Það var...

...og!!!  Dómur Hæstaréttar Íslands er orsakavaldurinn hér, að mati stjórnenda fyrirtækjanna Askar Capital og Avant.  Þetta segir mér það einfaldlega að hækkanir lánanna, vegna gengishrunsins, hafi verið færðar strax inn í bókhald þessara fyrirtækja sem "eignir", sem aftur gæti sagt mér það að staða þeirra hafi verið þannig í raun að þau hafi verið löngu hrunin, hvað sem dómi Hæstaréttar líður!  "Eignaaukningin" sem birtist í bókum þeirra við hrun krónunnar varð þess hinsvegar valdandi að þau gátu sýnt fram á betri eignastöðu en ella.

Það var áhugavert að hlýða á viðtölin við Benedikt Árnason, forstjóra Askar Capital í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi:

Í viðtalinu á Stöð 2 sagði hann m.a. eftirfarandi:

Það má segja að stóra höggið hafi verið við gengisdóm Hæstaréttar að, að þá rýrnuðu eignir félagsins um, um helming og án þess að, að skuldir hafi breyst á móti. 

Athyglisvert þetta, verð ég að segja!!  Er þetta ekki nákvæmlega það sem hefur verið að gerast hjá stórum hópi Íslendinga í kjölfar hrunsins?  Eignir hafa rýrnað um hundruð þúsunda eða milljónir, án þess að skuldir hafi breyst á móti!!  Ofan í þetta hefur það einnig gerst, hjá stórum hópi Íslendinga, að tekjutap hefur einnig orðið með minnkandi launum, atvinnumissi, hækkandi framfærslu, sem aftur leiðir af sér hækkandi vísitölur, sem aftur leiðir af sér hækkandi lán, sem aftur leiðir af sér...... o.s.frv.......

Er ekki hættan orðin sú, sem við stöndum frammi fyrir nú, að hér verði það sem á útlensku er kallað "Double Dip Recession"?  (http://www.investopedia.com/terms/d/doublediprecession.asp, http://en.wikipedia.org/wiki/Double-dip_recession#W-shaped_recession)

Hvað verður svo framhaldið? 

Nú hefur það verið að gerast, sem gerðist í aðdraganda og kjölfar hrunsins 2008:  aukin mótmæli (með búsáhöldum), mótmælafundir og................hvað svo?  Annað haust og vetur 2008 - 2009??


mbl.is Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Málið er að þessi fjármögnunarfyrirtæki hefðu aldrei getað boðið þessi lágvaxtalán nema vegna þess að þau tóku erlend án, sem þau þiurftu síðan að borga af.

Dómur hæstaréttar um að lántakendur þurfi ekki að borga til baka raunviði þess sem þeir fengu lánað, vegna útfærslu lánanna þýðir að fyrirtækin eru í reynd gerð gjaldþrota, en það er auðvitað mismunandi hversu stór hluti gjaldþrotanna lendir beint eða óbeint á skattgreiðendum.

Púkinn, 14.7.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband