16.8.2009 | 01:30
Ísland er land þitt...!!!
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
- Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta mál allt saman!!
Lesið www.vald.org
Mun samþykkja ríkisábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 00:03
Fagnaðarerindið...
...à la "Guðs eigin land" í boði Hillary Clinton:
"Ó þið aumu almúgamenn, við munum nú koma til ykkar með öll okkar tól og tæki í boði Halliburton (http://www.halliburton.com/), Texaco (http://www.texaco.com/portal_default.asp) o.fl. slíkra bandarískra ofurfyrirtækja. Við munum ekki færa ykkur neitt en taka frá ykkur allt, kærar þakkir".
PS - þið megið að sjálfsögðu ekki gá að því hver á öll þessi fyrirtæki, sem munu koma og "hjálpa ykkur" en flest þeirra eru að sjálfsögðu í eigu manna á borð við Dick Cheney, Donald Rumsfeld o.fl. stórnillinga og mannvina af bestu gerð.
Clinton í Angóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 23:18
Dagar...
...8 - 22 (að verða 23) eru liðnir (bráðum heill mánuður) og engin kraftaverk hafa enn átt sér stað þrátt fyrir umsókn okkar um aðildarviðræður við ESB. Gengi krónunnar er enn við sama heygarðshornið. Stýrivextir hafa ekkert hreyfst og fregnir bárust reyndar af því í dag að þeim yrði, mjög líklega, haldið óbreyttum í einum 12% fram á næsta ár. Matvælaverð er enn í hæstu hæðum. Vextir hafa lítið sem ekkert breyst (sjá neðar). Enn er lítið eða ekkert að gerast í því að hjálpa heimilum landsins við að ná endum saman annað en eitthvað sem kallar á meiriháttar atbeina "fjármálasnillinga" í bönkunum - þeirra hinna sömu og komu okkur í allt þetta klúður í upphafi - eða dómstóla með skipan tilsjónarmanna à la gamla Sovét. Tilsjónarmanna sem fylgjast með því að fjölskyldurnar, sem nauðbeygðar, verða að leita sér aðstoðar til að ná endum saman, séu nú ekki að eyða öllum umframpeningum sínum í neina vitleysu eftir að keisaranum hefur verið goldið það sem keisaranum ber. Nú styttist hinsvegar í það að bankasnillingarnir fara að láta til sín taka í að bera fólk út úr húsum sínum með tilheyrandi neyð fyrir fjölmargar fjölskyldur landsins.
Aðild okkar að "draumaklúbbnum" virðist eiga að geta fengið flýtimeðferð, einhverskonar, og við fáum að fara fram fyrir röðina. Virkar svolítið 2007 að fá VIP meðferð í biðröð í "draumaklúbbinn".
Ljósið í myrkrinu (sbr. sjá neðar hér að ofan) er það að Landsbankinn tók upp á því að lækka hjá sér vexti sem ætti að skila sér að einhverju leyti til yfirskuldsettra heimila landsins þ.e.a.s. þeirra sem eru í viðskiptum við þann ríkisbankann!
Annars bara enn heilmargir "Groundhog day" dagar á landinu bláa og ekkert að gerast sem eykur fjölskyldum landins von. Hvar er Jörundur?
Ég sem hélt að allt myndi springa út eins og gróður að vori strax við það eitt að við ákváðum að fara í aðildarviðræður við ESB - helvítis, heimski ég!!
Helvítis, fokking, fokk!!
Lesið www.vald.org
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 17:16
Báknið...
...klikkar ekki frekar en fyrri daginn!
Það er að koma á daginn að það er í raun afar lítið og nánast ekkert verið að gera til að koma fjölskyldum í landinu til aðstoðar með eitt eða neitt í þessum efnum. Fjölskyldum sem, langflestar, höfðu ekkert með það að gera hvernig komið er fyrir landi og þjóð í dag. Fjölskyldum sem hafa bara verið að reyna að lifa af í afar hörðum heimi "fjáramálasnillinganna". Heimi sem nú er hruninn og þessar sömu fjölskyldur eiga nú að súpa seyðið af og borga fyrir með "öllum afgangnum" af "risavöxnum" tekjum sínum.
Vandinn er vitaður og það er jafnframt vitað hverjir það eru sem eiga í vandræðum - venjulegar fjölskyldur í þessu landi!!!
Fram hafa komið ýmsar leiðir til lausnar vandanum - t.d. "flöt" niðurfelling, endurútreikningur á vísitölum m.v. forsendur dagsins í dag, afturfærsla vísitalna einhver ár aftur í tímann o.fl, o.fl. - frá ýmsum aðilum og hagsmunasamtökum s.s. Hagsmunasamtökum heimilanna, Talsmanni neytenda, stjórnmálaflokkum o.fl. "Norræna velferðarstjórnin" þverskallast hinsvegar við öllu saman og eyðir öllum sínum tíma og orku í koma okkur "þrælunum" í það að borga ICES(L)AVE, redda "fjármálasnillingunum" (sem komu okkur í þennan skít í upphafi og heimta nú að við borgum allt og rúmlega það) o.fl. í þeim dúr þ.a. hægt sé svo, á endanum, að hella öllu gumsinu inn í ESB!!
Er ekki eitthvað mikið að hjá okkur?
Lesið www.vald.org
Þúsundir vilja greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 18:49
Þetta...
...er sami bankinn og hefur verið og mun ganga hart eftir veðum og uppgjöri skulda almennings vegna íbúðarkaupa!!
Lesið www.vald.org
Tók engin veð vegna lúxusíbúðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 01:43
Það er...
...ótrúlegt að lesa fréttirnar af opinberunum úr lánabókum Kaupþings rétt fyrir hrunið og sjá yfirklórið hjá núverandi stjórnendum (ríkis)bankans vegna "lekans". Var ekki eitt af yfirlýstum markmiðum núverandi ríkisstjórnar að stunda "opinbera" stjórnsýslu og "gegnsæi" í hvívetna? Eru þessar fögru yfirlýsingar og fyrirheit bara orðin tóm og pólitískt "kjaftæði" til að þagga niður í óánægju röddum hverskonar? Er þetta allt saman sama hjáróma mjálmið og viðhaft er þegar fjallað er um það að "bjarga" heimilum og fjölskyldum landsins frá þeim efnahagsþrenginum sem dunið hafa á okkur í kjölfar bankahrunsins?
Að mínu viti, sem ég fúslega viðurkenni að er takmarkað á köflum, er ALLT sem réttlætir þennan leka þrátt fyrir ákvæði laga um þagnarskyldu o.fl. í þeim dúr!! Hér er um að ræða hagsmuni almennings og upplýsingar sem eiga erindi, ekki bara við íslenskan almenning heldur almenning veraldarinnar!!! Svo einfalt er það nú bara í mínum huga. Hér á við, það sem ég hef heyrt haft eftir Sigurði Líndal fyrrverandi lagaprófessor, þegar hann útskýrði hugtakið "Nauðsyn brýtur lög" á þann veg að nauðsyn gæti í raun aldrei brotið lög heldur "viki hún lögum til hliðar".
Wikileaks, svo skemmtilega sem það fellur að íslenska heitinu að "víkja" einhverju til hliðar eða út af borðinu sbr. skilgreiningu Sigurðar, á hrós skilið fyrir að "standa uppi í hárinu" á þeim aðilum innan (ríkis)Kaupþings, sem hóta málssóknum vegna birtingar Wikileaks á áðurnefndum upplýsingum. Heill sé þér Wikileaks!! Heill sé þér Jay Lim fyrir einarða afstöðu þína!! Heill sé þér "litli bankamaður" fyrir að "leka" upplýsingunum út í alþjóðasamfélagið, fyrir alþjóð að lesa!!
Lesið www.vald.org
Segja trúnað gilda um upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2009 | 23:51
Er ekki...
...verið að fokking grínast í okkur?
Ég var að lesa gamalt eintak af Mannlífi, n.t.t. frá 31. janúar 2008, í hverju er umfjöllun um Hafskipsmálið margfræga - kannski ekki svo gamalt eintak af Mannlífi en nógu gamalt þó til að vera fallið í gleymskunnar dá meðal alþýðu manna. Sá kafli, sem vakti hvað mesta athygli mína hljóðar svo, og er neðst á bls. 65 í blaðinu undir millifyrirsögninni "MEIRA SVARTNÆTTI", "með leyfi forseta":
"Útrásin gekk ekki eins og áætlanir höfðu sýnt. Gunnar Andersen vann á þessum tíma fyrir Hafskip í Bandaríkjunum og hann var ráðinn forstjóri Cosmos, [Cosmos = flutningamiðlunarfyrirtæki sem Hafskip hafði fest kaup á í Bandaríkjunum - innsk. blogghöfundar] bandaríska hluta Hafskips. Í framhaldi voru opnaðar skrifstofur í Evrópu. Þrátt fyrir allar væntingar gekk hvorki né rak og mikið tap varð á rekstri þessa hluta. Umboðsskrifstofa Hafskips í Bandaríkjunum var líka í vanda. Þar réð ríkjum gamall vinur Björgólfs, [Guðmundssonar, aðaleiganda Landsbankans - innsk. blogghöfundar] Baldvin Berndsen. Ólag var á bókhaldi og gerðar voru athugasemdir við það."
Hvað skyldi nú vera svona merkilegt við þennan kafla úr þessari Mannlífsgrein að það fái mig til að spyrja hvort það sé ekki verið að fokking grínast í okkur? Jú Gunnar þessi Andersen, sem minnst er á í Mannlífsgreininni er enginn annar en nýlega ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins íslenska (http://www.fme.is/?PageID=103)..........
"Helvítis, fokking, fokk!!!!"
Lesið www.vald.org
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.8.2009 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 02:33
Invictus...
...eftir William Earnest Henley er bæði ákaflega gott og áhrifamikið ljóð.
Mér var bent á það, fyrir allmörgum árum, af einhverjum, sem ég man reyndar ekki hver er í svipinn en það skiptir heldur engu máli. Ljóðið er jafn gott eftir sem áður:
INVICTUS
Out of the night that covers me
black as the pit from pole to pole
I thank whatever gods may be
for my unconquerable soul
In the fell clutch of circumstance
I have not winced nor cried aloud
Under the bludgeonings of chance
my head is bloody, but unbowed
Beyond this place of wrath and tears
looms but the horror of the shade
and yet the menace of the years
finds, and shall find me, unafraid
It matters not how strait the gate
how charged with punishments the scroll
I am the master of my fate
I am the captain of my soul
Tvær síðustu ljóðlínurnar í ljóði Henley eru gríðarlega áhrifamiklar, svo ekki sé meira sagt!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2009 | 01:14
Mikið...
...svakalega hlýtur það að vera bæði gott og gaman að geta tekið þátt í því að setja reglur um það að geta sótt peninga, í vasa skattgreiðenda fyrir sjálfan sig, án þess að leggja fram eina einustu kvittun fyrir þeim peningum sem sóttir eru!!!
Það er hreint alveg með ólíkindum viðbjóðurinn sem viðgengst, á stundum, hjá þeim sem komast til nægilegra valda til að ákveða að einhver annar skuli greiða reikninginn!!
Maður - einfaldur íslenskur maður - hefði haldið, í ljósi þess sem á undan er gengið að slíkt yrði ekki liðið lengur en það er margt skrýtið í kýrhausnum hvort sem hann er við Austurvöll eða Westminster!!
Of rausnarlegar greiðslur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2009 | 23:42
Erlend...
...skattaskjól er umræða dagsins í dag, í allri fjármálasukkumræðunni í tengslum við ICES(L)AVE. Björgólfsfeðgar hafa víst báðir haft samband við fréttastofu Stöðvar 2, sem og Karl Wernersson og allir hafa þeir svarið af sér þær "sakir" sem á þá voru bornar í frétt Stöðvar 2 um að þeir hafi "korter fyrir hrun" millifært stórar fúlgur fjár inn á erlenda bankareikninga í skattaskjólum utan lögsögu Íslands. Í samskonar frétt, á RÚV var sagt frá slíkum fjármagnsflutningum Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sömuleiðis korter fyrir hrun.
Undarlegt, verð ég að segja, sitjandi hér og hlustandi á Willie Nelson vin minn - sem eitt sinn komst upp á kant við skattinn í Guðs eigin landi - að báðar fréttastöðvarnar skuli, sama daginn, flytja fréttir af samskonar málum þjóðþekktra bankamanna og að sumir þeirra skuli sjá sig knúna til að vekja athygli á því að fréttirnar séu uppspuni. Hvað gera ekki þeir sem liggja undir grun annað en að neita þeim sökum sem á þá eru bornar, annað væri í hæsta má óeðlilegt, en hér vil ég þó sérstaklega taka það fram að ég er ekki að fella neina dóma yfir einum né neinum. Hitt verð ég þó að segja, alveg hreint út, að ég trúi ekki einu einast orði sem kemur úr munni þessara "fjármálasérfræðinga" hvar í banka sem þeir voru settir!!
Það er hinsvegar afar einfalt - já reyndar alveg hlægilega sáraeinfalt - fyrir alla þessa menn að sanna sakleysi sitt fyrir þjóðinni en það er hreinlega með því að birta lista yfiri alla sína bankareikninga (þarf ekki númerin með þeim) með upplýsingum yfir innistæður, sem voru á þeim, segjum t.d. í ágúst 2008 - mars 2009. Þar með fengi þjóðin, sem þessi menn skulda þó ekki væri nema einföld afsökunarbeiðni, fullvissu fyrir því að þeir væru að segja satt. Hér væri nú reyndar ekki alveg nóg að birta bara upplýsingar um prívatreikninga þeirra heldur þyrftu einnig að fylgja með upplýsingar um slíka reikninga fyrirtækja í þeirra eigu.
Ég varð reyndar alveg jafnundrandi þegar ég las forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag (27. júlí) en þar sagði frá enn einum fjármálasnillingnum, sem er víst með doktorsgráðu í hagfræði, hefur verið yfirmaður greiningardeildar Kaupþings í einhver ár og var að gefa út "vitur eftirá bók". Í greininni segir frá því að í bókinni, sem víst er gefin út á engilsaxnesku, segi greiningarsérfræðingurinn, með doktorsgráðuna, frá því að Glitni hafi verið liðið lík allt frá árinu 2007. Þá gagnrýnir hann víst einnig í bók sinni fjármálasnilli bankastjórnenda Kaupþings upp að einhverju marki og virðist hann því hafa séð þetta allt saman fyrir "eftirá". Ég spyr nú bara eins og sá fávísi karl sem ég er hvað sagði þessi maður um stöðu bankanna á þeim tíma sem hann tekur fyrir í bókinni, þegar hann var sjálfur yfir einni greiningardeildinni. Var hann ekkert vitur "undaná", bara "eftirá"?
Ég er núna loksins farinn að skilja gagnrýni Lofts Altice Þorsteinssonar þegar hann hundskammaði mig fyrir að nefna orðin hagfræðingur og vísindi í einni og sömu setningunni þ.a. að hægt væri að lesa út úr henni að hagfræði væru vísindi!!!
Lesið www.vald.org
Fjármál | Breytt 28.7.2009 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)