Enn...

...um ICESAVE enda sennilega endalaust hægt að skrifa um þetta mál, bæði í nútíð og allri framtíð! 

Í færslu, sem ég ritaði hér þann 18. júlí s.l. setti ég fram smá "samsæriskenningu" sem æði gaman er að velta fyrir sér, sérstaklega í ljósi laga um innstæðutryggingar, sem svo mikið hafa verið í sviðsljósinu í þessu máli öllu.

Í athugasemdum við frumvarp það sem Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, lagði fram á 125 löggjafarþingi árið 1999 - 2000 sem þingskjal 25 - 25 mál, má m.a. lesa í almennum athugasemdum:

"Frumvarp þetta er samið í tengslum við tilskipun Evrópusambandsins um tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 97/9/EC. Tilskipunin kveður á um samræmdar reglur um lágmarksvernd fyrir fjárfesta sem eiga kröfu á hendur fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og lánastofnanir í tengslum við viðskipti með verðbréf gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis. 
Tilskipunin kemur í framhaldi af tilskipun um innstæðutryggingar, nr. 94/19/EC, sem sett var árið 1994. Sú tilskipun tryggir innstæðueigendur upp að vissu marki gegn greiðsluerfiðleikum viðskiptabanka og sparisjóða. Lögum um viðskiptabanka og sparisjóði var breytt árið 1996 (lög nr. 113/1996), m.a. til að uppfylla ákvæði innstæðutryggingatilskipunarinnar. Nú starfa tveir tryggingarsjóðir, Tryggingarsjóður viðskiptabanka og Tryggingarsjóður sparisjóða, sem tryggja innstæðueigendur gegn greiðsluerfiðleikum og starfa samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Sjóðunum er heimilt að starfa í tveimur deildum, innstæðudeild, sem tryggir innstæður, og lánadeild sem getur veitt lán í því skyni að styðja við rekstur innlánsstofnunar. Tryggingarsjóður sparisjóða hefur nýtt sér þessar heimildir og starfar í tveimur deildum en ekki Tryggingarsjóður viðskiptabanka."

Í athugasemd við 2. gr. frumvarpsins segir þetta:

"Gert er ráð fyrir að sérstök stofnun, Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, fari með tryggingar samkvæmt lögum þessum. Fallið er frá því að nefna sjóðinn eftir þeim fyrirtækjum sem í hann greiða, sbr. Tryggingarsjóð viðskiptabanka og Tryggingarsjóð sparisjóða, en sjóðurinn þess í stað nefndur eftir þeim sem tryggðir eru gegn greiðsluerfiðleikum fyrirtækjanna.
Lagt er til að sjóðurinn verði sjálfseignarstofnun eins og Trygingarsjóður sparisjóða er nú. Tryggingarsjóður viðskiptabanka er hins vegar ríkisstofnun. Fram til 1998 voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands ríkisbankar og nutu ríkisábyrgðar. Nú eru allir viðskiptabankar hins vegar reknir í formi hlutafélaga og njóta því ekki ríkisábyrgðar. Ekki þykir ástæða til að hinn nýi tryggingarsjóður verði rekinn sem ríkisstofnun. Þykir fara best á því að sjóðurinn verði rekinn sem sjálfseignarstofnun, enda kemur þá skýrt fram að aðilar að sjóðnum eiga ekki það fé sem í honum liggur. Sjálfseignarstofnun er einnig velþekkt rekstrarform þótt það sé reyndar ekki vel skilgreint í lögum."

GETUR ÞETTA VERIÐ EITTHVAÐ SKÝRARA???  VIÐSKIPTABANKAR NJÓTA EKKI RÍKISÁBYRGÐAR!!!!

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, með breytingatillögum fjárlaganefndar, sem lög nr. 98/1999, með síðari breytingum.

Það er nákvæmlega ekkert óljóst í þessu í mínum huga.  ÞAÐ ER EKKI, HEFUR EKKI VERIÐ OG MUN (VONANDI) ALDREI VERÐA NEIN RÍKISÁBYRGÐ Á REKSTRI EINKAFYRIRTÆKJA OG SKULDBINDINGUM ÞEIRRA HVORT SEM ÞAÐ ERU BANKAR EÐA ÖNNUR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI!!!

Það er einmitt þess vegna sem ICESAVE þarf að fara fyrir Alþingi til samþykktar (vonandi reyndar synjunar)!!

ÍSLENDINGAR BERA EKKI ÁBYRGÐ Á FJÁRMÁLASUKKI FJÁRGLÆFRAMANNA, HVAÐ SEM ÞEIR HEITA OG HVAR Í FLOKKI SEM ÞEIR STAÐSETJA SIG!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband