Enn...

...um ICES(L)AVE...

Ég var að enda við að lesa fínan pistil Óla Björns Kárasonar um gang ICES(L)AVE málsins svokallaða, sem birtur var á fréttavefnum www.amx.is þann 2. janúar s.l. 

Í yfirferð sinni yfir málið kemst Óli Björn að nákvæmlega sömu niðurstöðu og ég og margir fleiri, sem hafa tjáð sig um þetta mál höfum komist að, eftir ígrundaða yfirlegu yfir gögnum málsins, íslenskum lögum, tilskipunum Evrópusambandsins o.fl.

Áhugasamir geta lesið pistil Óla Björns hér http://www.amx.is/pistlar/13038/  Þeir hinir sömu áhugasömu geta einnig lesið ýmsar hugleiðingar mínar um þetta mál hér á þessu bloggi.


Dapurlegt...

...var á að horfa frammistöðu þingmannsins Ásmundar Einars Daðasonar (VG)!!!

Ég var staddur á þingpöllunum í kvöld og fylgdist með atkvæðagreiðslunni um þetta frumvarp.  Ég ætla ekki að tjá mig sérstaklega um það að sinni en bendi áhugasömum lesendum þessa bloggs á að lesa eldri færslur mínar um innstæðutryggingasjóðinn!

Það sem mér þótti aumast af öllu aumu í atburðum kvöldsins.  Aumast af öllu aumu sem ég hef orðið vitni að um langa hríð var að heyra þingmanninn Ásmund Einar Daðason (VG), 9. þingmann Norðvesturkjördæmis, gera grein fyrir atkvæði sínu vegna einnar af breytingatillögum minnihlutans, sem hann, að sjálfsögðu studdi ekki með þeim orðum að hann kæmi EKKI TIL MEÐ AÐ STYÐJA FRUMVARPIÐ Í HEILD SINNI VIÐ LOKAATKVÆÐAGREIÐSLU ÞESS!!  Það var á honum að skilja þarna að hann þyrfti ekki að samþykkja eina af breytingatillögunum þar sem hann kæmi til með að greiða atkvæði gegn þessu skelfilega frumvarpi!!!  Ég hugsaði með mér, rétt sem snöggvast, þarna er loksins annar þingmaður, líkur Ögmundi Jónassyni, sem þorir að fylgja sannfæringu sinni og stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu í málinu!!  Greiða atkvæði í samræmi við það eina sem þingmenn þessarar þjóðar eru bundnir af í vinnu sinni í þágu þjóðarinnar þ.e. 48. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands en þar segir orðrétt: "Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."!

Kom svo að að lokaafgreiðslunni og viti menn!!!!  Þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason GREIDDI ATKVÆÐI MEÐ þessu ömurlega frumvarpi!!!  Þarna voru ekki liðin nema örfá andartök á milli þess sem þingmaðurinn, keikur, stór, sterkur og fullur sannfæringar í samræmi við eigin SANNFÆRINGU, lýsti því yfir að hann myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að hann GREIDDI ATKVÆÐI MEÐ FRUMVARPINU!!!!

Ýmislegt hef ég um dagana séð og marga fjöruna sopið en aldrei, aldrei, nokkurn tíma hef ég séð annað eins "Ragnar Reykáss" heilkenni á ævi minni!!

Heill sé þér Ásmundur Einar Daðason!  Heill sé sannfæringu þinni Ásmundur Einar Daðason!  Heill sé heiðarleika þínum Ásmundur Einar Daðason!  Heill sé þér Ásmundur Einar Daðason!!!

Ég vona innilega Ásmundur Einar Daðason að sannfæring þín í þessu máli, í samræmi við þinn málflutning, gefi þér góða nótt og heilladrjúgt nýtt ár!!!


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokagikkurinn...

...jarðfræðingurinn, kennslu- og uppeldisfræðingurinn og vörubifreiðastjórinn, sem nú er fjármálaráðherra hefur talað sínu máli.  Hin "virta" lögmannsstofa Mishcon De Reya, sem fengin var til að skoða ICES(L)AVE samkomulagið hefur svarað á þann veg að hún (lögmannsstofan) hafi m.a. skoðað gögn, sem enn virðast ekki vera opinber, og snerta ICES(L)AVE samkomulagið.  Lögmannsstofan hefur jafnframt sagt að tekið hafi verið tillit til allra "hliðarsamkomulaga" er tengjast ICES(L)AVE samkomulaginu við álitsgerð lögmannsstofunnar.

Álitsgerðin hefur öll - að ég tel - verið gerð opinber almúganum á Íslandi, m.v. þá frétt, sem hér er undir.  Almúganum, sem ætlað er að borga brúsann. 

Svo virðist hinsvegar vera að ýmis gögn hafi enn ekki verið gerð opinber og einfaldur Íslendingur á borð við mig, getur ekki annað en spurt sjálfan sig, hvaða gögn eru það sem enn hafa ekki verið gerð opinber í þessu máli?  Hvernig stendur á því að núverandi ríkisstjórn, sem stóð fyrir gegnsæi, opinberri umræðu, "allt upp á borðið" og ég veit ekki hvað, gerist ber að því að hafa enn ekki gert öll gögn ICES(L)AVE samkomulagsins opinber?  Hvað er að fela?  Hver er vandinn? Hverra er ábyrgðin?

Eitt er víst að borgunarmenn skuldarinnar eru íslenskir skattgreiðendur, þrátt fyrir þá staðreynd að engin ríkisábyrgð var á einkabönkunum né innstæðutryggingasjóðnum, svo sem ég o.fl. hafa áður bloggað um.  Okkur er hinsvegar ætlað að borga fyrir partýið!!

Ég hef fyrir því áreiðanlegar upplýsingar að ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafi ekki verið ætlað að sjá öll gögn málsins!  Ég hef fyrir því áreiðanlegar upplýsingar að þar á bæ hafi mönnum ekki verið ætlað að fá gögn málsins í sínar hendur!  Ég hef fyrir því áreiðanlegar upplýsingar að þar á bæ hafi öllum verið ætlað að vera sammála, fyrirfram, um niðurstöðu málsins og borið að kjósa um málið eftir því!

Heill þér fjármálaráðherra!  Heill þínum heiðarleika!  Heill þínu gegnsæi!  Heill þinni opinberu stjórnsýslu! Heill þér fjármálaráðherra!


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru...

...íslenskt fyrirtæki, í alvöru íslenskri útrás, með alvöru íslenska sýn á veruleikann!!!!

Hreint út sagt frábært íslenskt framtak í frábæru íslensku fyrirtæki, með frábæra íslenska framtíðarsýn fyrir Ísland og íslenska þjóð!!

Til hamingju Marel með frábæran árangur!!

Loksins góðar fréttir í miðri hringiðu neikvæðra frétta af Íslandi og "íslenskri útrás"!

Gangi Marel allt í haginn!!!


mbl.is Hlutafé Marel eykst um 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert...

...dulið við þessa hótun Evrópusambandins!

Skorar á Alþingi Íslendinga að staðfesta ICE(S)LAVE samninga....að öðrum kosti!!!  Að öðrum kosti hvað?  Jú að öðrum kosti er aðild Íslands að ESB í hættu!!

Undarlegt að tarna að Evrópusambandið skuli vera með íhlutun í innanríkismál (sem vissulega má segja að einnig sé utanríkismál) fullvalda þjóðar með þessum hætti.

Ég bloggaði eilítið um þetta sama mál hér í júlí s.l, þegar utanríkisráðherra Hollands Maxime Verhagen hafði í sömu hótunum við íslenskan starfsbróður sinn, Össur Skarphéðinsson!  Ekkert dulið við þá hótun heldur!

Lét líka gamminn aðeins geysa um þetta mál hér, líka í júlí s.l, en þá var ég að fjalla aðeins um lögin um innstæðutryggingasjóðinn sem sett voru samkvæmt tilskipun ESB nr. 94/19/EC.

Ég lét líka í mér heyra um þetta hér ef þið nennið að lesa!


mbl.is Skora á Alþingi að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og...

...hverjir eru svo stýrivextirnir hér hjá okkur núna?  Þeir áttu, skv. "Stöðugleikasáttmálanum" margfræga, að vera komnir niður í eins stafs tölu FYRIR 1. nóvember s.l!!

Svo virðist sem, allstaðar nema hér á Íslandi, þar sem viðlíka efnahagsþrengingar eru, séu vextir lækkaðir jafnt og þétt og þá, væntanlega, til að koma hjólum atvinnulífsins í gang aftur, líkt og gert er ráð fyrir í áðurnefndum "Stöðugleikasáttmála"!


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í Ungverjalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvilji vs. Þjóðarvilji

Það er með ólíkindum, á stundum, að hlusta á pólitíkusa "ræða" málin!  Þannig fjallaði t.d. Sigmundur Ernir Arngrímsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um "þingviljann" fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu í Silfri Egils, sunnudaginn 15. nóvember. 

Í kjölfar slíkrar umfjöllunar kemst maður ekki hjá því að velta því fyrir sér hvað maður, sem þessi, er eiginlega að fara þegar hann talar um "þingvilja".  Hvað er "þingvilji"?  Í hvers umboði starfar þingið?  Hvernig getur þingið haft einhvern annan vilja en þjóðin í hvers umboði það starfar?

Ég, einfaldur almúgamaðurinn, stóð í þeirri einföldu meiningu að þingið starfaði í umboði þjóðarinnar!  Það er jú þjóðin sem sker úr um það, í kosningum, hverjir fá sæti á þingi!  Það ætti því einfaldlega, að mínu mati, að vera einn vilji í landinu þ.e. þjóðarvilji!!  Þjóðarviljinn, skv. skoðanakönnunum, er eindreginn!  Þjóðin vill ekki inn í Evrópusambandið!!!  Hvernig geta því þingmenn, á borð við Sigmund Erni, leyft sér það að ræða um þingvilja, eins og einhvern sjálfstæðan vilja sem þjóðinni komi ekki við?

Er hann kannski á sömu skoðun og Ingibjörg Sólrún að þjóðin sé í raun ekki þjóðin og viti því í raun ekkert hvað hún vill????


Skuldir...

...hverra við hvern? 

Það er hreint með ólíkindum að lesa fréttir sem þessar þar sem fjallað er um skuldir "þjóðarbús" þessa eða hins landsins.  Það sem jafnan "gleymist" eða "ekki er fjallað um" er hver skuldar hverjum hvað og hvers vegna!! 

Þetta er svipað umræðunni um ICES(L)AVE en þar er talað um að ÍSLENDINGAR skuldi svo og svo mikið vegna tilkomu ICES(L)AVE reikninganna. 

Ég lýsi því hér með yfir að ég skulda hvorki Hollengingum né Bretum túkall!!  Þeir sem fjalla um slíkar skuldir, sem skuldir Íslendinga við "Pétur eða Pál", "Hollendinga eða Breta" eru því ekki að tala í mínu umboði eða nafni!!!


mbl.is Milljón í skuldir á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrnir...

...í augum stjórnvalda "Guðs eigins lands"!!  Þannig er einfaldast að lýsa Hugo Chaves.  Hann hefur þráfaldlega neitað að þýðast stjórnvöld í BNA og fyrir það hefur hann uppskorið "útskúfun" þeirra.  Eitthvað sem, ég held, að hann hafi nákvæmlega engar áhyggjur af enda hefur það sýnt sig í samskiptum hans við þau stjórnvöld og sömuleiðis í vinfengi hans við aldna byltingarleiðtoga þá Castro bræður á Kúbu t.d.

Það sem veldur manni hinsvegar meiri áhyggjum, hafandi fylgst með hernaðaruppbyggingu BNA í Kosovo (herstöðin Bond Steel í suðurhluta Kosovo sem byggð var af fyrirtæki Dick Chaney - Halliburton) er sú einfalda staðreynd, sem fram kemur í fréttinni að BNA muni senn fá afnot af herbækistöðvum í Kólumbíu.

Þeir sem ekki til þekkja eru hvattir til að kynna sér umsvif hers BNA í rómönsku Ameríku og hvernig þau hafa, í gegnum áratugi, rutt hinum ýmsu lýðræðislega kjörnum leiðtogum og stjórnum þeirra úr vegi til að koma fyrir "meira þóknanlegum" leiðtogum.

Lesið www.vald.org


mbl.is ,,Af hverju ekki skriðdreka?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er stjórnlaust...!!!

Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð

 

Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf

 

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"

 

Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut

 

Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert

 

Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf

 
                              Höf: Hallgrímur Helgasson

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband