26.7.2009 | 12:40
Hún...
...var undarleg fréttin, sem ég las rétt áðan, á visir.is um ICES(L)AVE en í henni segir frá því að hollenski utanríkisráðherrann Maxime Verhagen hafi hringt í starfsbróður sinn á Íslandi Össur Skarphéðinsson s.l. þriðjudag (21. júlí væntanlega) og tjáð honum m.a. að:
"...Íslendingar verði að samþykkja Icesave samkomulagið, ellegar muni hollenska þingið beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu."
Þessi texti að ofan er tekinn orðrétt úr fréttinni á visir.is en í henni kemur einnig fram að hollensk stjórnvöld hafi sett sig í samband við íslensk stjórnvöld til að lýsa yfir áhyggjum af frestun Alþingis á afgreiðslu ICES(L)AVE málsins.
Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég er furðu lostinn ef þetta er rétt og satt greint frá í fréttinni. Hollensk stjórnvöld hafa, yfir höfuð, ekkert með það að gera að lýsa yfir áhyggjum af því að Alþingi Íslendinga, elsta löggjafarþing í veröldinni taki sinn tíma til að fara yfir einhvern þann ógeðslegasta kúgunarsamning sem erlend stjórnvöld hafa reynt að troða ofan í kokið á Íslendingum. Samning, sem er tilkominn vegna stórfelldrar fjárglæfrastarfsemi nokkurra einstaklinga! Samning, sem íslenska þjóðin er ekki að neinu leyti skuldbundin til að afgreiða á einn eða neinn hátt!
Þarna kemur einnig berlega í ljós að verið er að reyna að troða þessum samningi í gegnum Alþingi og það m.a.s. undir beinum hótunum! "EF ÞIÐ EKKI SAMÞYKKIÐ ÞETTA MUNUÐ ÞIÐ ALDREI KOMAST INN Í DRAUMAKLÚBBINN (ESB)!!!"
Hafandi lesið lögin um innstæðutryggingar, sem og frumvarpið, sem lagt var fram á sínum tíma, sem og umræðurnar um herlegheitin í þinginu þegar þetta var allt saman lagt fram, en allt þetta má lesa á vef Alþingis að sjálfsögðu, finnst mér alveg með ólíkindum að stjórnvöld hafi yfirleitt farið út í þá vinnu að semja um nokkurn skapaðan hlut við Breta og Hollendinga! Sér í lagi þegar horft er til þess að hér var um einkafyrirtæki að ræða (Landsbankann) sem rakaði að sér sparifé fólks, sem lét glepjast með gylliboðum um einhvera útópíuvexti. Hvað varð svo um peningana veit nú enginn en eigendur og stjórnendur Landsbankans sitja enn á sínu einn m.a. í Bretlandi!! Það væri nú nærtækara fyrir Bretana að sækja hann og yfirheyra um hans þátt í hlutunum frá upphafi til enda!
Hafandi lesið lögin um innstæðutryggingasjóðinn bloggaði ég eilítið, sem lesa má hér.
Að síðustu og að sjálfsögðu bendi ég fólki enn og aftur á að lesa www.vald.org
25.7.2009 | 22:12
Þetta...
...hljómar ekkert mjög flókið:
- Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn mun ekki endurskoða efnahagsáætlun Íslands fyrr en gengið hefur verið frá lánunum við "frændur okkar og VINI" á Norðurlöndunum;
- "Frændur okkar og VINIR" á Norðurlöndunum munu ekki afgreiða lánin til okkar fyrr en gengið hefur verið frá ICES(L)AVE;
- ERGO ekki frekari lán frá AGS fyrr en ICES(L)AVE er í "höfn" og skuldir íslenskra fjárglæframanna ábyrgðar af íslensku þjóðinni!
DÁSAMLEGUR RAUNVERULEIKINN BLASIR VIÐ!!!
Lesið www.vald.org
Lesið, ef þið nennið, þennan pistil minn um innstæðutryggingasjóðinn og líka þennan, og líka þennan, ef þið nennið.
Þeir sem eru í lestrarstuði geta líka lesið þennan pistil og þennan og fyrir ESB sinna er eilítið hérna.
Vill að AGS leggi spilin á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2009 | 00:48
Dagar...
...fjögur, fimm, sex og sjö eru liðnir (þ.e. heil vika) og engin kraftaverk hafa enn átt sér stað. Gengi krónunnar er enn við sama heygarðshornið. Stýrivextir hafa ekkert hreyfst. Matvælaverð er enn í hæstu hæðum. Vextir hafa lítið sem ekkert breyst (sjá neðar). Enn er lítið eða ekkert að gerast í því að hjálpa heimilum landsins við að ná endum saman annað en eitthvað sem kallar á meiriháttar atbeina "fjármálasnillinga" í bönkunum - þeirra hinna sömu og komu okkur í allt þetta klúður í upphafi - eða dómstóla með skipan tilsjónarmanna à la gamla Sovét. Tilsjónarmanna sem fylgjast með því að fjölskyldurnar, sem nauðbeygðar, verða að leita sér aðstoðar til að ná endum saman, séu nú ekki að eyða öllum umframpeningum sínum í neina vitleysu eftir að keisaranum hefur verið goldið það sem keisaranum ber.
Aðild okkar að "draumaklúbbnum" virðist eiga að geta fengið flýtimeðferð, einhverskonar, og við fáum að fara fram fyrir röðina. Virkar svolítið 2007 að fá VIP meðferð í biðröð í "draumaklúbbinn".
Ljósið í myrkrinu (sbr. sjá neðar hér að ofan) er það að Landsbankinn tók upp á því að lækka hjá sér vexti sem ætti að skila sér að einhverju leyti til yfirskuldsettra heimila landsins þ.e.a.s. þeirra sem eru í viðskiptum við þann ríkisbankann!
Annars bara enn ein "Groundhog day" vika á landinu bláa og ekkert að gerast sem eykur fjölskyldum landins von. Hvar er Jörundur?
Ég sem hélt að allt myndi springa út eins og gróður að vori strax við það eitt að við ákváðum að fara í aðildarviðræður við ESB - helvítis, heimski ég!!
Helvítis, fokking, fokk!!
25.7.2009 | 00:43
Þarna...
Tékkland hættir þátttöku í Evróvisjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2009 | 00:50
Dagur þrjú...
...er liðinn og engin kraftaverk hafa enn átt sér stað. Gengi krónunnar er enn við sama heygarðshornið. Stýrivextir hafa ekkert hreyfst. Matvælaverð er enn í hæstu hæðum. Vextir hafa lítið sem ekkert breyst (sjá neðar). Enn er lítið eða ekkert að gerast í því að hjálpa heimilum landsins við að ná endum saman annað en eitthvað sem kallar á meiriháttar atbeina "fjármálasnillinga" í bönkunum - þeirra hinna sömu og komu okkur í allt þetta klúður í upphafi - eða dómstóla með skipan tilsjónarmanna à la gamla Sovét. Tilsjónarmanna sem fylgjast með því að fjölskyldurnar, sem nauðbeygðar, verða að leita sér aðstoðar til að ná endum saman, séu nú ekki að eyða öllum umframpeningum sínum í neina vitleysu eftir að keisaranum hefur verið goldið það sem keisaranum ber.
Það gerðist þó fyrir helgi að Jóhanna og Össur sendu bréf til ESB og sóttu um aðild að klúbbnum fyrir Íslands hönd.
Ljósið í myrkrinu (sbr. sjá neðar hér að ofan) er það að Landsbankinn tók upp á því að lækka hjá sér vexti sem ætti að skila sér að einhverju leyti til yfirskuldsettra heimila landsins þ.e.a.s. þeirra sem eru í viðskiptum við þann ríkisbankann!
Annars bara enn einn "Groundhog day" á landinu bláa og ekkert að gerast sem eykur fjölskyldum landins von. Hvar er Jörundur?
Ég sem hélt að allt myndi springa út eins og gróður að vori strax við það eitt að við ákváðum að fara í aðildarviðræður við ESB - heimski ég!!
Helvítis, fokking, fokk!!
19.7.2009 | 15:38
Enn...
...um ICESAVE enda sennilega endalaust hægt að skrifa um þetta mál, bæði í nútíð og allri framtíð!
Í færslu, sem ég ritaði hér þann 18. júlí s.l. setti ég fram smá "samsæriskenningu" sem æði gaman er að velta fyrir sér, sérstaklega í ljósi laga um innstæðutryggingar, sem svo mikið hafa verið í sviðsljósinu í þessu máli öllu.
Í athugasemdum við frumvarp það sem Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, lagði fram á 125 löggjafarþingi árið 1999 - 2000 sem þingskjal 25 - 25 mál, má m.a. lesa í almennum athugasemdum:
"Frumvarp þetta er samið í tengslum við tilskipun Evrópusambandsins um tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 97/9/EC. Tilskipunin kveður á um samræmdar reglur um lágmarksvernd fyrir fjárfesta sem eiga kröfu á hendur fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og lánastofnanir í tengslum við viðskipti með verðbréf gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis.
Tilskipunin kemur í framhaldi af tilskipun um innstæðutryggingar, nr. 94/19/EC, sem sett var árið 1994. Sú tilskipun tryggir innstæðueigendur upp að vissu marki gegn greiðsluerfiðleikum viðskiptabanka og sparisjóða. Lögum um viðskiptabanka og sparisjóði var breytt árið 1996 (lög nr. 113/1996), m.a. til að uppfylla ákvæði innstæðutryggingatilskipunarinnar. Nú starfa tveir tryggingarsjóðir, Tryggingarsjóður viðskiptabanka og Tryggingarsjóður sparisjóða, sem tryggja innstæðueigendur gegn greiðsluerfiðleikum og starfa samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Sjóðunum er heimilt að starfa í tveimur deildum, innstæðudeild, sem tryggir innstæður, og lánadeild sem getur veitt lán í því skyni að styðja við rekstur innlánsstofnunar. Tryggingarsjóður sparisjóða hefur nýtt sér þessar heimildir og starfar í tveimur deildum en ekki Tryggingarsjóður viðskiptabanka."
Í athugasemd við 2. gr. frumvarpsins segir þetta:
"Gert er ráð fyrir að sérstök stofnun, Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, fari með tryggingar samkvæmt lögum þessum. Fallið er frá því að nefna sjóðinn eftir þeim fyrirtækjum sem í hann greiða, sbr. Tryggingarsjóð viðskiptabanka og Tryggingarsjóð sparisjóða, en sjóðurinn þess í stað nefndur eftir þeim sem tryggðir eru gegn greiðsluerfiðleikum fyrirtækjanna.
Lagt er til að sjóðurinn verði sjálfseignarstofnun eins og Trygingarsjóður sparisjóða er nú. Tryggingarsjóður viðskiptabanka er hins vegar ríkisstofnun. Fram til 1998 voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands ríkisbankar og nutu ríkisábyrgðar. Nú eru allir viðskiptabankar hins vegar reknir í formi hlutafélaga og njóta því ekki ríkisábyrgðar. Ekki þykir ástæða til að hinn nýi tryggingarsjóður verði rekinn sem ríkisstofnun. Þykir fara best á því að sjóðurinn verði rekinn sem sjálfseignarstofnun, enda kemur þá skýrt fram að aðilar að sjóðnum eiga ekki það fé sem í honum liggur. Sjálfseignarstofnun er einnig velþekkt rekstrarform þótt það sé reyndar ekki vel skilgreint í lögum."
GETUR ÞETTA VERIÐ EITTHVAÐ SKÝRARA??? VIÐSKIPTABANKAR NJÓTA EKKI RÍKISÁBYRGÐAR!!!!
Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, með breytingatillögum fjárlaganefndar, sem lög nr. 98/1999, með síðari breytingum.
Það er nákvæmlega ekkert óljóst í þessu í mínum huga. ÞAÐ ER EKKI, HEFUR EKKI VERIÐ OG MUN (VONANDI) ALDREI VERÐA NEIN RÍKISÁBYRGÐ Á REKSTRI EINKAFYRIRTÆKJA OG SKULDBINDINGUM ÞEIRRA HVORT SEM ÞAÐ ERU BANKAR EÐA ÖNNUR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI!!!
Það er einmitt þess vegna sem ICESAVE þarf að fara fyrir Alþingi til samþykktar (vonandi reyndar synjunar)!!
ÍSLENDINGAR BERA EKKI ÁBYRGÐ Á FJÁRMÁLASUKKI FJÁRGLÆFRAMANNA, HVAÐ SEM ÞEIR HEITA OG HVAR Í FLOKKI SEM ÞEIR STAÐSETJA SIG!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.8.2009 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 15:01
"Ég veit ekki...
...hvort það er lagalega, tæknilega gerlegt" sagði fjáramálaráðherra, í viðtali við visir.is þar sem hann var inntur eftir málefnum Sjóvár, arðgreiðslum eigenda þess til sjálf sín og hvort hægt yrði fyrir ríkisvaldið að innheimta til baka þessar arðgreiðslur.
Eins og alþjóð, væntanlega, veit greiddu eigendur Sjóvár sér arð sem nam um 170% af hagnaði félagsins árið 2007. Undarlegt í meira lagi, svo ekki sé meira sagt!!
En það er sem sagt, að mati fjármálaráðherra, erfitt að innheimta þennan arð, hjá þessum mönnum. Það var hinsvegar ekkert mál að koma félaginu til bjargar með 16 milljarða framlagi ríkisins á sama tíma og verið er að skerða almannaþjónustu, löggæslu, fæðingarorlof, koma á tekjutengingum í almannatryggingakerfinu o.s.frv. Það er greinilega "lagalega, tæknilega gerlegt" og ekkert mál að láta almenning borga tómann brúsann eftir stærsta fjármálafyllerí veraldarsögunnar!!
Á, yfir höfuð, að gera nokkurn skapaðan hlut í þessu sukki öllu saman, annað en að láta almenning borga brúsann? Við getum svo sem vel við unað með þetta allt saman enda erum við ekki þjóðin eins og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar komst svo skemmtilega að orði.
"Helvítis, fokking, fokk!!"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 00:39
Dagur tvö...
...er liðinn og engin kraftaverk hafa átt sér stað. Gengi krónunnar er enn við sama heygarðshornið. Stýrivextir hafa ekkert hreyfst. Matvælaverð er enn í hæstu hæðum. Vextir hafa lítið sem ekkert breyst (sjá neðar). Enn er lítið eða ekkert að gerast í því að hjálpa heimilum landsins við að ná endum saman annað en eitthvað sem kallar á meiriháttar atbeina "fjármálasnillinga" í bönkunum - þeirra hinna sömu og komu okkur í allt þetta klúður í upphafi - eða dómstóla með skipan tilsjónarmanna à la gamla Sovét. Tilsjónarmanna sem fylgjast með því að fjölskyldurnar, sem nauðbeygðar, verða að leita sér aðstoðar til að ná endum saman, séu nú ekki að eyða öllum umframpeningum sínum í neina vitleysu eftir að keisaranum hefur verið goldið það sem keisaranum ber.
Það gerðist þó í fyrradag að Jóhanna og Össur sendu bréf til ESB og sóttu um aðild að klúbbnum fyrir Íslands hönd.
Ljósið í myrkrinu (sbr. sjá neðar hér að ofan) er það að Landsbankinn tók upp á því að lækka hjá sér vexti sem ætti að skila sér að einhverju leyti til yfirskuldsettra heimila landsins þ.e.a.s. þeirra sem eru í viðskiptum við þann ríkisbankann!
Annars bara enn einn "Groundhog day" á landinu bláa og ekkert að gerast sem eykur fjölskyldum landins von. Hvar er Jörundur?
Ég sem hélt að allt myndi springa út eins og gróður að vori strax við það eitt að við ákváðum að fara í aðildarviðræður við ESB - heimski ég!!
Helvítis, fokking, fokk!!
18.7.2009 | 04:08
Það liggur...
... í augum uppi hvað þetta ICESAVE dæmi allt saman gengur út á, fyrir þá sem á annað borð nenna að lesa og hafa kynnt sér sögu örlítið.
Þannig er að ICESAVE dæmið, fyrir Alþingi, gengur út á ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóðnum, sem hvergi er minnst á í lagabálkum um það kerfi, eins og sjá má á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þessi lög voru sett í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 18/1994 og nr. 12/1998 o.fl. eins og lesa má í VII kafla laganna. Mergur málsins er afar einfaldur: ÞAÐ ER ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ÞESSUM TRYGGINGASJÓÐUM BANKANNA og því þarf þetta ICESAVE dæmi að fara fyrir Alþingi Íslendinga til samþykktar.
Hvað gæti nú gerst ef farið hefði verið eftir laganna hljóðan í hvívetna? Það sem hugsanlega, mjög líklega og nánast öruggt er að hefði gerst, ef Bretar og Hollendingar hefðu "samþykkt" að fara með málið fyrir dóm er að áhlaup hefði verið gert á ALLA banka Evrópu líkt og gerðist í kreppunni MIKLU fyrir seinna stríð. Allir sem vettlingi hefðu valdið og einhverja fjármuni áttu í bönkum í Evrópu og líklega bara í veröldinni allri, hefðu rokið í bankana og tæmt reikninga sína, sem hefði orsakað algert bankahrun á heimsvísu. Það er einmitt þess vegna sem Bretar og Hollendingar vildu EKKI fara með málið fyrir dómstóla! Staðreyndin hér er hinsvegar sú að það var ekki þeirra að ákveða það. Varnarþing íslensku bankanna og ríkisins er á Íslandi og því hefðu ÖLL slík mál verið höfðuð fyrir íslenskum dómstólum og þá, að sjálfsögðu verið horft til þeirra laga, sem gilda um innstæðutryggingar hér á landi, sem eru samhljóða lögum um sama efni í Evrópu og sennilega þó víðar væri leitað.
Það sem mögulegt er að gerst hafi í málinu er það að íslensku "samninganefndinni" hafi verið gert það ljóst að þetta gæti ekki gengið með þessum hætti því við gæti blasað algert bankahrun á heimsvísu, líkt og byrjaði með hruni Creditanstalt bankans í Austurríki þann 11. maí 1931, sem síðar varð til þess m.a. að Hitler náði völdum í Þýskalandi nasismans. Því er "mögulegt" að "samið hafi verið um" að á þeim sjö ára tíma, sem við höfum "skjól", eins og Steingrímur J. Sigfússon hefur svo skemmtilega orðað það, verði unnnið í því innan ESB að endurhanna innstæðutryggingakerfið í Evrópu á þann veg að það geti tekist á við viðlíka hrun og gerðist hér á Íslandi. Tímaramminn, sjö ár, er einmitt ekki ólíklegur til þess að klára slíkt dæmi innan þess ferlíkis sem ESB er. Staðreynd málsins er sú að innstæðutryggingakerfið í Evrópu er ekki hannað til að takast á við slík vandamál og hafa blasað við í kjölfar bankahrunsins hér á landi. Að loknu þessu "skjóli" er líklegt að Ísland verði komið inn í ESB. Allir búnir að gleyma "kreppunni miklu" árið 2008 og ICESAVE lánunum líka, sem þá gætu, einfaldlega verið þurrkuð út enda löngu gleymd á þeim sjö árum sem liðin yrðu, frá því að Alþingi Íslendinga samþykkti ríkisábyrgð á einhverju sem því bar ENGIN SKYLDA, hvorki lagaleg né siðferðisleg TIL AÐ SAMÞYKKJA!!!
En hvað veit ég svo sem........
Kynnið ykkur sögu krepppunnar miklu og lesið www.vald.org
Frestun Icesave slæmur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2009 | 01:49
Dagur eitt...
...er liðinn og engin kraftaverk hafa átt sér stað. Gengi krónunnar er enn við sama heygarðshornið. Stýrivextir hafa ekkert hreyfst. Matvælaverð er enn í hæstu hæðum. Vextir hafa lítið sem ekkert breyst (sjá neðar). Enn er lítið eða ekkert að gerast í því að hjálpa heimilum landsins við að ná endum saman annað en eitthvað sem kallar á meiriháttar atbeina "fjármálasnillinga" í bönkunum - þeirra hinna sömu og komu okkur í allt þetta klúður í upphafi - eða dómstóla með skipan tilsjónarmanna à la gamla Sovét. Tilsjónarmanna sem fylgjast með því að fjölskyldurnar, sem nauðbeygðar, verða að leita sér aðstoðar til að ná endum saman, séu nú ekki að eyða öllum umframpeningum sínum í neina vitleysu eftir að keisaranum hefur verið goldið það sem keisaranum ber.
Það gerðist þó markvert í dag (í gær þegar þetta er skrifað) að Jóhanna og Össur sendu bréf til ESB og sóttu um aðild að klúbbnum fyrir Íslands hönd.
Ljósið í myrkrinu (sbr. sjá neðar hér að ofan) er það að Landsbankinn tók upp á því að lækka hjá sér vexti sem ætti að skila sér að einhverju leyti til yfirskuldsettra heimila landsins þ.e.a.s. þeirra sem eru í viðskiptum við þann ríkisbankann!
Annars bara enn einn "Groundhog day" á landinu bláa og ekkert að gerast sem eykur fjölskyldum landins von. Ég sem hélt að allt myndi springa út eins og gróður að vori strax við það eitt að við ákváðum að fara í aðildarviðræður við ESB - heimski ég!!
Helvítis, fokking, fokk!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)