16.4.2010 | 23:42
Móðir jörð...
..lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn!! Af hverju ætti hún að taka tillit til afmælis- og dánardægra einhverra þjóðhöfðingja? Mannlegra vera sem engu máli skipta í tímans tári!! Af hverju ætti hún að hugsa til okkar mannanna? Af hverju ætti hún að spá í það hvort hvort eldgos hér eða þar hefðu einhver áhrif á mannanna verk eða plön?
Nei, hún ætti ekkert að vera að spá í það!! Hún ætti eingöngu að vera að spá í það hvað henni er fyrir bestu hverju sinni! Hún ætti eingöngu að vera að spá í það hvernig við, mannfólkið, umgöngumst hana og láta okkur jafnframt vita ef við umgöngumst hana ekki af tilhlýðilegri virðingu, líkt og hún er að gera í dag. Hún ætti eingöngu að vera að spá í það hvað henni, og þá jafnframt okkur mannfólkinu, er fyrir bestu hverju sinni!!
Um áraraðir höfum við, mannfólkið, dýrkað Mammon og allt sem honum fylgir. Við höfum, gegndarlaust stigið dansinn í kringum gullkálfinn. Við höfum tilboðið falsguði! Við höfum afneitað trúnni í von um bjartari og betri tíð undir merkjum ýmissa stjórnmálaafla og hreyfinga!
Móðir jörð hefur kveðið upp sinn dóm!! Hingað og ekki lengra!!! Nú skuluð þið, mannfólkið, taka höndum saman og koma ykkur á réttan kjöl. Þið skuluð hætta þrætum og þrautum og sættast á það að, hverjum og einum ykkar, er rétt að lifa við mannsæmandi skilyrði. Vinnið saman!!!
Ísland ofarlega í huga ferðalanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.