"Drápa"

Ég fékk ábendingu, í gegnum Fésbókina, um nýtt tónlistarmyndband Magnúsar Guðmundssonar (Þeysara) sem ber heitið "Drápa".  Deildi myndbandinu, að sjálfsögðu, samstundis á Fésbókarsíðunni minni.  Textinn er eftir Magnús sjálfan en lagið eftir Bobby Russell.  Texti lagsins, sem að mínu mati er hrein og tær snilld fjallar um hrunið og hefur tekist einstaklega vel til með mynbandið við lagið.

Ég hef gert töluverða leit að texta lagsins á netinu en ekkert orðið ágengt í þeirri leit minni.  Því gerði ég mér lítið fyrir og marghlustaði á lagið um leið og ég skrifaði niður textann.  Ég vona að Magnús fyrirgefi mér að setja hann hér inn....

"Drápa"

Hey, já!

Við áttum eitt sinn gjaldgengt land

Með fjallakrikum og eyðisand

En örfáir aðilar, sigldu því í strand, strand, strand.

Okkur fávísum Frónbúum þótti það svalt

En einn góðan veðurdag hrundi allt

Spekingar sögðu heimsins gengi svo valt, valt, valt.

Undrabörnin í bönkunum

Sátu í djúpum þönkunum

Með starfsemi í útlöndum og fullar hendur fjár.

Ef þú kaupir í mér, kaupi ég í þér

Og síðan kaupi ég í sjálfum mér

Og svo, yfirgefum við þetta volaða sker.

Viðlag

            Þennan dag var þjóðin dæmd í hlekki

            - Sjúbb, sjúbb, ah-úh

            Og komandi kynslóðir fengu þennan arf

            - Sjúbb, sjúbb, ah-úh

            Meðan sekir menn um götur frjálsir ganga.

            - Sjúbb, sjúbb, ah-úh

            Munu ófæddu börnin borga það sem þarf

Bankann Finnur fékk fyrir slikk

Þessi ráðherra fólksins kunni þau trikk

Sagði þau besta vera, fyrir þjóðarhag.

Johnny Boy, Hannes og Pálmi í Fons

Fjárfestu fyrst bara pínupons

Þó aðallega í sjálfum sér, Sterling og aftur í Fons.

Fyrir Sigurjón Þ. og Halldór K

Sigga Einars og Hreiðar Má

Lítið fæst, taldar eignir eru ei lengur á skrá.

- Og koma svo...

Viðlag

Bjarni Ármanns og allt hans lið

Í fjármálum boðaði nýjan sið

Að gera skil, væri óábyrg meðferð á fé.

En Bjöggarnir gerðu eins og hann

Féð allt til þeirra rann en brann

Það sem eftir er, kannski finna má, á Cayman.

Viðlag tvítekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband