Verðmæti hverfa!

Þetta er nokkuð athyglisverð frétt, svo ekki sé meira sagt!  Fréttir hafa verið fluttar af atvinnuleysi á Íslandi í þó nokkurn tíma og er þá horft á opinberar tölur í því samhengi.  Það sem hinsvegar vekur athygli mína, og hefur gert um langan tíma, er sú staðreynd að það er enginn fréttamaður að fjalla um þessar tölur (um fjölda atvinnulausra) í samhengi hlutanna!  Það vill segja að það er enginn fréttamaður á einum einasta fjölmiðli landsins að skoða heildarmynd hlutanna þ.e.a.s. fjöldi skráðra atvinnulausra á Íslandi vs. og með fjölda þeirra sem hafa flutt af landinu frá hruni!!!  Mér segir svo hugur að velflestir (alls ekki allir) sem héðan hafa flutt í kjölfar bankahrunsins væru annars á opinberum skrám yfir atvinnulausa Íslendinga! 

Það væri fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, ef einhver fjölmiðlamaðurinn setti sig í þann gírinn að skoða þetta heildarmengi og flytti fréttir af "raunverulegu" atvinnuleysisástandi á Íslandi í stað þess að grípa hráar tölur frá opinberum aðilum og flytja þær fréttir!


mbl.is Verðmætasta fólkið að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að karpa við blaðamann í sumar um að það þyrfti að leggja brottflutta íslendinga við atvinnuleysistölurna sem er 12000 + það sem er verið að bola fólki út af atvinnuleysis skrá með bullnámskeiðum , fólk sem er fullmentað í sínu fagi á ekki að þurfa bull námskeið og svo er verið að klípa af atvinnuleysistryggingum með að hafa háskólasérfræðinga í launum á tryggingagjaldinu með einnhver bull námskeið .

bpm (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 16:39

2 identicon

Á Íslandi eru ekki sagðar fréttir heldur birtar tilkynningar frá hinu opinbera eins og vera ber þegar vinstristjórn er við völd.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 16:48

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Heyr heyr!!!  Staðreynd málsins er nefnilega nákvæmlega eins og þú, Guðmundur Ingi, greinir frá:  Hér eru ekki sagðar fréttir heldur birtar tilkynningar!!!

Fjórða valdið - fjölmiðlar - er handónýtt!!!

Snorri Magnússon, 27.11.2010 kl. 17:36

4 identicon

Það er ekki von að fjölmiðlarnir breytist þegar alltaf sama fólkið vinnur þar. Sjáið til að mynda Ríkissjónvarpið. Hver ætli meðal starfsaldurinn sé þar? Er þetta fólk ómissandi? Ég vil borga nefskatt fyrir eitthvað annað en bara fréttir sem þjóna Sjálfstæðisflokknum.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband