27.11.2010 | 17:31
Hvað veldur...
...dræmri kjörsókn í þessari annars nýstárlegu tilraun til að breyta Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands nr. 33. 17. júní 1944?
Gæti það verið að kjósendur hafi hreinlega engan áhuga á því að breyta Stjórnarskránni?
Gæti það verið að kjósendur hafi áttað sig á staðreyndum málsins þ.e.a.s. að það skiptir í raun engu máli hvað Stjórnlagaþing leggur fram, að afloknum störfum, endanleg útfærsla Stjórnarskrárinnar liggur í höndum Alþingis Íslendinga og þeirra misvitru einstaklinga sem þangað hafa verið kosnir?
Gæti það verið að kjósendur hafi áttað sig á því að Stjórnarskráin er ekki vandamálið heldur þeir sem kosnir hafa verið til að "véla" með framtíð lands og þjóðar á Alþingi Íslendinga?
Gæti það verið að kjósendur hafi áttað sig á því að STÓRA vandamálið er sjálft Alþingi Íslendinga og þeir misvitru eintaklingar sem ratað hafa þangað inn?
Stórt er spurt og eflaust verður fátt um svör enda er ég ekki að æskja svara við þessum spurningum heldur einungis að velta þeim hér upp, í von um að kjósendur spyrji sjálfa sig þessara spurninga.
Að öllu ofanrituðu slepptu er það ljóst að hver einasti kosningabær Íslendingur á ALDREI að láta það hjá líða að taka þátt í kosningum. Séu kjósendur í vafa um hvern skal kjósa er altént hægt að skila AUÐU og þar með láta hug sinn í ljós!!
Dræm kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2010 | 16:21
Verðmæti hverfa!
Þetta er nokkuð athyglisverð frétt, svo ekki sé meira sagt! Fréttir hafa verið fluttar af atvinnuleysi á Íslandi í þó nokkurn tíma og er þá horft á opinberar tölur í því samhengi. Það sem hinsvegar vekur athygli mína, og hefur gert um langan tíma, er sú staðreynd að það er enginn fréttamaður að fjalla um þessar tölur (um fjölda atvinnulausra) í samhengi hlutanna! Það vill segja að það er enginn fréttamaður á einum einasta fjölmiðli landsins að skoða heildarmynd hlutanna þ.e.a.s. fjöldi skráðra atvinnulausra á Íslandi vs. og með fjölda þeirra sem hafa flutt af landinu frá hruni!!! Mér segir svo hugur að velflestir (alls ekki allir) sem héðan hafa flutt í kjölfar bankahrunsins væru annars á opinberum skrám yfir atvinnulausa Íslendinga!
Það væri fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, ef einhver fjölmiðlamaðurinn setti sig í þann gírinn að skoða þetta heildarmengi og flytti fréttir af "raunverulegu" atvinnuleysisástandi á Íslandi í stað þess að grípa hráar tölur frá opinberum aðilum og flytja þær fréttir!
Verðmætasta fólkið að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 17:11
"Drápa"
Ég fékk ábendingu, í gegnum Fésbókina, um nýtt tónlistarmyndband Magnúsar Guðmundssonar (Þeysara) sem ber heitið "Drápa". Deildi myndbandinu, að sjálfsögðu, samstundis á Fésbókarsíðunni minni. Textinn er eftir Magnús sjálfan en lagið eftir Bobby Russell. Texti lagsins, sem að mínu mati er hrein og tær snilld fjallar um hrunið og hefur tekist einstaklega vel til með mynbandið við lagið.
Ég hef gert töluverða leit að texta lagsins á netinu en ekkert orðið ágengt í þeirri leit minni. Því gerði ég mér lítið fyrir og marghlustaði á lagið um leið og ég skrifaði niður textann. Ég vona að Magnús fyrirgefi mér að setja hann hér inn....
"Drápa"
Hey, já!
Við áttum eitt sinn gjaldgengt land
Með fjallakrikum og eyðisand
En örfáir aðilar, sigldu því í strand, strand, strand.
Okkur fávísum Frónbúum þótti það svalt
En einn góðan veðurdag hrundi allt
Spekingar sögðu heimsins gengi svo valt, valt, valt.
Undrabörnin í bönkunum
Sátu í djúpum þönkunum
Með starfsemi í útlöndum og fullar hendur fjár.
Ef þú kaupir í mér, kaupi ég í þér
Og síðan kaupi ég í sjálfum mér
Og svo, yfirgefum við þetta volaða sker.
Viðlag
Þennan dag var þjóðin dæmd í hlekki
- Sjúbb, sjúbb, ah-úh
Og komandi kynslóðir fengu þennan arf
- Sjúbb, sjúbb, ah-úh
Meðan sekir menn um götur frjálsir ganga.
- Sjúbb, sjúbb, ah-úh
Munu ófæddu börnin borga það sem þarf
Bankann Finnur fékk fyrir slikk
Þessi ráðherra fólksins kunni þau trikk
Sagði þau besta vera, fyrir þjóðarhag.
Johnny Boy, Hannes og Pálmi í Fons
Fjárfestu fyrst bara pínupons
Þó aðallega í sjálfum sér, Sterling og aftur í Fons.
Fyrir Sigurjón Þ. og Halldór K
Sigga Einars og Hreiðar Má
Lítið fæst, taldar eignir eru ei lengur á skrá.
- Og koma svo...
Viðlag
Bjarni Ármanns og allt hans lið
Í fjármálum boðaði nýjan sið
Að gera skil, væri óábyrg meðferð á fé.
En Bjöggarnir gerðu eins og hann
Féð allt til þeirra rann en brann
Það sem eftir er, kannski finna má, á Cayman.
Viðlag tvítekið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2010 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 20:00
Pælingar...
...pælingar, pælingar...
Nú hefur litið dagsins ljós skýrsla þingmannanefndar sem falið var það hlutverk að "rýna" skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og eftir atvikum meta það og gera tillögur um hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafi, með athöfnum sínum eða athafnaleysi, orðum eða orðaleysi, gjörðum eða gjörðaleysi o.s.frv., gerst brotlegir eða ekki við lög er varða ráðherraábyrgð. Það vill segja hvort ráðherrum í ríkisstjórn Íslands í aðdraganda og eftirmála hrunsins hefði mátt vera það ljóst, að viðlagðri refsiábyrgð, að hvað það sem þeir sögðu eða sögðu ekki, gerðu eða gerðu ekki o.s.frv. hefði mögulega getað bakað þeim refsiábyrgð að lögum. Eða hvað?
Í ljósi ofangreinds; skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis; skýrslu þingmannanefndar sem falið var það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis; þingsályktunartillagna sem komið hafa fram í kjölfar skýrslu þingmannanefndarinnar; stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33 frá 1944; almennra hegningarlaga; sakamálalaga og þeirra gríðarlegu almannahagsmuna, fyrir íslensku þjóðina, sem hér um ræðir, eftirfarandi ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands...:
2. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið [...]."
11. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá er störfum hans gegna [...]."
13. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt [...]."
14. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum [...]."
17. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni [...]."
54. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Heimilt er alþingisþingmönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu."
og með hliðsjón af tilskipun nr. 82 frá 1943 um starfsreglur ríkisráðs...
...velti ég fyrir mér eftirfarandi:
- Hvernig má það vera að nokkur(rir) ráðherra(r) þeirra(r) ríkisstjórna(r), sem starfaði (störfuðu) í aðdraganda og eftirmála hrunsins getur (geta) verið undanskilinn (undanskilnir) ábyrgð?
- Hvernig má það vera að forseti hins íslenska lýðveldis getur verið undanskilinn ábyrgð?
- Er það virkilega svo að það að vera kjörinn til áhrifa, fyrir hönd þjóðarinnar, getur undanskilið þig ábyrgð á þeim grunni að "þú hafir ekki vitað hvað var að gerast."?
- Er nóg fyrir mig að segja, hafi ég verið kjörinn þingmaður og í framhaldi af því "valinn" ráðherra að ég hafi "bara" verið samgönguráðherra og þess vegna "bara" átt að fylgjast með samgöngumálum?
- Er nóg fyrir mig að segja, hafi ég verið kjörinn þingmaður og í framhaldi af því "valinn" ráðherra að ég hafi "bara" verið utanríkisráðherra og þess vegna "bara" átt að fylgjast með því sem var að gerast utan Íslands og hagsmunum Íslands í þeim efnum?
- Er nóg fyrir mig að segja, hafi ég verið kjörinn þingmaður og í framhaldi af því "valinn" ráðherra að ég hafi "bara" verið dóms- og kirkjujmálaráðherra og þess vegna "bara" átt að fylgjast með því sem var að gerast í dóms- og kirkjumálum...... o.frv?
Ég segi NEI!!! Mér hugnast ekki slíkar "skýringar"! Mér hugnast það ekki að sá / sú sem kjörin/n er til áhrifa í íslensku þjóðfélagi, hvort sem það er þingmaður eða ráðherra geti leyft sér það að segja eða hugsa "Ég á "bara" að fylgjast með þessum eða hinum málaflokknum"!
Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnar, rétt eins og stjórna fyrirtækja, að gæta að hagsmunum "eigenda" - í þessu tilviki íslensku þjóðarinnar! Það hlýtur að vera hlutverk ALLRA ráðherra að fylgjast með ÖLLU ÞVÍ sem er að gerast hverju sinni sem haft getur áhrif til þess að hagsmunir þjóðarinnar séu í hættu og bregðast við þeirri hættu með "viðeigandi ráðstöfunum". Viðeigandi ráðstafanir gætu í því tilviki sem hér um ræðir, hafa verið fólgnir í því að kalla eftir fundum í ríkisstjórn eða eftir atvikum ríkisráði þar sem Forseti Íslands stjórnar fundum. Var slíkt gert? Töldu menn sig ábyrgðarlausa af athöfnum eða athafnaleysi ríkisstjórnar Íslands í skjóli þess að þeir hafi "bara" verið ráðherrar tiltekinna málaflokka? Töldu þingmenn sig ábyrgðarlausa af athöfnum eða athafnaleysi ríkisstjórnarinnar (ríkisstjórnanna) vegna þess eins að þeir voru "bara" þingmenn og vissu ekkert hvað var að gerast? Fyrir mér lýtur málið þannig út! Fyrir mér er þetta enganvegin ásættanleg niðurstaða! Fyrir mér blasir að þurfa að taka á mig ómæld útgjöld vegna þess eins að einhverjir einstaklingar, sem sjálfviljugir buðu sig fram til áhrifaembætta fyrir mína hönd og þjóðarinnar, gerðu eða gerðu ekki það sem í þeirra valdi stóð til að afstýra því áfalli sem yfir mig og þjóðina dundi haustið 2008! Fyrir mér er niðurstaða þingmannanefndarinnar sem falið var það hlutverk að "rýna" skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis VONBRIGÐI!!!!!
Áfall að ekki náðist samstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2010 | 17:07
Dettur...
...einhverjum það virkilega í hug að ráðherrar eða þingmenn verði ákærðir fyrir athafnir eða athafnaleysi sitt í hruninu eða aðdraganda þess?
Nefndin, sem falið var að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþingis, er þríklofin í afstöðu sinni. Segir það ekki allt sem segja þarf?
Nú mun það koma í ljós, sem ég hef áður haldið fram (að vísu ekki hér á þessari bloggsíðu), hver viðbrögð almennings verða við útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis. Nú mun það koma fram hvort almenningur sættir sig við það að, enn eina ferðina, að láta allt yfir sig ganga. Nú mun það koma fram hvort almenningur sé sáttur við það að "borga brúsann". Nú mun það koma fram hvort almenningur stendur með sjálfum sér og sinni framtíð. Nú mun það koma fram hvort almenningur sé sáttur við "skjaldborgina". Nú mun það koma fram hvort almenningur láti það yfir sig ganga að eintaklingar, sem kosnir eru til áhrifastarfa í þjóðfélaginu, geti gengið frá borði eins og ekkert hafi gerst. Nú mun það koma fram hvað Alþingi telji felast í orðinu "ábyrgð".
Ég bíð spenntur en veit svo sem ekki með aðra.....
Skýrslan kynnt í þingflokkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2010 | 11:17
Það var...
...og!!! Dómur Hæstaréttar Íslands er orsakavaldurinn hér, að mati stjórnenda fyrirtækjanna Askar Capital og Avant. Þetta segir mér það einfaldlega að hækkanir lánanna, vegna gengishrunsins, hafi verið færðar strax inn í bókhald þessara fyrirtækja sem "eignir", sem aftur gæti sagt mér það að staða þeirra hafi verið þannig í raun að þau hafi verið löngu hrunin, hvað sem dómi Hæstaréttar líður! "Eignaaukningin" sem birtist í bókum þeirra við hrun krónunnar varð þess hinsvegar valdandi að þau gátu sýnt fram á betri eignastöðu en ella.
Það var áhugavert að hlýða á viðtölin við Benedikt Árnason, forstjóra Askar Capital í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi:
Í viðtalinu á Stöð 2 sagði hann m.a. eftirfarandi:
Það má segja að stóra höggið hafi verið við gengisdóm Hæstaréttar að, að þá rýrnuðu eignir félagsins um, um helming og án þess að, að skuldir hafi breyst á móti.
Athyglisvert þetta, verð ég að segja!! Er þetta ekki nákvæmlega það sem hefur verið að gerast hjá stórum hópi Íslendinga í kjölfar hrunsins? Eignir hafa rýrnað um hundruð þúsunda eða milljónir, án þess að skuldir hafi breyst á móti!! Ofan í þetta hefur það einnig gerst, hjá stórum hópi Íslendinga, að tekjutap hefur einnig orðið með minnkandi launum, atvinnumissi, hækkandi framfærslu, sem aftur leiðir af sér hækkandi vísitölur, sem aftur leiðir af sér hækkandi lán, sem aftur leiðir af sér...... o.s.frv.......
Er ekki hættan orðin sú, sem við stöndum frammi fyrir nú, að hér verði það sem á útlensku er kallað "Double Dip Recession"? (http://www.investopedia.com/terms/d/doublediprecession.asp, http://en.wikipedia.org/wiki/Double-dip_recession#W-shaped_recession)
Hvað verður svo framhaldið?
Nú hefur það verið að gerast, sem gerðist í aðdraganda og kjölfar hrunsins 2008: aukin mótmæli (með búsáhöldum), mótmælafundir og................hvað svo? Annað haust og vetur 2008 - 2009??
Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.7.2010 kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2010 | 23:42
Móðir jörð...
..lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn!! Af hverju ætti hún að taka tillit til afmælis- og dánardægra einhverra þjóðhöfðingja? Mannlegra vera sem engu máli skipta í tímans tári!! Af hverju ætti hún að hugsa til okkar mannanna? Af hverju ætti hún að spá í það hvort hvort eldgos hér eða þar hefðu einhver áhrif á mannanna verk eða plön?
Nei, hún ætti ekkert að vera að spá í það!! Hún ætti eingöngu að vera að spá í það hvað henni er fyrir bestu hverju sinni! Hún ætti eingöngu að vera að spá í það hvernig við, mannfólkið, umgöngumst hana og láta okkur jafnframt vita ef við umgöngumst hana ekki af tilhlýðilegri virðingu, líkt og hún er að gera í dag. Hún ætti eingöngu að vera að spá í það hvað henni, og þá jafnframt okkur mannfólkinu, er fyrir bestu hverju sinni!!
Um áraraðir höfum við, mannfólkið, dýrkað Mammon og allt sem honum fylgir. Við höfum, gegndarlaust stigið dansinn í kringum gullkálfinn. Við höfum tilboðið falsguði! Við höfum afneitað trúnni í von um bjartari og betri tíð undir merkjum ýmissa stjórnmálaafla og hreyfinga!
Móðir jörð hefur kveðið upp sinn dóm!! Hingað og ekki lengra!!! Nú skuluð þið, mannfólkið, taka höndum saman og koma ykkur á réttan kjöl. Þið skuluð hætta þrætum og þrautum og sættast á það að, hverjum og einum ykkar, er rétt að lifa við mannsæmandi skilyrði. Vinnið saman!!!
Ísland ofarlega í huga ferðalanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 13:12
Misskilningur...
...Þeir kunnu ágætlega að koma fyrir sig orði sagnahöfundar okkar í denn eða eins og segir í 21. kapitula Laxdælu..."Það vil ég að þeir ráði sem hyggnari eru; því verr þykir mér að oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman." og í Hungurvöku..."...á einn veg reyndist það ávallt að eiga undir mörgum heimskum, er einn vitur maður má vel fyrir sjá með stillingu."
Svo mörg voru þau orð og aldeilis ekki byggð á misskilningi...
Bréf byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 23:26
Hverjir...
...voru það það sem fundu það hjá sér að segja já við þessari hörmung? Það væri fróðlegt að sjá einhvern kannast við það að hafa greitt JÁ við þessari skömm!!
Ég sagði NEI!!!
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2010 | 12:49
Þetta er...
...allt saman hið undarlegasta mál, svo ekki sé meira sagt, í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda s.s. um "glæsilega niðurstöðu", það eina sem hægt hafi verið að gera í stöðunni, best að koma þessu frá sem fyrst á þeim forsendum sem þá lágu fyrir, ekki hægt að fá betri vexti, ábyrgði Íslendinga skýr í þessum efnum, ríkisábyrgð klárlega fyrir hendi og eflaust mæti margt margt fleira tína til hér.
Það standa gríðarlega margar spurningar eftir í þessu máli öllu en stærst þeirra er án efa sú, sem beina ætti til núverandi fjármálaráðherra en hún er þessi að mínu viti:
"Hvað hefur breyst í málinu öllu, frá upphafi þess, sem gerir það að verkum að nú virðist allt í einu vera hægt að semja aftur og af hverju er sú niðurstaða, sem samninganefndin, sem Svavar Gestsson fór fyrir, ekki jafn glæsileg og raun bar vitni?"
Þá mætti einnig hugsa sér að spyrja hann þessarar spurningar einnig:
"Hvar stóð eða stendur það skrifað að ríkisábyrgð sé á skuldbindingum og ábyrgðum innstæðutryggingasjóðsins hér á landi og ef svo er eru þá einhverjar slíkar ábyrgðir fyrir hendi á sambærilegum sjóðum í öðrum löndum EES og ESB svæðisins?"
Fundur hafinn um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |