Hrokagikkurinn...

...jarðfræðingurinn, kennslu- og uppeldisfræðingurinn og vörubifreiðastjórinn, sem nú er fjármálaráðherra hefur talað sínu máli.  Hin "virta" lögmannsstofa Mishcon De Reya, sem fengin var til að skoða ICES(L)AVE samkomulagið hefur svarað á þann veg að hún (lögmannsstofan) hafi m.a. skoðað gögn, sem enn virðast ekki vera opinber, og snerta ICES(L)AVE samkomulagið.  Lögmannsstofan hefur jafnframt sagt að tekið hafi verið tillit til allra "hliðarsamkomulaga" er tengjast ICES(L)AVE samkomulaginu við álitsgerð lögmannsstofunnar.

Álitsgerðin hefur öll - að ég tel - verið gerð opinber almúganum á Íslandi, m.v. þá frétt, sem hér er undir.  Almúganum, sem ætlað er að borga brúsann. 

Svo virðist hinsvegar vera að ýmis gögn hafi enn ekki verið gerð opinber og einfaldur Íslendingur á borð við mig, getur ekki annað en spurt sjálfan sig, hvaða gögn eru það sem enn hafa ekki verið gerð opinber í þessu máli?  Hvernig stendur á því að núverandi ríkisstjórn, sem stóð fyrir gegnsæi, opinberri umræðu, "allt upp á borðið" og ég veit ekki hvað, gerist ber að því að hafa enn ekki gert öll gögn ICES(L)AVE samkomulagsins opinber?  Hvað er að fela?  Hver er vandinn? Hverra er ábyrgðin?

Eitt er víst að borgunarmenn skuldarinnar eru íslenskir skattgreiðendur, þrátt fyrir þá staðreynd að engin ríkisábyrgð var á einkabönkunum né innstæðutryggingasjóðnum, svo sem ég o.fl. hafa áður bloggað um.  Okkur er hinsvegar ætlað að borga fyrir partýið!!

Ég hef fyrir því áreiðanlegar upplýsingar að ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafi ekki verið ætlað að sjá öll gögn málsins!  Ég hef fyrir því áreiðanlegar upplýsingar að þar á bæ hafi mönnum ekki verið ætlað að fá gögn málsins í sínar hendur!  Ég hef fyrir því áreiðanlegar upplýsingar að þar á bæ hafi öllum verið ætlað að vera sammála, fyrirfram, um niðurstöðu málsins og borið að kjósa um málið eftir því!

Heill þér fjármálaráðherra!  Heill þínum heiðarleika!  Heill þínu gegnsæi!  Heill þinni opinberu stjórnsýslu! Heill þér fjármálaráðherra!


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband