Ekkert...

...til sveitarfélagsins, en þiggja alla þjónustu, sem sveitarfélagið, sem viðkomandi býr í, hefur upp á að bjóða.  Þannig hefur fjöldi fólks það á Íslandi í dag.  Nýtur þess að láta aðra greiða fyrir þá þjónustu sem það notar.

Mér fannst undarlegt að lesa greiningu fjármálaráðuneytisins á fjármagnstekjum ríkissjóðs, eins og hún er fram sett í frétt MBL.IS:

  1. Á árinu 2006 var fjöldi einhleypra sem ekki var með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 2381. Þar af voru hins vegar 2128, eða tæplega 90%, með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á árinu. Að stórum hluta er um að ræða ungt fólk sem ekki er á vinnumarkaði. Samtals 2270, eða 95% alls hópsins, er með minna en eina milljóna króna í fjármagnstekjur. Af þeim 2381 einstaklingi, sem hér um ræði, greiði einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt.
  2. Á árinu 2006 var fjöldi hjóna sem ekki var með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 150. Þar af voru 85 hjón, eða 57%, með minna en 100 þúsund krónur á árinu í fjármagnstekjur og 92 hjón, eða 61%, með minna en eina milljón króna í fjármagnstekjur. Einungis 51 hjón úr þessum hópi greiða einhvern fjármagnstekjuskatt.

Ég hlýt, eins og reyndar margir aðrir Íslendingar, að spyrja sjálfan mig hvernig í ósköpunum fólk, framfleytir sér og sinni fjölskyldu á þeim lúsarlaunum, sem uppgefinn fjármagnstekjuskattur viðkomandi er? 

Jafnframt er ég stoltur af því, sem Íslendingur, að koma þessu vesalings fólki til hjálpar og greiða fyrir það þá þjónustu, sem það þiggur frá ríki og sveitarfélögum. 

Ég segi stoltur, eins og Þorvaldur heitinn Guðmundsson í Síld og Fiski, "Ég greiði GLAÐUR skatt af hverri einustu krónu sem ég vinn mér inn."

Ætli skattrannsóknarstjóri sé eitthvað að skoða þessa hluti?


mbl.is 2381 einstaklingur aðeins með fjármagnstekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband