist að kjarna rannsóknarinnar og þeim sem að baki standa og hirða allan gróðann.

Ég er ekki alveg viss um að yfirvöld hér á landi geri sér almennilega grein fyrir því hverslags "gullnámu" upplýsinga þau eru komin með í hendurnar.  Með "eignarhaldi" sínu á bönkunum þremur, sem ALLIR voru með útibú í skattaparadísum bankanna s.s. Lúxemborg - en þar fara í gegn ótrúlegar fjárhæðir inn á svokallaða "off shore" reikninga t.d. á eyjunum í Karíbahafinu og víðar - eru íslensk yfirvöld komin með lyklavöldin að áframfærslu fjármuna ekki bara íslenskra "auðjöfra" heldur mjög líklega erlendra líka, sem margir hverjir skjálfa örugglega á beinunum um þessar mundir.  Við sölu þessara erlendu útibúa bankanna lokast dyrnar að Pandóruboxunum, sem við nú höfum lykilinn að.  Lykil, sem jafnvel væri hægt að selja öðrum Evrópuríkjum gegn vægu gjaldi...

Áhugasömum bendi ég á bókina "The Octopus - Europe in the Grip of Organized Crime", sem skrifuð var af Brian Freemantle fyrrum ritstjóra alþjóðamála hjá The Daily Mail.  Bókin var gefin út í Bretlandi árið 1995 - ISBN númer bókarinnar er 1 85797 609 6.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

SVo var hér í eina tíð, að menn vildu að aðal viðskiptabanki SH (Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsana) opnaði útibú í Hamborg, hvar mikill hluti útflutnings okkar fór um. 

Þessi ameríski banki,-- mig minir, að það hafi verið Chase Manhattan bankinn,-- svaraði frekar snubbótt, að mati afar margra businessmanna þess tíma, eitthvað a þessa leið.  "við erum ekki í þeim business, að þvo peninga, þannig að við erum ekkert að fjölga útibúum í Evrópu. Þau eru tvö og það nægir"

Örbankinn Kaupþing sem þá átti varla fyrir innréttingum í öll útibúin sem stofnuð voru víðsvegar um Evrópu og víðar, setti hinnsvegar upp fjölda útibúa og riðaði net þeirra enn þéttar með útibúum, og ,,dótturfyrirtækjum" út um allar grundir.

Svo kom það mér ekkert í  opna skjöldu, að það' væru KAtarbúara og Kýpur Grikkir í skipabransanum, sem væru stórir viðskipta,,vinir" Kaupþings og nú að Gaddafý synir séu að kaupa upp leyfarnar í Lux.

Svo eru menn að skammast út í sjoppueigendur fyrir að skila ekki skattframtali og oftelja innskatt en vantelja útskatt.

Er þetta stærstu ,,krimmarnir" sem FME og Efnahagsbrotadeildin ráða við og að ekki sé talað um Dómstólana.

Sjoppueigendur og einyrkjar eiga ekki fyrir stjörnulöffum til að verja sig.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.12.2008 kl. 13:13

2 identicon

"Ég er ekki alveg viss um að yfirvöld hér á landi geri sér almennilega grein fyrir því hverslags "gullnámu" upplýsinga þau eru komin með í hendurnar"

Gæti það ekki einmitt verið málið að þau viti það fullvel hvaða drullufeni er verið að koma í skjól þarna og það sé einmitt ástæðan fyrir þessari sölu. Mér finnst allavega í hæsta máta undarlegt hvað æðstu stjórnendur hér á klakanum, þ.m.t. forstjóri valdamestu stofnunar landsins, eftir að neyðarlögin voru sett, koma alltaf af fjöllum þegar upp kemst að innherjar eru að rannsaka sjálfa sig og vini sína.

Eins þykir mér undarlegt að ekki megi fá erlenda sérfræðinga, helst af öllu náttúrlega Interpol, til að rannsaka viðbjóðinn sem hefur viðgengist hér árum saman.

Eru menn kannski hræddir að upp komist um tengsl erlendra glæpahópa (lesist rússneskra) inn í bankakerfið hér heima?

Ég er ekki lögfræðingur, viðskiptafræðingur eða hagfræðingur, en ég þekki samt skítalykt þegar ég finn hana.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Einhversstaðar segir að þar sem sést reykur sé yfirleitt að finna eld undir...

Stundum er kannski bara betra að finna skítalyktina en að velta við steininum hvar kúkurinn liggur og þurfa að þrífa viðbjóðinn!

Snorri Magnússon, 31.12.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband