22.6.2007 | 12:03
Hvernig...
Gengur það að bankar séu að kaupa eignarhluti í fyrirtækjum í samvinnu við önnur fyrirtæki? Væri ekki eðlilegra að bankarnir lánuðu bara fyrirtækjunum þá peninga, sem upp á vantar þ.a. þau geti keypt hvert annað?
Ég held nefnilega að það geti skapast hagsmunaárekstrar þegar banki á hlut í fyrirtæki í framleiðslu, sem er í samkeppni við annað fyrirtæki í framleiðslu, sem bankinn á ekki í, en er í viðskiptum við bankann. Njóta þau fyrirtæki sömu kjara á öllu og að öllu leyti? Hvað gerist þegar fyrirtækið, sem bankinn á ekki í, lendir í einhverjum tímabundnum fjárhagsörðugleikum? Fengi það fyrirtæki sömu fyrirgreiðslu og það sem bankinn á í? Er ekki bankinn þá kominn í lykilaðstöðu til að slá eign sinni á fyrirtækið og sameina það fyrirtækinu, sem hann á fyrir??
Hvað með það þegar t.d. tryggingafélög eiga hluti í samkeppnisfyrirtækjum? Njóta samkeppnisaðilarnir sömu tryggingakjara og þau fyrirtæki sem tryggingafélagið á í? Kannski, og reyndar vonandi, en mér segir svo hugur að það sé frekar á hinn veginn!!
Hvað segir fjármálaeftirlitið um þessi viðskipti? Er þetta kannski bara allt í lagi og ég vitleysingur?
Bara smá vangaveltur...
Bakkavör og Glitnir kaupa Creative Foods að fullu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.