11.9.2007 | 13:39
Undarlegar...
....þessar yfirheyrslur Bandaríkjaþings.
Ég velti því fyrir mér af hverju verið sé að "grilla" eina hershöfðingjablók vegna ástandsins í Íraks. Það var ekki hugmynd þessa hershöfðingja að ráðast þarna inn. Það var ekki hugmynd þessa hershöfðingja að þarna hafi átt að vera gjöreyðingarvopn. Það var ekki hugmynd þessa hershöfðingja að fara til vinnu í Írak. Þetta, og meira til, voru allt saman hugmyndir ríkisstjórnar BNA sem ákvað að ráðast til atlögu gegn Írak í þeim tilgangi einum að ná yfirráðum yfir olíulindunum í landinu. Það vita allir, sem vilja vita það og eru ekki með höfuðið það langt og fast uppi í eigin rassgati að þeir sjá hvorki né heyra. Það eina sem þetta hershöfðingjagrey hefur af sér gert er að vera hershöfðingi og þess vegna verið sendur til Íraks til að reyna að ráða fram úr skítamálum annarra!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það ætti að vera forseti BNA sem verið væri að grilla í þessum yfirheyrslum bandaríkjaþings. Svo mætti halda áfram með varaforsetann og taka síðan koll af kolli vinahóp Bush fjölskyldunnar eins og hann leggur sig.
Hún er nefnilega undarlega tík, þessi pólitík en hún hugsar hinsvegar vel um sjálfa sig og vini sína - eins og ég hef áður sagt...
Demókratar gagnrýna Petraeus harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.