Þyrnir...

...í augum stjórnvalda "Guðs eigins lands"!!  Þannig er einfaldast að lýsa Hugo Chaves.  Hann hefur þráfaldlega neitað að þýðast stjórnvöld í BNA og fyrir það hefur hann uppskorið "útskúfun" þeirra.  Eitthvað sem, ég held, að hann hafi nákvæmlega engar áhyggjur af enda hefur það sýnt sig í samskiptum hans við þau stjórnvöld og sömuleiðis í vinfengi hans við aldna byltingarleiðtoga þá Castro bræður á Kúbu t.d.

Það sem veldur manni hinsvegar meiri áhyggjum, hafandi fylgst með hernaðaruppbyggingu BNA í Kosovo (herstöðin Bond Steel í suðurhluta Kosovo sem byggð var af fyrirtæki Dick Chaney - Halliburton) er sú einfalda staðreynd, sem fram kemur í fréttinni að BNA muni senn fá afnot af herbækistöðvum í Kólumbíu.

Þeir sem ekki til þekkja eru hvattir til að kynna sér umsvif hers BNA í rómönsku Ameríku og hvernig þau hafa, í gegnum áratugi, rutt hinum ýmsu lýðræðislega kjörnum leiðtogum og stjórnum þeirra úr vegi til að koma fyrir "meira þóknanlegum" leiðtogum.

Lesið www.vald.org


mbl.is ,,Af hverju ekki skriðdreka?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband