Nefskattur...

...til handa RÚV!! Var það ekki "ORÐIÐ" úr munni menntamálaráðherra?  Nefskattur á mig - sem hef ekki val því ég á sjónvarp - til að greiða fyrir bílamunað og bruðl útvarpsstjóra!! 

Hvað er hér í gangi? 

Það var varla búið að færa RÚV úr annarri hendi ríkisvaldsins, yfir í hina í ohf-ingu þegar búið var að versla bíl fyrir vesalings karlinn, sem "Hefur mjög einfaldan smekk og velur aðeins það besta" að sjálfsögðu!! 

Í grunninn kemur mér það ekkert við hvaða bíl útvarpsstjóri ekur um á, svo framarlega að sá bíll sé ekki keyptur fyrir mína peninga og skráður á RÚV ohf!!  Það hinsvegar kemur mér við ef þetta er á hinn veginn, sem mig rennir í grun um að sé!! 

Nú get ég ekki annað en spurt:

  • Hver á hlutaféð í RÚV ohf? 
  • Hver fer með eignarhaldið á hlutafé í RÚV ohf?
  • Voru þessi útgjöld, af almannafé, gerð með samþykki þeirra sem fara með hluthafavald í RÚV ohf?
  • Hvers er eftirlitsskyldan með eyðslu fjármuna af reikningum RÚV ohf (gleymum því ekki að hér er um opinbera fjármuni að ræða)?

Að endingu spyr ég hvers vegna ekki sé fjallað um mál þetta í fréttum RÚV ohf?  Er þetta kannski ekki frétt að mati fréttastjóra stofnunarinnar?  Er sjálfstæðið ekki lengur til staðar?

Hér með segi ég upp "áskrift" minni að og tilvonandi "nefskatti" mínum til RÚV ohf!!!  Æi nei ég get það víst ekki því það var ákvörðun Alþingis Íslendinga að ég skyldi, hvort sem mér líkar það betur eða verr skipta við eitthvað hlutafélag úti í bæ!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband