Um hvað...

...snýst málið?  Um hvað fjallar ríkisstjórn Íslands?  Hver er vandinn?

Málið snýst um hljóðupptökur af fundum ríkisstjórnar Íslands, sem núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega sett fram sem eitt af sínum "prinsippmálum" - hvers vegna þá ekki að samþykkja pakkann eins og hann var lagður fram? 

Á fundum í "reykfylltum bakherbergjum" þar sem engar hljóðupptökur fara fram eru sagðir ýmsir hlutir sem meðlimir ríkisstjórnar Íslands hefðu - væntanlega - ekki sagt ef engin hljóðupptaka hefði verið af fundinum, eða hvað'

Gert var ráð fyrir því í lögunum að hljóðupptökurnar yrðu ekki gerðar "opinberar" fyrr en að þrjátíu árum liðnum frá viðkomandi fundi!

Ríkisstjórn Íslands fjallar um landsins gagn og nauðsynjar - flóknara er það, væntanlega, ekkí.  Það veltir þá upp þeim einföldu spurningum - Hver er leyndin?  Af hverju stafar þessi leynd?  Af hverju þarf að fresta gildistöku þessa ákvæðis?  Er eitthvað leyndarhjal í gangi á fundum ríkisstjórnar Íslands?  Er eitthvað, sem þar fer fram, sem þolir ekki auglit almennings að þrjátíu árum liðnum frá því að viðkomandi fundur var haldinn?

Getur verið að vandinn sé einfaldlega sá að það sem fram fer á fundum ríkisstjórnar Íslands þoli ekki dagsins ljós?

Spyr sá sem ekkert veit í sinn haus...........................


mbl.is „Arfavitlaust"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skiptir engu máli hvort hljóðupptakan fer fram á alþingi eða í hænsnakofa. Vitið er ekki meira hjá þeim en guð gaf, á báðum stöðum. svo þá er eins hægt að hlusta á blessaðar púturnar, þær verpa þó eggjum blessaðar. Ekki satt?

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband