Færsluflokkur: Fjármál

Erlend...

...skattaskjól er umræða dagsins í dag, í allri fjármálasukkumræðunni í tengslum við ICES(L)AVE.  Björgólfsfeðgar hafa víst báðir haft samband við fréttastofu Stöðvar 2, sem og Karl Wernersson og allir hafa þeir svarið af sér þær "sakir" sem á þá voru bornar í frétt Stöðvar 2 um að þeir hafi "korter fyrir hrun" millifært stórar fúlgur fjár inn á erlenda bankareikninga í skattaskjólum utan lögsögu Íslands.  Í samskonar frétt, á RÚV var sagt frá slíkum fjármagnsflutningum Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sömuleiðis korter fyrir hrun.

Undarlegt, verð ég að segja, sitjandi hér og hlustandi á Willie Nelson vin minn - sem eitt sinn komst upp á kant við skattinn í Guðs eigin landi - að báðar fréttastöðvarnar skuli, sama daginn, flytja fréttir af samskonar málum þjóðþekktra bankamanna og að sumir þeirra skuli sjá sig knúna til að vekja athygli á því að fréttirnar séu uppspuni.  Hvað gera ekki þeir sem liggja undir grun annað en að neita þeim sökum sem á þá eru bornar, annað væri í hæsta má óeðlilegt, en hér vil ég þó sérstaklega taka það fram að ég er ekki að fella neina dóma yfir einum né neinum.  Hitt verð ég þó að segja, alveg hreint út, að ég trúi ekki einu einast orði sem kemur úr munni þessara "fjármálasérfræðinga" hvar í banka sem þeir voru settir!!

Það er hinsvegar afar einfalt - já reyndar alveg hlægilega sáraeinfalt - fyrir alla þessa menn að sanna sakleysi sitt fyrir þjóðinni en það er hreinlega með því að birta lista yfiri alla sína bankareikninga (þarf ekki númerin með þeim) með upplýsingum yfir innistæður, sem voru á þeim, segjum t.d. í ágúst 2008 - mars 2009.  Þar með fengi þjóðin, sem þessi menn skulda þó ekki væri nema einföld afsökunarbeiðni, fullvissu fyrir því að þeir væru að segja satt.  Hér væri nú reyndar ekki alveg nóg að birta bara upplýsingar um prívatreikninga þeirra heldur þyrftu einnig að fylgja með upplýsingar um slíka reikninga fyrirtækja í þeirra eigu.

Ég varð reyndar alveg jafnundrandi þegar ég las forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag (27. júlí) en þar sagði frá enn einum fjármálasnillingnum, sem er víst með doktorsgráðu í hagfræði, hefur verið yfirmaður greiningardeildar Kaupþings í einhver ár og var að gefa út "vitur eftirá bók".  Í greininni segir frá því að í bókinni, sem víst er gefin út á engilsaxnesku, segi greiningarsérfræðingurinn, með doktorsgráðuna, frá því að Glitni hafi verið liðið lík allt frá árinu 2007.  Þá gagnrýnir hann víst einnig í bók sinni fjármálasnilli bankastjórnenda Kaupþings upp að einhverju marki og virðist hann því hafa séð þetta allt saman fyrir "eftirá".  Ég spyr nú bara eins og sá fávísi karl sem ég er hvað sagði þessi maður um stöðu bankanna á þeim tíma sem hann tekur fyrir í bókinni, þegar hann var sjálfur yfir einni greiningardeildinni.  Var hann ekkert vitur "undaná", bara "eftirá"?

Ég er núna loksins farinn að skilja gagnrýni Lofts Altice Þorsteinssonar þegar hann hundskammaði mig fyrir að nefna orðin hagfræðingur og vísindi í einni og sömu setningunni þ.a. að hægt væri að lesa út úr henni að hagfræði væru vísindi!!!

Lesið www.vald.org


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband