Það liggur...

... í augum uppi hvað þetta ICESAVE dæmi allt saman gengur út á, fyrir þá sem á annað borð nenna að lesa og hafa kynnt sér sögu örlítið.

Þannig er að ICESAVE dæmið, fyrir Alþingi, gengur út á ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóðnum, sem hvergi er minnst á í lagabálkum um það kerfi, eins og sjá má á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þessi lög voru sett í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 18/1994 og nr. 12/1998 o.fl. eins og lesa má í VII kafla laganna. Mergur málsins er afar einfaldur: ÞAÐ ER ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ÞESSUM TRYGGINGASJÓÐUM BANKANNA og því þarf þetta ICESAVE dæmi að fara fyrir Alþingi Íslendinga til samþykktar.

Hvað gæti nú gerst ef farið hefði verið eftir laganna hljóðan í hvívetna? Það sem hugsanlega, mjög líklega og nánast öruggt er að hefði gerst, ef Bretar og Hollendingar hefðu "samþykkt" að fara með málið fyrir dóm er að áhlaup hefði verið gert á ALLA banka Evrópu líkt og gerðist í kreppunni MIKLU fyrir seinna stríð. Allir sem vettlingi hefðu valdið og einhverja fjármuni áttu í bönkum í Evrópu og líklega bara í veröldinni allri, hefðu rokið í bankana og tæmt reikninga sína, sem hefði orsakað algert bankahrun á heimsvísu. Það er einmitt þess vegna sem Bretar og Hollendingar vildu EKKI fara með málið fyrir dómstóla! Staðreyndin hér er hinsvegar sú að það var ekki þeirra að ákveða það. Varnarþing íslensku bankanna og ríkisins er á Íslandi og því hefðu ÖLL slík mál verið höfðuð fyrir íslenskum dómstólum og þá, að sjálfsögðu verið horft til þeirra laga, sem gilda um innstæðutryggingar hér á landi, sem eru samhljóða lögum um sama efni í Evrópu og sennilega þó víðar væri leitað.

Það sem mögulegt er að gerst hafi í málinu er það að íslensku "samninganefndinni" hafi verið gert það ljóst að þetta gæti ekki gengið með þessum hætti því við gæti blasað algert bankahrun á heimsvísu, líkt og byrjaði með hruni Creditanstalt bankans í Austurríki þann 11. maí 1931, sem síðar varð til þess m.a. að Hitler náði völdum í Þýskalandi nasismans. Því er "mögulegt" að "samið hafi verið um" að á þeim sjö ára tíma, sem við höfum "skjól", eins og Steingrímur J. Sigfússon hefur svo skemmtilega orðað það, verði unnnið í því innan ESB að endurhanna innstæðutryggingakerfið í Evrópu á þann veg að það geti tekist á við viðlíka hrun og gerðist hér á Íslandi. Tímaramminn, sjö ár, er einmitt ekki ólíklegur til þess að klára slíkt dæmi innan þess ferlíkis sem ESB er. Staðreynd málsins er sú að innstæðutryggingakerfið í Evrópu er ekki hannað til að takast á við slík vandamál og hafa blasað við í kjölfar bankahrunsins hér á landi. Að loknu þessu "skjóli" er líklegt að Ísland verði komið inn í ESB. Allir búnir að gleyma "kreppunni miklu" árið 2008 og ICESAVE lánunum líka, sem þá gætu, einfaldlega verið þurrkuð út enda löngu gleymd á þeim sjö árum sem liðin yrðu, frá því að Alþingi Íslendinga samþykkti ríkisábyrgð á einhverju sem því bar ENGIN SKYLDA, hvorki lagaleg né siðferðisleg TIL AÐ SAMÞYKKJA!!!

En hvað veit ég svo sem........

Kynnið ykkur sögu krepppunnar miklu og lesið www.vald.org


mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband