Hún...

...var undarleg fréttin, sem ég las rétt áðan, á visir.is um ICES(L)AVE en í henni segir frá því að hollenski utanríkisráðherrann Maxime Verhagen hafi hringt í starfsbróður sinn á Íslandi Össur Skarphéðinsson s.l. þriðjudag (21. júlí væntanlega) og tjáð honum m.a. að:

"...Íslendingar verði að samþykkja Icesave samkomulagið, ellegar muni hollenska þingið beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu."

Þessi texti að ofan er tekinn orðrétt úr fréttinni á visir.is en í henni kemur einnig fram að hollensk stjórnvöld hafi sett sig í samband við íslensk stjórnvöld til að lýsa yfir áhyggjum af frestun Alþingis á afgreiðslu ICES(L)AVE málsins. 

Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég er furðu lostinn ef þetta er rétt og satt greint frá í fréttinni.  Hollensk stjórnvöld hafa, yfir höfuð, ekkert með það að gera að lýsa yfir áhyggjum af því að Alþingi Íslendinga, elsta löggjafarþing í veröldinni taki sinn tíma til að fara yfir einhvern þann ógeðslegasta kúgunarsamning sem erlend stjórnvöld hafa reynt að troða ofan í kokið á Íslendingum.  Samning, sem er tilkominn vegna stórfelldrar fjárglæfrastarfsemi nokkurra einstaklinga!  Samning, sem íslenska þjóðin er ekki að neinu leyti skuldbundin til að afgreiða á einn eða neinn hátt!

Þarna kemur einnig berlega í ljós að verið er að reyna að troða þessum samningi í gegnum Alþingi og það m.a.s. undir beinum hótunum!  "EF ÞIÐ EKKI SAMÞYKKIÐ ÞETTA MUNUÐ ÞIÐ ALDREI KOMAST INN Í DRAUMAKLÚBBINN (ESB)!!!"

Hafandi lesið lögin um innstæðutryggingar, sem og frumvarpið, sem lagt var fram á sínum tíma, sem og umræðurnar um herlegheitin í þinginu þegar þetta var allt saman lagt fram, en allt þetta má lesa á vef Alþingis að sjálfsögðu, finnst mér alveg með ólíkindum að stjórnvöld hafi yfirleitt farið út í þá vinnu að semja um nokkurn skapaðan hlut við Breta og Hollendinga!  Sér í lagi þegar horft er til þess að hér var um einkafyrirtæki að ræða (Landsbankann) sem rakaði að sér sparifé fólks, sem lét glepjast með gylliboðum um einhvera útópíuvexti.  Hvað varð svo um peningana veit nú enginn en eigendur og stjórnendur Landsbankans sitja enn á sínu einn m.a. í Bretlandi!!  Það væri nú nærtækara fyrir Bretana að sækja hann og yfirheyra um hans þátt í hlutunum frá upphafi til enda!

Hafandi lesið lögin um innstæðutryggingasjóðinn bloggaði ég eilítið, sem lesa má hér.

Að síðustu og að sjálfsögðu bendi ég fólki enn og aftur á að lesa www.vald.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Maður verður nefnilega stundum hugsi, og veltir fyrir sér í einfeldningsskap sínum, hvað reki íslenzk stjórnvöld áfram í þýlyndi sínu við Hollendinga og Breta... hvar er þumalskrúfan?

Markús frá Djúpalæk, 26.7.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En mér skilst að maður eigi að skoða þetta ESB mál með huganum en ekki hjartanu og forðast það í lengstu lög að blanda einhverjum löngu dauðum köllum og jafndauðum hugsjónum þeirra í málið...

Markús frá Djúpalæk, 26.7.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband