Þingvilji vs. Þjóðarvilji

Það er með ólíkindum, á stundum, að hlusta á pólitíkusa "ræða" málin!  Þannig fjallaði t.d. Sigmundur Ernir Arngrímsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um "þingviljann" fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu í Silfri Egils, sunnudaginn 15. nóvember. 

Í kjölfar slíkrar umfjöllunar kemst maður ekki hjá því að velta því fyrir sér hvað maður, sem þessi, er eiginlega að fara þegar hann talar um "þingvilja".  Hvað er "þingvilji"?  Í hvers umboði starfar þingið?  Hvernig getur þingið haft einhvern annan vilja en þjóðin í hvers umboði það starfar?

Ég, einfaldur almúgamaðurinn, stóð í þeirri einföldu meiningu að þingið starfaði í umboði þjóðarinnar!  Það er jú þjóðin sem sker úr um það, í kosningum, hverjir fá sæti á þingi!  Það ætti því einfaldlega, að mínu mati, að vera einn vilji í landinu þ.e. þjóðarvilji!!  Þjóðarviljinn, skv. skoðanakönnunum, er eindreginn!  Þjóðin vill ekki inn í Evrópusambandið!!!  Hvernig geta því þingmenn, á borð við Sigmund Erni, leyft sér það að ræða um þingvilja, eins og einhvern sjálfstæðan vilja sem þjóðinni komi ekki við?

Er hann kannski á sömu skoðun og Ingibjörg Sólrún að þjóðin sé í raun ekki þjóðin og viti því í raun ekkert hvað hún vill????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband