18.12.2007 | 20:40
Þetta er...
...yndislegt líf.
Í anda umburðarlyndis, fjölmenningar og allra annarra yndislegheitaorða, sem til eru í orðabókinni sé ég mér ekki annað fært en að vera glaður og mæli með því að allir þeir sem sjúkdómum eru haldnir fái að koma hingað til lands og njóta einnar bestu, ef ekki þeirrar albestu læknisþjónustu sem til er í veröldinni. Læknisþjónustu sem foreldrar okkar, ömmur okkar og afar, langömmur og langafar - o.s.frv. - hafa byggt upp í gegnum áratugi og aldir - en fá illa notið nú vegna lélegra kjara, örorkubóta og lífsskilyrða (á þó alls ekki við um alla). Á sama tíma mæli ég með því - og að sjálfsögðu í anda fyrstu setningar þessarar málsgreinar - að við Íslendingar borgum svo enn hærri komu- og þjónustugjöld fyrir allt saman...
Kom berklasmitaður til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver byggði landið og setti lög.... Gamla fólkið
Hver byggði Hrafnistu, Skjól o.fl krumpudeildarstofnanir með litlum herbergjum... Gamla fólkið
Hverjir vildu bara veiða fisk, éta fisk, versla með fisk... Gamla fólkið
Hverjir vildu ekki blóðmjólka bölv... kanan vegna mikilmennsku... Gamla fólkið
Hverjir byrjuðu að byggja vegi í borginni okkar, sem bara hestur með lystarstol getur gengið á.... Gamla fólkið
Hverjir kvarta og kvarta undan ellilífeyri, kannski fólkið sem byggði landið... Gamla fólkið
Hverjir sáu um hvernig ellin yrði... Gamla hverjir ??.... gefstu upp.
Hversu stærra ( eða minna ) er Bretland meða við Ísland...afhverju er þetta svona slæmt hjá okkur en ekki hinum
.
.
Ef bara gamla fólkið hefði hugsað til framtíðar og sett takmörk og skipulagt sig... Hvað þá
Hvað ef gamla fólkið hefði séð framtíð í tækniþróun, olíu leit, bílaframleiðslu, flugvélaframleiðslu... Nei.... Helvít...fiskurinn er gull.
Hvað gerir unga fólkið, hneykslast á því hvernig farið er með gamla fólkið. Sem jú bjó um þessa hnúta
Nú reynir unga fólkið að laga og færa sig til nútíðar, fjárfesta í risa keðjum og eiga þyrlur, þotur og rándýra lúxusbíla, en gamla fólkið á bara Hyundai fyrir vikið
Ég er ungur, hvað á ég Ekki rassgat í bala, allt gamla fólkinu að kenna
nei (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.