Nauðungarsölur

Nú nýverið voru samþykkt á Alþingi - ekki í fyrsta sinn - lög um breytingu á lögum um nauðungarsölur sem gera það að verkum að einstaklingar sem eru komnir "í skjól" með greiðslur af stökkbreyttum lánum, í ýmsum myndum geta nú andað eilítið léttar eða a.m.k. til 1. mars 2015.  Það eitt að það þurfi að grípa til þess ráðs að gera slíkar breytingar á lögum um nauðungarsölur - og eins og áður sagði ekki í fyrsta sinn - fær hinn venjulega meðaljón - ætti a.m.k. að gera það - til að staldra eilítið við og hugsa.  Þannig var það allavega með mig þegar ég heyrði af þessum breytingum á lögunum, fyrst þegar þær voru gerðar og þannig var það með mig þegar ég heyrði af þeim breytingum sem gerðar voru núna síðast eða fyrir aðeins örfáum dögum síðan.

Það var svo allt í einu að maður einn að nafni Sturla Hólm Jónsson, sem ég hef reyndar verið málkunnugur til fjölda ára og heilsað þegar ég hef rekist á hann á förnum vegi (enda báðir úr Breiðholtinu) hafði samband við mig símleiðis og falaðist eftir smá fundi með mér.  Ég varð við beiðninni um fund enda vanur að verða við slíkum beiðnum svo fremi að tími minn leyfi slíkt.  Á umræddum fundi sýndi Sturla mér myndbandsupptökur og ýmis skjöl og pappíra tengt nauðungarsöluferli á heimili hans.  Ég horfði á upptökurnar, las í gegnum skjölin, og sat einfaldlega eftir agndofa!!!  Gat það virkilega verið að það sem ég sá og heyrði á upptökunum hefði virkilega gerst með þeim hætti sem upptökurnar sýndu og skjölin - öll sem eitt - studdu?  Gat það virkilega verið að embætti sýslumannsins í Reykjavík ynni sem einskonar "stimpilstofnun" fyrir lánadrottna þessa lands, sinnti ekki rannsóknar- eða leiðbeiningarskyldum sínum gagnvart gerðarþola og gengi ekki úr skugga um lögmæti framlagðra krafna, gagna og skjala í málum er varða aleigu almennings, heimili þess og barna þeirra og já jafnvel ævistarf?  Nei ég trúði varla mínum eigin augum né eyrum þegar ég sá, heyrði og las það sem Sturla lagði á borðið fyrir framan mig!  Ég eiginlega lifði áfram í þeirri afneitun sem ég - og sjálfsagt margir, margir aðrir hafa lifað í til þessa.  Kerfið hlýtur að starfa rétt!  Kerfið hlýtur að gæta - hlutlaust - hagsmuna allra sem til þess leita!  Kerfið hlýtur að standa vörð um þá sem minna mega sín gagnvart ofurefli bankakerfisins!  Kerfið hlýtur að gæta - af hlutleysi - laga og réttar allra málsaðila!  Kerfið hlýtur að sinna leiðbeiningarskyldum sínum o.s.frv!

Mér varð satt best að segja verulega brugðið að sjá, heyra og lesa það sem fram fór þegar fyrsta nauðungarsala á heimili Sturlu fór fram!

Í mínum huga hafði kerfið einfaldlega brugðist á allan mögulegan og ómögulegan hátt!

Sturla tjáði mér einnig á umræddum fundi að hann hefði kært gjörning sýslumanns til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, í þeirri von að þar á bæ myndi kerfið vakna af Þyrnirósarsvefni sínum og eitthvað  yrði gert til að leiðrétta þau rangindi sem unnin höfðu verið gegn svo mörgum fjölskyldum þessa lands.  Allt kom fyrir ekki - kæru Sturlu var vísað frá án rannsóknar og á þeim forsendum að um einkamál værii að ræða.  Allt í raun og veru mjög skiljanlegt þar sem það er einfaldlega ekki hlutverk lögreglu að rannsaka einkamál.  En stöldrum nú aðeins við hér eitt augnablik þar sem Sturla benti á í kæru sinni að hér væri mögulega á ferðnni brot gegn 130. gr. almennra hegningarlaga sem og mögulegra brota gegn nauðungarsölulögum o.fl.  Hér hefði kerfið átt að staldra aðeins við og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að setja málið í frekari skoðun (rannsókn) til að kanna hvað hævt væri í kæru Sturlu á hendur embætti sýslumannsins í Reykjavík en nei kærunni var umsvifalaust vísað frá - án allrar rannsóknar - þar sem hér væri um að ræða einkamál (skuldaskil) en ekkert litið til mögulegra og kærðra hegningarlagabrota.  Sama sagan var uppi á teningunum þegar Sturla leitaði til Ríkissaksóknara með kæru sína.

Ég kynnti mér málið enn frekar eftir tvo aðra fundi með Sturla og tveimur öðrum einstaklingum sem höfðu sömu eða svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við sýslumenn þessa lands.  Það var ekki um villst, sýslumenn einfaldlega (m.v. þau dæmi sem ég hef séð) uppfylla hvorki rannsóknar- né upplýsingaskyldur sínar gagnvart gerðarþolum er viðlýtur nauðungarsölur.  Þeir virðast, því miður, taka og stimpla fram og aftur, algerlega án nokkurrar gagnrýninnar skoðunar, skjöl frá meintum skuldareigendum og það án þess að kynna sér skuldaskilmála þeirra lána sem kröfur bankanna byggjast á t.a.m. um framsal skulda á milli kennitalna (bankastofnana) o.fl. í þeim dúr.  

Ég efast ekki um það eitt augnablik að Sturla Hólm Jónsson skuldar einhverjum banka einhverjar upphæðir vegna t.d. húsnæðiskaupa.  Það eru sennilega afar fáir Íslendingar sem ekki skulda einhverri lánastofnun einhverjar fjárhæðir vegna húsnæðiskaupa, atvinnurekstrar o.s.frv.  Sturla Hólm Jónsson verður hinsvegar, líkt og ég og hver annar Íslendingur, að geta treyst því að rétt sé að málum staðið þegar sýslumenn sýsla með það að selja ofan af fólki eigur þess og húsnæði.  Sturla Hólm Jónsson, líkt og ég og hver annar Íslendingur, verður að geta treyst því að sýslumenn gæti hlutleysis í sýslunarathöfnum sínum og "rannsaki" jöfnum höndum atriði - af fyllsta hlutleysi - er varða "sekt eða sýknu" þess sem í hlut á hverju sinni.  Sýslumenn geta ekki leyft sér það að taka - gagnrýnilaust - við hvaða pappírum sem er frá lánastofnunum og selja í framhaldinu eigur fólks og húsnæði ofan af því.  Skuldareigandi hlýtur að þurfa að sýna fram á það með óyggjandi rökum og skjölum að hann sé réttmætur eigandi þeirrar skuldar sem hann krefst lúkningar á!

Það hlýtur einhver vafi að vera á kreiki einhversstaðar, er kemur að nauðungarsölum, fyrst löggjafinn finnur sig knúinn til þess, oftar en einu sinni, að gera breytingar á lögum um nauðungarsölur, er lúta að því að fresta fullnustu slíkra gerða um margra mánaða skeið hverju sinni!  

Með þetta í farteskinu svaraði ég spurningum útvarpsmannsins Markúsar Þ. Þórhallssonar í morgunþætti Útvarps Sögu s.l. föstudag.  Reyndar var rætt um fjölda mörg önnur atriði í þessu viðtali, en orð mín - með öllum mögulegum og ómögulegum fyrirvörum - er lutu að samskiptum mínum við Sturla Hólm Jónsson, sbr. ofanritað og samskipti hans við embætti sýslumannsins í Reykjavík urðu tilefni sérstakrar yfirlýsingar embættisins þar sem látið er í það skína að ég hafi ekki kynnt mér þetta eða hitta.  Dæmigerð viðbrögð þess sem áttar sig á því að kannski hafi nú ekki allt farið fram skv. orðanna og reyndar laganna hljóðan.  Dæmigerð viðbrögð kerfisins að hjóla í manninn en ekki málefnið!  

Málið er nefnilega það - hvað sem líður óundirritaðri yfirlýsingu sýslumannsins í Reykjavík - að ég hef kynnt mér málið, sem og lögin, afar vel!  

Ef sýslumaðurinn er svo viss í sinni sök, sem yfirlýsing embættis hans ber vott um og - að allt hafi farið fram í máli Sturla Hólm Jónssonar  þegar húsnæði hans var selt fyrstu nauðungarsölu - skv. laganna hljóðan í hvívetna og skv. bestu, réttustu, réttlátustu og löglegustu sýslunarathöfnum við feril slíkra mála eins og löggjafinn, með tilheyrandi lögskýringargögnum, hefur mælt fyrir um hvernig skuli farið með, þá hlýtur sýslumaðurinn að geta gefið út opinbera þinglýsta yfirlýsingu, að viðlagðri persónulegri refsi- og fébótaábyrgð þess efnis að svo sé máli farið gagnvart Sturla Hólm Jónssyni og öðrum, sem þegar hefur verið selt ofan af húsnæði og þeim sem enn eiga eftir að lenda í sömu sporum og Sturla Hólm Jónsson!


Leikritið...

...annar þáttur!!  Nú er hafinn annar, þriðji, fjórði eða ég veit ekki hvaða þáttur reyndar af leikritinu ASÍ vs SA enda kjarasamningar í nánd.  ASÍ segir, SA segir og enginn veit eitt eða neitt fyrr en allt í einu að náðst hefur samkomulag á milli ASÍ og SA um einhverjar tilteknar "ásættanlega launahækkanir" í ljósi bágrar efnahagsstöðu þjóðarinnar.  Við megum jú ekki gleyma því að við erum ekki enn komin út úr kreppunni miklu og það skiptir sköpum að almúginn - á rétt um 200.000,- kr. mánaðarlaununum - herði nú sultarólina enn einu sinni þ.a. þjóðfélagið fari ekki á hliðina í óðaverðbólgu og víxlverkana kaup- og verðlagshækkana.  Hversu oft hefur ekki þessi söngur hljómað í eyrum landsmanna?

Það gefur alveg augaleið - sér það reyndar hver einasti heilvita og -hugsandi maður að það er ekki hægt að hækka laun hinna lægst launuðu um einhver tugi prósenta en það gerir hinsvegar ekkert til að hækka laun hinna hæstlaunuðu um sem nemur mánaðarlaunum hinna lægstlaunuðu pr. mánuð!!  Það verða jú allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og menn (og konur líka) verða að átt sig á því hinir hæstlaunuðu bera jú gríðarlega mikla ábyrgð............

Mikið ofboðslega er þetta orðin þreytt tugga, satt best að segja!  Svo þreytt að hún er, hverjum heilvita og -hugsandi manni, orðin nánast sú mýta að allir eru farnir að trúa tuggunni!!!

Ég held því miður - hef reyndar orðið uppvís að ákveðnum misskilningi áður, sbr. síðustu færslu mína varðandi Harmageddon - að komandi haust og vetur verði "kjarnorkuvetur" kjarasamninga með verkföllum og miklum látum.  Ríkisstjórnin hefur, því miður, vakið þvílíkar væntingar í tengslum við afskriftir skulda almennings (hálfgerða Barbabrellu) - sem hún n.b. var kosin út á - að ef ekki fer að sjást til lands í þeim efnum nú strax á haustmánuðum muni hér sjóða upp úr í svipuðum dúr og gerðist í hinni "margfrægu" og "-umtöluðu" Búsáhaldabyltingu árin 2008 og 2009....  Hvað þá???  Hvoru megin línunnar skyldu Íslendingar standa þá??


Er það byrjað?

Getur það verið að átökin miklu á milli Islam og Kristni séu byrjuð núna?  Átökin sem leiða munu til enda veraldar (harmageddon) árið 2012?  Af fréttum að dæma og þeim ósköpum sem gengið hafa á í islamska hluta veraldarinnar virðist ýmislegt benda til þess að svo gæti verið að harmageddon sé á næsta leiti.  Þannig heyrast af því fréttir að ráðist sé á sendiráð Bandaríkjanna (BNA) í ýmsum löndum islamska hluta heims okkar í kjölfar einhverrar myndar þar sem það er fullyrt að hæðst hafi verið af Múhammeð spámanni!  Nú verð ég að játa það að þessa tilteknu mynd hef ég ekki séð en myndirnar, sem ollu öllu heimsins fjaðrafoki á sínum tíma og Jyllands Posten birti þar sem fullyrt var að Múhammeð spámaður hafi verið birtur í miður skemmtilegu ljósi sá ég.  Skyldi reyndar ekki fjaðrafokið í kringum myndbirtingar Jyllands Posten en skv. Islam mun vera bannað að "birta myndir" af Múhammeð spámanni.  Vandinn við þetta bann er það í raun að það tekur aðeins yfir þá sem eru Islamstrúar þ.a. "trúvillingar" geta í raun gert það sem þeim sýnist í þessum efnum!  Bannið um myndbirtingar af spámanninum getur aldrei átt við þá sem ekki eru Islamstrúar! 

Þetta dregur okkur að kjarna málsins - Islamistum og Naivistum!  Islamistar eru þeir sem ætlast til þess að Islam sé í hávegum haft í þeim þjóðfélögum sem þeir koma sér fyrir í - óháð því hvort þau þjóðfélög, sem þeir ákveða að koma sér fyrir í eru kristin, búddista, hindústa eða hvaða önnur trú sem vera kann í viðkomandi þjóðfélagi.  Naivistar eru hinsvegar þeir, í þessu samhengi, sem leyfa sér að að láta Islamistana vaða uppi í sínum samfélögum og þora aldrei að láta í sér heyra um málefni líðandi stundar!  Láta vaða yfir þau gildi sem viðhöfð eru í þeirra samfélögum og hafa verið við lýði um árhundruð eða þúsundir! 

Maður er manns gaman segir einhversstaðar!  Það þýðir hinsvegar ekki það að "gestir" hér á landi eða hvar sem er geti krafist þess að gestgjafarnir beygi sig að vilja gestanna í hvívetna!  Á mínu heimili og í mínu landi gilda mínar reglur, siðir og trú.  Þú ert velkominn hingað en þú skalt aðlagast mér og okkur - ekki ég og mínir þér og þínum!!

Kom þú fagnandi gestur góður en gættu að þér að á mínu heimili gilda mínar reglur - ekki þínar!!!


Björguðum Íslandi!!!

Mikill er máttur Steingríms í þessum efnum!!  Honum tókst að "bjarga Íslandi" út úr "kreppunni"!!  Það er afar gott ef svo er og ætla ég alls ekki að véfengja né gera líið úr Steingrími!. Steingrímur virðist hinsvegar ekki gera sér alveg grein fyrir því að heimsbyggðin ÖLL stefnir hraðbyrði í það sem kallað hefur verið "double dip recession" m.a. vegna Evrópusambandsríkjanna Griklands, Ítalíu, Portúgala og Spáns.


Um hvað...

...snýst málið?  Um hvað fjallar ríkisstjórn Íslands?  Hver er vandinn?

Málið snýst um hljóðupptökur af fundum ríkisstjórnar Íslands, sem núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega sett fram sem eitt af sínum "prinsippmálum" - hvers vegna þá ekki að samþykkja pakkann eins og hann var lagður fram? 

Á fundum í "reykfylltum bakherbergjum" þar sem engar hljóðupptökur fara fram eru sagðir ýmsir hlutir sem meðlimir ríkisstjórnar Íslands hefðu - væntanlega - ekki sagt ef engin hljóðupptaka hefði verið af fundinum, eða hvað'

Gert var ráð fyrir því í lögunum að hljóðupptökurnar yrðu ekki gerðar "opinberar" fyrr en að þrjátíu árum liðnum frá viðkomandi fundi!

Ríkisstjórn Íslands fjallar um landsins gagn og nauðsynjar - flóknara er það, væntanlega, ekkí.  Það veltir þá upp þeim einföldu spurningum - Hver er leyndin?  Af hverju stafar þessi leynd?  Af hverju þarf að fresta gildistöku þessa ákvæðis?  Er eitthvað leyndarhjal í gangi á fundum ríkisstjórnar Íslands?  Er eitthvað, sem þar fer fram, sem þolir ekki auglit almennings að þrjátíu árum liðnum frá því að viðkomandi fundur var haldinn?

Getur verið að vandinn sé einfaldlega sá að það sem fram fer á fundum ríkisstjórnar Íslands þoli ekki dagsins ljós?

Spyr sá sem ekkert veit í sinn haus...........................


mbl.is „Arfavitlaust"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefnasalar...

...eru aumingjar og morðingjar - flóknara er það ekki!!!  Þeir einstaklingar sem ákveða það með sjálfum sér að selja börnum okkar ávana- og fíkniefni, í hvaða merkingu þeirra orða (fíkniefni) sem hverjum finnst við hæfi - eru einfaldlega aumingjar, dusilmenni og morðingjar!!!!

Það að selja ólögleg ávana- og fíkniefni t.d. kannabisefni, amfetamín, kókaín, heróin (og afleiður þess), e-pillur, sýru (LSD), læknadóp o.s.frv. er einfaldlega það að standa í því að myrða fólk og fjölskyldur.

Allir þeir einstaklingar sem ánetjast hafa hverskonar ávana- og fíkniefnum í gegnum tíðina eru börn foreldra sinna, barnabörn ömmu og afa sinna og yndislegir einstaklingar sem afvegaleiðst hafa fyrir "gylliboð" drullusokka, aumingja og morðingja!!

Fíkniefnadjöfullinn spyr ekki að kynstofni, stöðu, lit eða stétt.  Honum og sölumönnum hans er fjandans sama um þá einstaklinga sem honum ánetjast.  Honum og sölumönnum hans er fjandans- og skítsama um afleiðingar gjörða sinna.  Honum og sölumönnum hans er slétt sama um þá eymd og sorg sem þeir valda með athæfi sínu.  Fíkniefnasalar eru eiturbyrlarar!!!

Fíkniefnasalar eru aumingjar og morðingjar og ber að sækja til saka sem slíka!!! 


Hvar eru...

..."Raddir fólksins" núna?  Hvar eru raddirnar sem hrópuðu hvað hæst "Vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn.....".  Hvað er að gerast á landinu bláa í dag?

Bankar bera út fjölskyldur úr húsum sínum!  Einstaka sinnum birtist eitthvað sem kallað er "heimavarnarlið" og hreytir fúkyrðum í lögreglumenn og jafnvel efnir til átaka við laganna verði, sem enn og aftur þurfa að standa vaktina lögum skv., þ.a. fulltrúar sýslumanna geti borið saklaus fórnarlömb hrunsins og eftirmála þess út úr híbýlum sínum.  Lögreglumenn sem enn og aftur þurfa að standa á milli í deilum þjóðarinnar við "valdhafa" hennar.

Lausnirnar eru engar aðrar en að koma hræjum banka og sparisjóða til aðstoðar með milljarða útgjöldum úr vösum skattgreiðenda - þjóðarinnar sem borin er á torg og fórnað til dýrkunar Mammon!

Veruleikafirrtur forsætisráðherra, í sínum fílabeinsturni, talar til þjóðarinnar eins og hún sé samansett af fávitum og segir fólksflótta Íslendinga til fjarlægari stranda ekkert meiri en í meðalári, líkt og Gissur komst svo "skemmtilega" að orði í Íslandi í bítið í morgun (14. des. 2011) á Bylgjunni (http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=8168).

Forsetinn í enn einu "Drottningarviðtalinu" og eignar sér heiðurinn.

Heimurinn er hreint út sagt dásamlegur þegar öllu er á botninn hvolft.

Lengi lifi Ísland!!!


mbl.is CBC Radio: Forsetinn bjargaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikritið heldur áfram...

...í boði SA og ASÍ, sem koma nú fram hvert á fætur öðru, blása í lúðra og segja ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði á vormánuðum 2011.  Nú eru ekki nema örfáir dagar, í raun, í það að endurskoðunarákvæði kjarasamninganna verða virk sem, ef svo fer fram sem horfir og m.v. málflutning þessarar samtaka, ætti að verða til þess að kjarasamningum verði sagt upp nú í janúar / febrúar komandi.  En viti menn.  Ætli það verði ekki líkt og áður að SA og ASÍ fallast í faðma á lokasprettinum og segi sem svo að allt sé í blóma, ríkisstjórnin hafi "staðið við sitt" með einhverjum "lokaloforðum" og kjarasamningar halda allt fram að næstu endurskoðun sem fyrirhuguð er árið 2013!

Ég heyrði í einum málsmetandi manni um daginn, sem allmikið vit hefur á atvinnuleysisstigi á Íslandi (sennilega meira vit en nokkur annar) og spurði þennan mæta mann að því hvert raunverulegt atvinnuleysisstig væri á Íslandi ef tekið væri tillit til allra þeirra Íslensku ríkisborgara sem flutt hafa af landi brott til að leita sér að vinnu utan Íslands.  Það stóð ekki á svarinu - atvinuleysið væri að lágmarki 10%!!!!!!  Hér berja menn og konur sér á brjóst og segja atvinnuleysið ekki nema um 7% en nefna í engu þann fjölda íslenskra ríkisborgara sem flutt hafa af landi brott til að afla sjálfum sér og fjölskyldum sínum viðurværis!  Segja atvinnuleysi á undanhaldi en gleyma með öllu - eða öllu heldur kjósa ekki - að horfa til þeirrar staðreyndar að gríðarlegur fjöldi íslenskra ríkisborgara hafa flutt héðan í leit að betri tækifærum í "útlöndum".  Margir hverjir munu sennilega aldrei koma aftur hingað til landsins og á meðan mun landi og þjóð blæða þegar kemur að hátæknimenntuðum einstaklingum sem og minna menntuðum sem allir eru jafn nauðsynlegir sem einstaklingar til að okkar annars ágæta samfélag þrífist.

Það verður virkilega spennandi að fylgjast með faðmlögum SA og ASÍ í janúar / febrúar n.k. þar sem þessi samtök munu, væntanlega, lýsa því yfir að allt hafi gengið að óskum, ríkisstjórnin hafi staðið við sitt - eða lofað ofan á loforðin að standa við sitt - og kjarasamningar muni halda.


mbl.is Slæmar horfur í atvinnulífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírsverðmæti...

...hrynja í verði í hverri kauphöllinni á fætur annarri um þessar mundir.  Spánn logar í óeirðum - http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/08/05/atok_a_gotum_madridar/ - sem og Grikkland.  Eflaust munu fleiri Evruríki fylgja í kjölfarið t.d. Portúgal og Ítalía, sem riða á barmi greiðslufalls (gjaldþrots).  Leiðtogar G-7 hafa "áhyggjur", eðlilega, en allt bendir til að við séum nú að upplifa það sem kallað hefur verið "double-dip recession" (http://en.wikipedia.org/wiki/Recession_shapes).  Síðast þegar við sáum viðlíka ástand í efnahagsmálum Evrópu og Bandaríkjanna, spratt fram á sjónarsviðið maður nokkur Adolf Hitler að nafni, sem hreif með sér þýsku þjóðina í nafni þjóðernis-sósialisma (national socialism)

Hvað framtíðin ber í skauti sér nú er erfitt að sjá fyrir um en hitt er nokkuð ljóst orðið að lítið eða ekkert getur komið í veg fyrir mjög alvarlega KREPPU á fjármálamörkuðum og jafnvel enn verra ástand en skapaðist á haustmánuðum 2008!!


mbl.is 2200 milljarða tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er oft...

...ótrúlegt að rifja upp hvað þessir háu herrar hafa sagt áður en þeir þurftu sjálfir að fara að glíma við þann vanda sem ekki blasti við þeim að leysa á sínum tíma en gerir nú "allt í einu" eftir að þeir settust á "valdastólana".

Tenglar á bæði álitin eru hér fyrir neðan en fyrra nefndarálitið (2. minni hluti) er frá 3. desember og það seinna (2. minni hluti) er frá 5. desember 2008.  Í fyrra álitinu er, því miður, engar "krassandi" fyrirsagnir líkt og eru í því seinna.  Álitin í heild sinni eru afar athyglisverð aflestrar, svo ekki sé meira sagt:


mbl.is Lilja rifjar upp orð Steingríms um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband