Af hverju...

...ekki strax?  Af hverju að bíða, draga lappirnar, og framkvæma svo einfaldar breytingar að fækka ráðherrum úr tólf í níu í áföngum?

Neðst á bls. 16, í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, í kafla, sem ber yfirskriftina "Stjórnkerfisumbætur" segir m.a: "Lögð er til í þessu skyni fækkun ráðuneyta í áföngum úr tólf í níu, ný forgangsröðun þar sem þess er þörf og breytt verkaskipting þar sem færð eru saman verkefni til að ná sem mestum samlegðaráhrifum.  Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning breytinganna.  Verkefnisstjórnun er á hendi forsætisráðherra." 

Svo mörg voru þau orð um fækkun ráðuneyta og ég spyr enn og aftur: Af hverju ekki strax?  Til hvers að bíða og framkvæma þetta í áföngum? 

Ég hef afar takmarkaða trú á því að þessir tveir flokkar, sem verið hafa í stjórnarandstöðu í allmörg undanfarin ár, hafi ekki mótað sér ákveðnar skoðanir á umfangi stjórnsýslu hins opinbera og hvernig henni væri best fyrir komið, m.a. með fækkun ráðuneyta, ráðherra og ráðuneytisstjóra! 

Það sem m.a. verður að skoða í þessu samhengi öllu er að með núverandi skipan ráðuneyta þ.e. tólf í stað níu eða jafnvel sex er verið að skapa atvinnustjórnmálamönnum (og jafnvel einhverjum einstaklingum sem aldrei hafa lagt verk sín í dóm kjósenda eða verið kosnir til þjónustu við almenning) rétt til biðlauna þegar og EF einhverntíma kemur til fækkunar ráðuneyta, sem ég - illu heilli - leyfi mér að efast um að komi til framkvæmda fyrir lok núverandi kjörtímabils, hvort sem það verður fjögur ár eða skemur.  


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svar: spilling.

Það þarf gulrót til að mynda stjorn.  Svo þeir búa til ráðherraembætti sem þeir svo "gleyma" að afnema þegar allir eru búnir að venjast þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.5.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Nákvæmlega!

Í fyrri ríkisstjórn sömu flokka (80 daga stjórnin) voru einungis tíu (10) ráðherrar.  Hví þurfti að fjölga núna um tvo til þess svo síðar að fækka úr tólf (12) í níu (9)?  Af hverju var ekki bara fækkað, við stjórnar(endurnýjunar)skiptin, um einn, úr tíu (10) í níu (9)?  Gæti svarið verið, eins og þú segir Ásgrímur, SPILLING?  Eiginhagsmunir, framar almannahagsmunum?

Hvar er "búsáhaldabyltingin" núna?  Hvar er Hörður Torfason?  Hvar eru raddir fólksins?  Hvar eru þeir sem hæst létu í kjölfar bankahrunsins s.l. haust?  Hefur eitthvað breyst til hins betra?  Spyr sá sem ekki veit.

Snorri Magnússon, 10.5.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Stutta svarið er fjárlög. Langa svarið er: það tekur tíma. :)

En án gríns. Öll ráðuneyti starfa samkvæmt heimildum sem settar eru fram í fjárlögum á hverju ári. Það eru því ekki fjárlagaheimildir til þess að búa til nýtt ráðuneyti á miðju ári og fjárlagabreytingar taka lengri tíma en svo að það borgi sig. Þess vegna kemur fyrsta breyting inn um næstu áramót.

Síðan er það þannig að þegar ráðist er í miklar skipulagsbreytingar á stjórnkerfi, þá þarf að undibrúa þær mjög vel, semja lagafrumvörp og undirbúa verkefnaflutninga. Þessir hlutir taka tíma sem við viljum að settur sé í verkið, til þess að það verði vandað og standist til lengri tíma.

Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband