16.8.2007 | 16:59
Ég skil...
...þetta ekki. Hvað voru margir veitingastaðir í miðborginni þegar "Hallærisplanið", með öllum sínum löstum, var og hét. Mig minnir að þá hafi nú aldeilis verið talað um ástand í miðborginni. Ástand sem taka þyrfti á og að því að mig minnir með fjölgun veitingahúsa þ.a. fólk hefði nú í einhver öldurhús að venda og þyrfti ekki að vera að þvælast ofurölvi úti á götum sjálfum sér og öðrum til leiðinda og ama.
Nú svo var ástandið algerlega óþolandi þegar allur skríllinn æddi út á götur borgarinnar, úr öllum öldurhúsunum, klukkan þrjú að nóttu og margir fóru að slást um leigubíla eða eitthvað annað. Þá skyldi nú tekið á vandanum með því að leyfa nokkrum "útvöldum" öldurhúsum að hafa opið lengur en öðrum og hafa þannig "skaraðan" opnunartíma. Þetta gekk að sjálfsögðu ekki því þarna voru yfirvöld að mismuna þegnunum þ.a. annaðhvort yrðu allir opnir fram undir morgun eða enginn. Raunin var það góð, af þessum framlengda opnunartíma, að ákveðið var að leyfa bara öllum að vera með opið fram undir morgunn og þá, náttúrulega færðist hópasöfnunin aðeins til í nóttinni.
Ástandið var orðið illþolanlegt því verið var að berja fólk hægri vinstri og svo voru gerðar kannanir, sem sýndu fram á að ofbeldisverkum hafði, skv. súluritum, eitthvað fækkað í miðborginni. Læknar á LSH sögðu aðra sögu, sem og fyrrverandi lögregluforingi, sem kom fram í fjölmiðlum og sagði tölurnar ekki réttar - hætti svo stuttu síðar, minnir mig, í löggunni.
Nú er aftur blásið í lúðra út af "ástandinu" sem þarf að laga með öllum tiltækum ráðum og samstilltu átaki ýmissa aðila. Í þessari grein kemur einnig fram að ofbeldisbrotum, sem framin eru á milli kl. tólf á miðnætti og sex að morgni, hafi fjölgað.
Nú kemur að því sem ég skil ekki. Er ég að verða vitlaus eða eru menn að fara og tala í hringi?? Verðugt verkefni, fyrir einhvern rannsóknarblaðamanninn, að skoða hvernig þessum málum er í raun háttað og hefur verið í gegnum árin. Það mætti þá líka skoða áherslur lögreglunnar í þessum efnum og hvernig mannamálum þar innandyra er og hefur verið háttað. Bara svona hugmynd!!!
![]() |
Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 15:34
Hvað...
...er skrýtið við þetta? Ekki neitt þegar launaseðlar fólks, sem starfar í uppeldis- og umönnunargeiranum, eru skoðaðir. Mér sýnist fleiri boggarar hafa bent á nákvæmlega þetta sama, hér á undan mér og þar sem margítrekað er búið að benda á þessu einföldu staðreynd ætla ég að láta hér staðar numið.
Hækkið launin við fólk sem vinnur við uppeldis- og umönnunarstörf og þá fást í þau bæði afar hæfir og ekki síður nægir starfskraftar!!!!!!
![]() |
Mannaekla á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2007 | 13:03
Ja hérna!!
Er eitthvað búið að skoða hver eða hverjir fengu "commission", og þá hversu háa, vegna kaupa/sölu á þessu fleyi???
Það væri fróðlegt að fá að vita!!
![]() |
Tappi hélt dallinum á floti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2007 | 17:54
Eiga hvað?
Eigum við ekki jólasveininn?? Og hvar býr hann? Mér er spurn!!!
Eigum við þá ekki augljóslega Norðurpólinn???
![]() |
Danir vonast til þess að geta slegið eign sinni á Norðurpólinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2007 | 17:51
Maðurinn...
...á bak við tjöldin. Maðurinn á bak við "kosningasigra" Bush. Stoltur af verkum sínum og því að hafa fengið að "þjóna" Bush.
Það er mikið sem þessi maður ber ábyrgð á, ef marka má þessa frétt. Fátt, sýnist mér, sem hann hinsvegar getur verið stoltur af en það er gott fyrir hann, ef hann virkilega trúir því í hjarta sínu, að hann telji sig hafa gert góða hluti.
Ég er ekki viss um að hann fái háa einkunn þegar hann mætir skapara sínum...
Skoðið endilega www.vald.org og sjáið hversu mikið hefur verið afrekað í efnahagsmálum, tilbúningi nýrra starfa o.fl. í BNA í stjórnartíð Bush.
![]() |
Rove kvaddi Bush með stolt í hjarta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 15:30
Hvað...
...hefur gufað upp?
Það var ekkert nema einhverjar tölur á blaði - eða hvað?
Jú einhverjir saklausir einfeldningar, eins og ég, hafa lagt fram hluta af mjólkurpeningum barnanna sinna í þessi viðskipti og tapa svo einhverju - jafnvel öllu - þegar þeir reyna að fá peningana sína til baka við sölu bréfanna sinna, í dauðans ofboði, við þessar fréttir.
Gerðust ekki svipaðir hlutir hér á landi þegar menn, í einhverju bjartsýniskasti tóku sér lán í bönkum til að kaupa hlutabréf á uppsprengdu verði í DeCode. Hlutabréf sem síðan hrundu niður við skráningu fyrirtækisins í kauphöllinni í New York.
Jóakim frændur vorra tíma tapa hinsvegar ekki sínu því þeir, líkt og bankarnir, eru með allt sitt á hreinu - ALLTAF...
Enn og aftur bendi ég mínum fáu lesendum á að kíkja á www.vald.org
![]() |
850 milljarðar hafa gufað upp í dönsku kauphöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 12:25
Enn...
...bendi ég á skrif Jóhannesar Björns á www.vald.org
![]() |
Seðlabanki Evrópu leggur bönkum til meira lausafé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 12:18
Ekkert...
...til sveitarfélagsins, en þiggja alla þjónustu, sem sveitarfélagið, sem viðkomandi býr í, hefur upp á að bjóða. Þannig hefur fjöldi fólks það á Íslandi í dag. Nýtur þess að láta aðra greiða fyrir þá þjónustu sem það notar.
Mér fannst undarlegt að lesa greiningu fjármálaráðuneytisins á fjármagnstekjum ríkissjóðs, eins og hún er fram sett í frétt MBL.IS:
- Á árinu 2006 var fjöldi einhleypra sem ekki var með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 2381. Þar af voru hins vegar 2128, eða tæplega 90%, með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á árinu. Að stórum hluta er um að ræða ungt fólk sem ekki er á vinnumarkaði. Samtals 2270, eða 95% alls hópsins, er með minna en eina milljóna króna í fjármagnstekjur. Af þeim 2381 einstaklingi, sem hér um ræði, greiði einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt.
- Á árinu 2006 var fjöldi hjóna sem ekki var með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 150. Þar af voru 85 hjón, eða 57%, með minna en 100 þúsund krónur á árinu í fjármagnstekjur og 92 hjón, eða 61%, með minna en eina milljón króna í fjármagnstekjur. Einungis 51 hjón úr þessum hópi greiða einhvern fjármagnstekjuskatt.
Ég hlýt, eins og reyndar margir aðrir Íslendingar, að spyrja sjálfan mig hvernig í ósköpunum fólk, framfleytir sér og sinni fjölskyldu á þeim lúsarlaunum, sem uppgefinn fjármagnstekjuskattur viðkomandi er?
Jafnframt er ég stoltur af því, sem Íslendingur, að koma þessu vesalings fólki til hjálpar og greiða fyrir það þá þjónustu, sem það þiggur frá ríki og sveitarfélögum.
Ég segi stoltur, eins og Þorvaldur heitinn Guðmundsson í Síld og Fiski, "Ég greiði GLAÐUR skatt af hverri einustu krónu sem ég vinn mér inn."
Ætli skattrannsóknarstjóri sé eitthvað að skoða þessa hluti?
![]() |
2381 einstaklingur aðeins með fjármagnstekjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 16:25
Það var...
...og. Þetta er nokkuð, sem Jóhannes Björn hefur verið að skrifa um á heimasíðu sinni www.vald.org um langa hríð. Hann hefur líka bent á það hvernig bankarnir í raun starfa - með allt sitt ALLTAF á tandurtæru - á peningamarkaði í bók sinni "Falið Vald", sem hægt er að lesa í heild sinni á vefsíðu Jóhannesar Björns. En Den Danske Bank o.fl. hafa náttúrulega bara verið að bulla af því að það hentar ekki alltaf öllum að heyra það sem kannski sannara reynist.
Á vefsíðu Jóhannesar Björns má m.a. lesa eftirfarandi:
"Það ríkir mikil bjartsýni í fjármálaheiminum og margir halda að búið sé að finna upp nokkurs konar eilífðarvél og kerfið geti endalaust tryggt sig sjálft með afleiðuviðskiptum. Þetta er gamli draumurinn um að búa til eitthvað úr engu með framleiðslu á pappír frekar en skapa alvöru vörur eða þjónustu. Í raunveruleikanum ganga hlutirnir þannig fyrir sig að aukið framboð vöru og þjónustu skapar rúm fyrir meiri pappírsverðmæti, en það er aldrei hægt að snúa því dæmi við nema í stuttan tíma. Verðbólgan heldur alltaf innreið sína þegar peningar eru prentaðir gagngert til þess að efla hagkerfið."
Svo getur hver fyrir sig skoðað það sem verið hefur að gerast hér á landi og reyndar mjög víða annarsstaðar.
Eitt er allavega víst að meginþorri almennings er ekki að græða á ævintýralegri velgengni banka, fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í lægra vöruverði, vöxtum, stimpilgjöldum, dráttarvöxtum, verðtryggingu og hvað þetta nú heitir allt saman.
![]() |
Órói á fjármálamörkuðum getur haft áhrif á skuldsettar yfirtökur Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 16:32
Ja, há...
...það er víðar en á Íslandi sem fólk á í greiðsluerfiðleikum, þrátt fyrir allt góðærið. Mér datt í hug, bara að gamni mínu, að fara inn á heimasíðu Barcleys banka í Bretlandi (http://www.barclays.co.uk/) og kanna hvernig lán maður fengi með því að rúlla í gegnum síðuna hjá þeim.
Hér fyrir neðan er svo útkoman en ég gerði ráð fyrir láni að upphæð tíu þúsund pund, sem skv. frétt MBL.IS eru um IKR 1.200.000,-
"How much would you like to borrow? £10,000
Are you a Barclays customer? No
Do you currently have a Barclays loan?
Are you a homeowner? Yes
Based on the answers you've given us, we recommend:
Add that conservatory, build into your loft or simply consolidate your debts with a Secured Barclayloan. Even if you're not a Barclays customer you could borrow £5,000 to £100,000 over 5 to 25 years.
The overall cost for comparison is 6.9% APR. The actual rate available will depend upon your circumstances. Ask for a personalised illustration.
By repaying your borrowing over a longer term, your overall interest charges will increase. If the loan is settled early, an early repayment charge will apply during the loan period.
THINK CAREFULLY BEFORE SECURING OTHER DEBTS AGAINST YOUR HOME. YOUR HOME MAY BE REPOSSESSED IF YOU DO NOT KEEP UP REPAYMENTS ON YOUR MORTGAGE"
Vextir sem sagt um 6,9% (án verðtryggingar að sjálfsögðu en þó hugsanlega með veði í fasteign).
Sambærilegt lán í lánastofnun á Íslandi bæri vexti frá rúmum 8% (verðtryggð) upp í rúm 24% (yfirdráttarvextir).
Þetta er að sjálfsögðu ekki vísindaleg úttekt á vaxtamun á milli landa en gefur ákveðna mynd þó...
![]() |
Átta milljónir Breta eiga í alvarlegum greiðsluerfiðleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |