Færsluflokkur: Löggæsla
15.12.2011 | 01:57
Fíkniefnasalar...
...eru aumingjar og morðingjar - flóknara er það ekki!!! Þeir einstaklingar sem ákveða það með sjálfum sér að selja börnum okkar ávana- og fíkniefni, í hvaða merkingu þeirra orða (fíkniefni) sem hverjum finnst við hæfi - eru einfaldlega aumingjar, dusilmenni og morðingjar!!!!
Það að selja ólögleg ávana- og fíkniefni t.d. kannabisefni, amfetamín, kókaín, heróin (og afleiður þess), e-pillur, sýru (LSD), læknadóp o.s.frv. er einfaldlega það að standa í því að myrða fólk og fjölskyldur.
Allir þeir einstaklingar sem ánetjast hafa hverskonar ávana- og fíkniefnum í gegnum tíðina eru börn foreldra sinna, barnabörn ömmu og afa sinna og yndislegir einstaklingar sem afvegaleiðst hafa fyrir "gylliboð" drullusokka, aumingja og morðingja!!
Fíkniefnadjöfullinn spyr ekki að kynstofni, stöðu, lit eða stétt. Honum og sölumönnum hans er fjandans sama um þá einstaklinga sem honum ánetjast. Honum og sölumönnum hans er fjandans- og skítsama um afleiðingar gjörða sinna. Honum og sölumönnum hans er slétt sama um þá eymd og sorg sem þeir valda með athæfi sínu. Fíkniefnasalar eru eiturbyrlarar!!!
Fíkniefnasalar eru aumingjar og morðingjar og ber að sækja til saka sem slíka!!!
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)