6.8.2011 | 00:53
Pappírsverðmæti...
...hrynja í verði í hverri kauphöllinni á fætur annarri um þessar mundir. Spánn logar í óeirðum - http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/08/05/atok_a_gotum_madridar/ - sem og Grikkland. Eflaust munu fleiri Evruríki fylgja í kjölfarið t.d. Portúgal og Ítalía, sem riða á barmi greiðslufalls (gjaldþrots). Leiðtogar G-7 hafa "áhyggjur", eðlilega, en allt bendir til að við séum nú að upplifa það sem kallað hefur verið "double-dip recession" (http://en.wikipedia.org/wiki/Recession_shapes). Síðast þegar við sáum viðlíka ástand í efnahagsmálum Evrópu og Bandaríkjanna, spratt fram á sjónarsviðið maður nokkur Adolf Hitler að nafni, sem hreif með sér þýsku þjóðina í nafni þjóðernis-sósialisma (national socialism)
Hvað framtíðin ber í skauti sér nú er erfitt að sjá fyrir um en hitt er nokkuð ljóst orðið að lítið eða ekkert getur komið í veg fyrir mjög alvarlega KREPPU á fjármálamörkuðum og jafnvel enn verra ástand en skapaðist á haustmánuðum 2008!!
2200 milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var aldrei spurning hvort heldur hvenær þessi spilakassaviðskipti liðu undir lok. Það er kominn tími til að upprennandi kynslóðir skilji muninn á verðmætasköpun og loddaraleikjum.
Þetta verður sárt á meðan það gengur yfir. Vonandi fer bara ekki eins og þegar bankarnir hrundu á Íslandi. Þá var talað um nýtt Ísland. Reyndin varð hinsvegar sú að byrjað var upp á nýtt með sama gamla golfsettið í stjórnarráðinu.
Bara annar litur á kúlunum.
Árni Gunnarsson, 6.8.2011 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.