30.5.2009 | 23:46
Er þetta...
...hluti af skjaldborginni, sem núverandi ríkisstjórn ætlaði að slá utan um fjölskyldur og heimili þessa lands? Fólk bíður enn í ofvæni eftir því hvað verði gert til að rétta hlut þeirra, sem ekkert hafa haft með það að gera að landið er komið á hliðina og lán þess í hæstu hæðir.
Á meðan beðið er sjá sömu einstaklingar aðgerðir ríkisstjórnarinnar - hækkun á olíugjaldi, hækkuð álagning á áfengi og tóbak (svo sem ekk mikið að því enda hvorutveggja óhollt), hugmyndir um sykurskatt og þar fram eftir götunum. Reiknaðar hækkanir eiga að skila einhverjum "hagnaði" í ríkissjóð, sem mér finnst afar varlegt að áætla í núverandi umhverfi því allmargir Íslendingar stefna hreinlega í greiðsluþrot nú eða greiðsluverkföll! Þá má heldur ekki gleyma því að allmargir Íslendingar hafa orðið fyrir gríðarlegri kaupmáttarrýrnun auk þess sem innkoma mjög margra fjölskyldna er algerlega brostin. Það er því afar mikil bjartsýni að áætla að slíkar aðgerðir, sem núverandi ríkisstjórn hefur gripið til, komi til með að skila einhverju, sem máli skiptir, í ríkissjóð.
Það er grátlegt að sömu "fjármálavitringar" og ráðlögðu fólki að taka gjaldeyrislán, kúlulán og hvað þetta drasl nú heitir allt saman skuli nú ráðleggja hinum sömu að slíta hjónaböndum sínum þ.a. að viðkomandi geti - því miður á óheiðarlegan hátt - náð sér í auknar tekjur úr ríkissjóði!!! Enn eitt dæmið um óheiðarleikann í íslenskum fjármálaheimi!!!!!
Segir fólki ráðlagt að skilja á pappírum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.