Nýju fötin...

...lögreglustjórans.

Í einni af forsíðugreinum Fréttablaðsins í gær (19 desember) kemur fram að lögreglumenn telji að brestir séu komnir í lið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er vitnað í grein sem skrifuð var í nýjasta hefti Lögreglublaðsins (árlegt blað Lögreglufélags Reykjavíkur, en á forsíðu þess er mynd af brostinni lögreglustjörnu).  Í greininni má lesa að greinarhöfundur virðist ekki alls kostar ánægður með hvernig til hefur tekist með sameiningu þeirra þriggja lögregluliða sem störfuðu á höfuðborgarsvæðinu á liðnu ári þ.e. Lögreglunnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.  Greinilegt er, af lestri greinarinnar, að ýmislegt vantar upp á að sameiningin hafi skilað einhverju til lögreglumanna og ef svo er má, eðli málsins samkvæmt, áætla að hún hafi skilað jafn litlu til íbúa þess svæðis sem hið sameinaða lögreglulið á að annast.

Lögreglumenn virðast hafa setið eftir í launakjörum, m.v. aðrar stéttir í þjóðfélaginu - ef marka má tilvitnaða grein, sem og aðra grein í sama blaði - sem er miður m.v. þau mikilvægu störf sem þeir menn, og konur, vinna sem þar eru innan liðs. 

Í grein, á einni af innsíðum Fréttablaðsins í dag (20 desember) er vitnað í orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar, sem segir að hann hafi ekki orðið var við bresti í liðinu?? 

Ég spyr, eðli málsins samkvæmt, hvað er í gangi?  Lögreglumenn segja hlutina ekki í lagi en lögreglustjórinn segir hlutina í fínu lagi.  Hverjir skyldu nú hafa meira rétt fyrir sér, þeir sem störfin vinna eða sá sem situr í fílabeinsturninum?  Sérhver skoði sjálfan sig og láti samviskuna dæma!!

Hér virðist sem einhverjar "spunakerlingar" (svo vitnað sé í orð Össurar Skarphéðinssonar) hafi verið að spinna ný klæði lögreglustjórans, sem áttar sig ekki á því að hann er í raun nakinn í störfum sínum, þiggjandi ráð hliðvarða, sem þurfa, eðli málsins samkvæmt, að viðhalda þeim sannleika sem íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur verið á borð borinn.

Ávallt skal hafa það sem sannara reynist...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband