Göfugt...

...markmið, í sjálfu sér, en jafnframt er kristaltært að meira þarf til að koma til aðstoðar heimilunum í landinu þ.a. fleiri heimili lendi ekki í þeirri stöðu að verða í hópi þeirra "verst stöddu". 

Þannig er nefnilega mál með vexti að þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til og stendur til að grípa til, þ.e.a.s. skattahækkanir (þ.a.l. lægri ráðstöfunartekjur), launalækkanir (opinberra starfsmanna skv. nýju boðorði fjármálaráðherra), auknar álögur á matvöru (sykurskattur o.fl.), áfengi, tóbak, bensín o.fl. (sem allt hefur áhrif til hækkunar verðtryggðra lána vegna beinna áhrifa á vísitölur) leiða allar saman að sama punkti þ.e. lægri ráðstöfunartekjum heimilanna, sem aftur veldur því að heimilin í landinu eiga sífellt erfiðara og erfiðara með að greiða af skuldbindingum sínum, sem aftur stækkar, smátt og smátt, hóp þeirra "verst stöddu".

Ég hvet fólk til að kynna sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna (www.heimilin.is) og talsmanns neytenda (www.talsmadur.is).

Að síðust hvet ég þá, sem nenntu að lesa aulahagfræðina mína hér að ofan að kynna sér vel vefsíðu Jóhannesar Björns www.vald.org og lesa þar bókina "Falið vald".  Það vill reyndar svo skemmtilega til að ég sá um daginn, í bókabúð MM á Laugavegi að nýbúið er að endurútgefa þessa gríðarlega merkilegu bók!


mbl.is Frekari aðgerðir vegna skuldsettra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband