Maðkað...

...mjöl, enn eina ferðina, í korngeymslum stórveldanna!!!!  Fréttir sem þessar koma þeim ekki á óvart sem eitthvað vita í sinn haus um ástandið á Balkanskaganum og hvernig það hefur þróast í gegnum aldirnar og þá sérstaklega í kringum sundurlimun fyrrverandi Júgóslavíu.  Það vita það jú allir að Þjóðverjar hafa, um aldir, verið hliðhollir Króötum, Rússar Serbum og Bandaríkjamenn svona dinglað utan í íslömskum þjóðarbrotum s.s. Bosníökum í Bosníu og Herzegovínu og víðar um Balkanskagann.  Bretar, og Frakkar stundum með, hafa því, óhjákvæmilega - á einhvern illa skiljanlegan hátt - hangið í pilsfaldinum á Bandaríkjamönnum (Frakkar hafa verið þjóða duglegastir innan NATO samstarfsins að handsama "stríðsglæpamenn" Serba víða um Balkanskagann og þó helst í Bosníu og Herzegovínu).

Athyglisverð lesning, fyrir þá sem vilja vita meira um ástandið þarna eru eftirtaldar bækur:

  • "Srebrenica - Record of a war crime" eftir Jan Willem Honig og Norbert Both ISBN 0-14-026165-6
  • "Kosovo Crossing - The reality of American intervention in the Balkans" eftir David Fromkin ISBN 0-684-86953-5
  • "Unfinest Hour - Britain and the destruction of Bosnia" eftir Brendan Simms ISBN 0-140-289-836

mbl.is Clinton lét undan kröfu Rússa um að Karadzic gengi laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband