Færsluflokkur: Bloggar

"Ég tala nú ekki um...

...lög sem eru á forræði annarra", sagði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ríkisstjórnar Íslands.

Ég tala ekki um neitt!  Ég get ekki tjáð mig um málið!  Þetta er ekki á mínu forræði!  Ég hef ekki kynnt mér málið!  Ég hef nú ekki myndað mér skoðun á þessu máli eða nokkru öðru máli yfirhöfuð!  Ég er stjórnmálamaður, ég hef ekki skoðanir, orð mín skulu ekki túlkuð á einn eða neinn hátt, það sem ég segi meinti ég ekki eins og ég sagði það, þó ég steli þá skiptir það ekki máli því ég verð bara náðaður og sest aftur að kjötkötlunum...

Fólk er fífl...


mbl.is Björn Bjarnason: „Taka þarf vinnureglur til endurskoðunar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bezti vinur...

...viðskiptamannsins" sagði Björgólfur Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 16 febrúar 2003 (B blað bls. 2) en síðan eru liðin mörg ár. 

Orðrétt er haft eftir honum, einum ríkasta manni Íslands og þó víðar væri leitað, í viðtali sem Freysteinn Jóhannsson tók við hann "Við viljum geta boðið upp á meira vöruúrval fyrir viðskiptavininn; heildarlausn á fjármálum hans.  Bankinn á að vera bezti vinur viðskiptamannsins.  Og samkeppnin á að tryggja hann". 

Hvað hefur breyst síðan 2003?  Hvar er samkeppni bankanna á lánamarkaði?  Hvar er samkeppni bankanna um sparifé landsmanna?  Hvar er samkeppni bankanna á íbúðalánamarkaði?  Hvar nýtur viðskiptamaðurinn góðs af taumlausum gróða fjármálastofnananna þar sem vextir eru hvergi hærri af útlánum, húsnæðislánum, neyslulánum, yfirdrætti o.s.frv.  Hverju hefur einkavæðing ríkisbankanna skilað þorra þjóðarinnar?  Hefur einhver skoðað það af alvöru?

Ég bara spyr...


Sýnir þetta ekki...

...án þess að um verði villst að það BORGAR SIG ALDREI að hafa öll eggin í sömu körfunni.  Nokkurra tugþúsunda tonna niðurskurður á þorskkvóta og við horfum upp á 1% minni hagvöxt, heilu byggðalögin úti á landi í uppnámi vegna ónógrar atvinnu o.s.frv.

Er ekki rétt að hætta þessum slökkviliðsaðgerðum í eitt skipti fyrir öll og fara að einbeita sér að forvörnum, með því að laða hingað erlent fé og fyrirtæki (frændur vorir Írar gátu það), til koma í veg fyrir þessa bruna í hagkerfinu?

Ég bara spyr.....

Bankarnir náttúrulega græða sem aldrei fyrr á því að færa til pappíra frá A til B!!


mbl.is Skerðing á þorskkvóta gæti þýtt 1% minni hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt einhverjum....

Það í hug að hann yrði atvinnulaus eða ætlaði að setjast í helgan stein.  Það er gott að vita að það er ekki bara á Íslandi sem starfræktar eru atvinnumiðlanir (með hálaunastörfum) fyrir uppgjafastjórnmálamenn.....
mbl.is Blair tekur strax til starfa sem sáttasemjari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig...

Gengur það að bankar séu að kaupa eignarhluti í fyrirtækjum í samvinnu við önnur fyrirtæki?  Væri ekki eðlilegra að bankarnir lánuðu bara fyrirtækjunum þá peninga, sem upp á vantar þ.a. þau geti keypt hvert annað? 

Ég held nefnilega að það geti skapast hagsmunaárekstrar þegar banki á hlut í fyrirtæki í framleiðslu, sem er í samkeppni við annað fyrirtæki í framleiðslu, sem bankinn á ekki í, en er í viðskiptum við bankann.  Njóta þau fyrirtæki sömu kjara á öllu og að öllu leyti?  Hvað gerist þegar fyrirtækið, sem bankinn á ekki í, lendir í einhverjum tímabundnum fjárhagsörðugleikum?  Fengi það fyrirtæki sömu fyrirgreiðslu og það sem bankinn á í?  Er ekki bankinn þá kominn í lykilaðstöðu til að slá eign sinni á fyrirtækið og sameina það fyrirtækinu, sem hann á fyrir?? 

Hvað með það þegar t.d. tryggingafélög eiga hluti í samkeppnisfyrirtækjum?  Njóta samkeppnisaðilarnir sömu tryggingakjara og þau fyrirtæki sem tryggingafélagið á í?  Kannski, og reyndar vonandi, en mér segir svo hugur að það sé frekar á hinn veginn!!

Hvað segir fjármálaeftirlitið um þessi viðskipti?  Er þetta kannski bara allt í lagi og ég vitleysingur?

Bara smá vangaveltur...


mbl.is Bakkavör og Glitnir kaupa Creative Foods að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinsæll, óvinsælli...

Óvinsælastur ALLRA, sem kemur svo sem ekki á óvart m.v. aðgerðir mannsins og stjórnar hans í gegnum tíðina.  Nú svo má heldur ekki gleyma því að hann var í raun ekki kosinn forseti í upphafi heldur komst í stólinn á einhverjum tæknilegum atriðum.

Hann er hinsvegar ekki óvinsæll meðal vina sinna eins og t.d. varaforsetans, sem skaut vin sinn á einhverjum fuglaveiðum.  Sá hefur nú aldeilis náð að maka krókinn á viðskiptum Halliburton (hann var stjórnarformaður Halliburton frá 1995 - 2000 og á stóran hlut í fyrirtækinu) nú síðast í Írak.  Þar áður t.d. í sunnanverðri Kosovo - og víðar á Balkanskaganum - þar sem Brown and Root (Kellogg Brown and Root - KBR) byggði STÆRSTU herstöð BNA utan BNA.  Stærri en stærstu herstöð BNA (utan BNA) sem áður var í Þýskalandi...  KBR er að mestu í eigu Halliburton.

Skoðið endilega vef Halliburton á www.halliburton.com

Skoðið líka:

www.corpwatch.org/article.php?list=type&type=15

www.en.wikipedia.org/wiki/Halliburton

www.en.wikipedia.org/wiki/Brown_%26_Root


mbl.is Bush óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í 35 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupir hann...

...sig svo frá ábyrgð, eins og saksónari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóranum, sagði hvítflibba gera í stórum stíl, í opnuviðtali í Blaðinu í gær, þegar mál þeirra kæmu til afgreiðslu yfirvalda á Íslandi.  Saksóknarinn vill opnari umræðu um þessi mál og alvarleika þeirra.  Þar er ég honum fyllilega sammála.  Hér er því komið ágætismál fyrir fjölmiðla til að fjalla opinberlega um.

Málin eru reyndar miklu, miklu fleiri þarna úti.  Skoða mætti t.d. þá staðreynd hvernig tukthúslimur getur orðið stórefnamaður einungis örfáum misserum eftir að honum er sleppt út úr fangelsi þar sem hann afplánaði, tekjulaus (varla stórar tekjur af því að stansa bílnúmer eða steypa hellur), dóm fyrir fíkniefnamisferli!!

Hvar er alvöru rannsóknarblaðamennska á Íslandi stödd??


mbl.is Rannsókn á störfum fyrrum framkvæmdastjóra VSP ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF HVERJU...

Er yfir höfuð verið að fjalla um þessa blessuðu konu í fjölmiðlum á Íslandi.  Er virkilega ekkert annað, sem skiptir fólk meira máli, sem fjölmiðlar geta verið að fjalla um á sama tíma, í stað þess að fjalla um tilbúin vandamál einhverrar konu í USA, sem ekkert hefur sér til frægðar unnið en að vera barnabarn afa síns heitins??  ÉG SKORA HÉR MEÐ Á MBL AÐ HÆTTA ALLRI UMFJÖLLUN UM PARIS HILTON  og snúa sér þess í stað að einhverjum uppbyggilegum fréttum um afrek ungs fólks á Íslandi!!!!!!
mbl.is París kann að verða neydd til að fá næringu í æð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuníðinga...

Þarf að stöðva, þ.a. þeir valdi ekki sjálfum sér eða öðrum samferðamönnum í umferðinni stórtjóni, líkamlega og eða fjárhagslega.  Það er nefnilega einu sinni þannig að mótorhjólamaður sem slasast í umferðinni hvort heldur það er af eigin völdum, með háskaakstri, eða annarra veldur ekki eingöngu sjálfum sér tjóni því hann veldur því einnig að ég, sem eigandi mótorhjóls, verð fyrir fjárhagstjóni, með hækkuðum tryggingum á mínu hjóli.  Þetta á að sjálfsögðu líka við um önnur vélknúin farartæki þ.e. þau sem tryggð eru til notkunar.

Ég held reyndar að það sé einhver misskilningur í gangi hjá sumum bloggurum varðandi hugmynd formanns Postula um notkun á naglamottum til að stöðva för ökutækja.  Í fyrsta lagi held ég að nokkuð öruggt megi teljast að naglamottur séu til staðar hjá lögreglu, mig minnir reyndar að hafa heyrt af því fréttir einhvern tíma.  Þá eru væntanlega líka heimildir til staðar til að nota þessar mottur.  Í öðru lagi þá er stórhættulegt að nota slíkar mottur á mótorhjól m.a. vegna þess að ökutækið verður ALGERLEGA stjórnlaust eftir að hafa farið yfir slíka mottu.  Í þriðja hef ég ekki orðið þess var að lögregla hafi verið að ræða um að nota þurfi þennan búnað (les reyndar ekki allar fréttir).  Í fjórða lagi þá tel ég að flokka megi þá sem aka um vegi landsins á þeim hraða, sem heyrst hefur í umræðu um þessi mál undanfarið, sem stórglæpamenn á flótta undan lögreglu og að á þeim flótta þá séu þeir stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.  Þar með vaknar spurningin hvort ekki sé réttlætanlegt að nota vald sem leitt getur til dauða "use of deadly force", til að koma í veg fyrir frekari hættu annarra vegfarenda??

Svo mætti gjarna spyrja sig líka hvers vegna, sumir, mótorhjólamenn eru að "fela" skráningarmerki sinna ökutækja með því t.d. að beygla upp á þau, koma þeim þannig fyrir á hjólunum að þau eru illlesanleg, sjá til þess að þau séu það skítug að ekki sé hægt að lesa á þau (þó hjólið allt að öðru leyti sé stífbónað!!!) o.s.frv.  Ég held að þarna sé "einbeittur brotavilji" holdgerður, á ferð.

Ef þú hefur ekkert að fela og ferð eftir lögum og reglum þessa lands þá ætti það ekki að skipta þig neinu máli þó að lögregla hafi afskipti af þér.  Lögin eru jú sett til að vernda þá, sem kjósa að fara eftir þeim, gegn þeim sem kjósa það ekki.

Svo mörg voru þau orð og Amen á eftir því...


mbl.is Varað við naglamottum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alger snilld...

Kannski ráð að gera þetta við drossíuna, sem gerð var upp fyrir forsetaembættið á sínum tíma og geyma hana þar til embættið tímir / eða hefur ráð á að borga reikninginn...


mbl.is Drossía geymd í jörðu í hálfa öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband