Hvað...

...hefur gufað upp? 

Það var ekkert nema einhverjar tölur á blaði - eða hvað? 

Jú einhverjir saklausir einfeldningar, eins og ég, hafa lagt fram hluta af mjólkurpeningum barnanna sinna í þessi viðskipti og tapa svo einhverju - jafnvel öllu - þegar þeir reyna að fá peningana sína til baka við sölu bréfanna sinna, í dauðans ofboði, við þessar fréttir. 

Gerðust ekki svipaðir hlutir hér á landi þegar menn, í einhverju bjartsýniskasti tóku sér lán í bönkum til að kaupa hlutabréf á uppsprengdu verði í DeCode.  Hlutabréf sem síðan hrundu niður við skráningu fyrirtækisins í kauphöllinni í New York. 

Jóakim frændur vorra tíma tapa hinsvegar ekki sínu því þeir, líkt og bankarnir, eru með allt sitt á hreinu - ALLTAF...

Enn og aftur bendi ég mínum fáu lesendum á að kíkja á www.vald.org


mbl.is 850 milljarðar hafa gufað upp í dönsku kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það verður að passa sig núna að fara ekki að selja í dauðans ofboði.

Markús frá Djúpalæk, 10.8.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband