16.8.2007 | 16:59
Ég skil...
...þetta ekki. Hvað voru margir veitingastaðir í miðborginni þegar "Hallærisplanið", með öllum sínum löstum, var og hét. Mig minnir að þá hafi nú aldeilis verið talað um ástand í miðborginni. Ástand sem taka þyrfti á og að því að mig minnir með fjölgun veitingahúsa þ.a. fólk hefði nú í einhver öldurhús að venda og þyrfti ekki að vera að þvælast ofurölvi úti á götum sjálfum sér og öðrum til leiðinda og ama.
Nú svo var ástandið algerlega óþolandi þegar allur skríllinn æddi út á götur borgarinnar, úr öllum öldurhúsunum, klukkan þrjú að nóttu og margir fóru að slást um leigubíla eða eitthvað annað. Þá skyldi nú tekið á vandanum með því að leyfa nokkrum "útvöldum" öldurhúsum að hafa opið lengur en öðrum og hafa þannig "skaraðan" opnunartíma. Þetta gekk að sjálfsögðu ekki því þarna voru yfirvöld að mismuna þegnunum þ.a. annaðhvort yrðu allir opnir fram undir morgun eða enginn. Raunin var það góð, af þessum framlengda opnunartíma, að ákveðið var að leyfa bara öllum að vera með opið fram undir morgunn og þá, náttúrulega færðist hópasöfnunin aðeins til í nóttinni.
Ástandið var orðið illþolanlegt því verið var að berja fólk hægri vinstri og svo voru gerðar kannanir, sem sýndu fram á að ofbeldisverkum hafði, skv. súluritum, eitthvað fækkað í miðborginni. Læknar á LSH sögðu aðra sögu, sem og fyrrverandi lögregluforingi, sem kom fram í fjölmiðlum og sagði tölurnar ekki réttar - hætti svo stuttu síðar, minnir mig, í löggunni.
Nú er aftur blásið í lúðra út af "ástandinu" sem þarf að laga með öllum tiltækum ráðum og samstilltu átaki ýmissa aðila. Í þessari grein kemur einnig fram að ofbeldisbrotum, sem framin eru á milli kl. tólf á miðnætti og sex að morgni, hafi fjölgað.
Nú kemur að því sem ég skil ekki. Er ég að verða vitlaus eða eru menn að fara og tala í hringi?? Verðugt verkefni, fyrir einhvern rannsóknarblaðamanninn, að skoða hvernig þessum málum er í raun háttað og hefur verið í gegnum árin. Það mætti þá líka skoða áherslur lögreglunnar í þessum efnum og hvernig mannamálum þar innandyra er og hefur verið háttað. Bara svona hugmynd!!!
Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.