Er ekki...

...verið að fokking grínast í okkur?

Ég var að lesa gamalt eintak af Mannlífi, n.t.t. frá 31. janúar 2008, í hverju er umfjöllun um Hafskipsmálið margfræga - kannski ekki svo gamalt eintak af Mannlífi en nógu gamalt þó til að vera fallið í gleymskunnar dá meðal alþýðu manna.  Sá kafli, sem vakti hvað mesta athygli mína hljóðar svo, og er neðst á bls. 65 í blaðinu undir millifyrirsögninni "MEIRA SVARTNÆTTI", "með leyfi forseta":

"Útrásin gekk ekki eins og áætlanir höfðu sýnt.  Gunnar Andersen vann á þessum tíma fyrir Hafskip í Bandaríkjunum og hann var ráðinn forstjóri Cosmos, [Cosmos = flutningamiðlunarfyrirtæki sem Hafskip hafði fest kaup á í Bandaríkjunum - innsk. blogghöfundar] bandaríska hluta Hafskips.  Í framhaldi voru opnaðar skrifstofur í Evrópu.  Þrátt fyrir allar væntingar gekk hvorki né rak og mikið tap varð á rekstri þessa hluta.  Umboðsskrifstofa Hafskips í Bandaríkjunum var líka í vanda.  Þar réð ríkjum gamall vinur Björgólfs, [Guðmundssonar, aðaleiganda Landsbankans - innsk. blogghöfundar] Baldvin Berndsen.  Ólag var á bókhaldi og gerðar voru athugasemdir við það."

Hvað skyldi nú vera svona merkilegt við þennan kafla úr þessari Mannlífsgrein að það fái mig til að spyrja hvort það sé ekki verið að fokking grínast í okkur?  Jú Gunnar þessi Andersen, sem minnst er á í Mannlífsgreininni er enginn annar en nýlega ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins íslenska (http://www.fme.is/?PageID=103)..........

"Helvítis, fokking, fokk!!!!"

Lesið www.vald.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband