Er það byrjað?

Getur það verið að átökin miklu á milli Islam og Kristni séu byrjuð núna?  Átökin sem leiða munu til enda veraldar (harmageddon) árið 2012?  Af fréttum að dæma og þeim ósköpum sem gengið hafa á í islamska hluta veraldarinnar virðist ýmislegt benda til þess að svo gæti verið að harmageddon sé á næsta leiti.  Þannig heyrast af því fréttir að ráðist sé á sendiráð Bandaríkjanna (BNA) í ýmsum löndum islamska hluta heims okkar í kjölfar einhverrar myndar þar sem það er fullyrt að hæðst hafi verið af Múhammeð spámanni!  Nú verð ég að játa það að þessa tilteknu mynd hef ég ekki séð en myndirnar, sem ollu öllu heimsins fjaðrafoki á sínum tíma og Jyllands Posten birti þar sem fullyrt var að Múhammeð spámaður hafi verið birtur í miður skemmtilegu ljósi sá ég.  Skyldi reyndar ekki fjaðrafokið í kringum myndbirtingar Jyllands Posten en skv. Islam mun vera bannað að "birta myndir" af Múhammeð spámanni.  Vandinn við þetta bann er það í raun að það tekur aðeins yfir þá sem eru Islamstrúar þ.a. "trúvillingar" geta í raun gert það sem þeim sýnist í þessum efnum!  Bannið um myndbirtingar af spámanninum getur aldrei átt við þá sem ekki eru Islamstrúar! 

Þetta dregur okkur að kjarna málsins - Islamistum og Naivistum!  Islamistar eru þeir sem ætlast til þess að Islam sé í hávegum haft í þeim þjóðfélögum sem þeir koma sér fyrir í - óháð því hvort þau þjóðfélög, sem þeir ákveða að koma sér fyrir í eru kristin, búddista, hindústa eða hvaða önnur trú sem vera kann í viðkomandi þjóðfélagi.  Naivistar eru hinsvegar þeir, í þessu samhengi, sem leyfa sér að að láta Islamistana vaða uppi í sínum samfélögum og þora aldrei að láta í sér heyra um málefni líðandi stundar!  Láta vaða yfir þau gildi sem viðhöfð eru í þeirra samfélögum og hafa verið við lýði um árhundruð eða þúsundir! 

Maður er manns gaman segir einhversstaðar!  Það þýðir hinsvegar ekki það að "gestir" hér á landi eða hvar sem er geti krafist þess að gestgjafarnir beygi sig að vilja gestanna í hvívetna!  Á mínu heimili og í mínu landi gilda mínar reglur, siðir og trú.  Þú ert velkominn hingað en þú skalt aðlagast mér og okkur - ekki ég og mínir þér og þínum!!

Kom þú fagnandi gestur góður en gættu að þér að á mínu heimili gilda mínar reglur - ekki þínar!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Góður!

Steinarr Kr. , 15.9.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband