31.7.2007 | 10:51
Þá liggur...
...hann fyrir, þessi árlegi listi yfir þá sem hæst opinber gjöld greiða.
Nú þarf einhver talnaglöggur snillingur að setjast niður og reikna út hvað þetta þýðir í raunlaun þessara einstaklinga, m.v. forsendur fjármagnstekjuskatts annarsvegar og tekjuskatts hinsvegar. Svo að sjálfsögðu að bera niðurstöðurnar saman við fólkið, sem lægst launin þiggur - launin sem alls ekki er hægt að hækka því þá færi allt á hvolf í þjóðfélaginu í endalausri þenslu, verðbólgu og hvað þetta nú heitir allt saman.
Ég náði ekki inn á þennan lista þetta árið, frekar en önnur, en uni þó afar sáttur við sjálfan mig og tilveruna...
![]() |
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2007 | 13:58
Ömurlegar...
...fréttir um ömurlegt ástand í annars yndislegri borg. Ástand, sem því miður, á sennilega ekki eftir að gera neitt annað en versna.
Ömurlegri eru þó viðbrögð margra bloggverja og skrif þeirra, illa ígrunduð, um hver eða hverjir þarna hafi verið að verki.
Amen...á eftir efninu hér!
![]() |
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 03:35
Það var...
...nefnilega það, stærsta þrotabú Íslandssögunnar, hvorki meira né minna og einn primus motor í allri leikfléttunni fyrrverandi aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra landsins og núverandi seðlabankastjóra...................
Ég segi ekki meira en bendi lesendum þessa pistils á að lesa texta á eftirfarandi vefslóð....
http://dev.ecweb.is/samkeppni/upload/files/samkeppnisrad/akvardanir/1998/akv0698.pdf
![]() |
Stærsta þrotabú Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2007 | 17:27
Það leynist...
...víða maðkur í mysunni, virðist vera...
![]() |
Sýknaðir af ákæru vegna innflutnings á 3,8 kg af kókaíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2007 | 10:43
Ja hérna...
...hér, engin ástæða til að óttast um öryggi fólks, sem starfar á stríðsátakasvæði?? Hvaða snillingur er það sem getur haldið slíkum fullyrðingum fram? Hvað með "græna svæðið" í Baghdad, hvað með árásina sem gerð var á aðalskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna, í þeirri sömu borg, fyrir ja allmörgum árum núna (BNA hermenn áttu að gæta öryggis þeirrar byggingar). Hvað með teppakaupaleiðangur Íslendinga í Afghanistan fyrir nokkrum árum..............og svo mætti lengi telja.
Staðlað "mat" sem stuðst er við á svona svæðum segir afar lítið um ástandið sjálft, þó svo að það geti vissulega gefið ákveðnar vísbendingar, en það sem er raunverulegt er ekki endilega pólitískt gott og því ekki sjálfgefið að það sé sú staðreynd sem fólk fær að vita. Sem dæmi má nefna það að síðast er ég vissi til voru sjálfar Sameinuðu Þjóðirnar með Afghanistan á því hættustigi, sem þar á bæ er kallað stig 3 (Phase III) sem þýðir það í raun að allt starfslið SÞ eigi að vera einhversstaðar annarsstaðar en í Afghanistan (stigin eru 5 þ.e. Phase I - V: Ísland er á "No Phase). Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fara eftir því sem þetta stig segir því SÞ þarf, lífsnauðsynlega, að vera að störfum í landinu (hefur með tryggingar og annað slíkt að gera). Svo væri að sjálfsögðu hægt að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar hverju utanríkisráðuneytið fer eftir þegar það metur ástandið í löndum eins og Afghanistan eða hvort það sé í raun ekkert metið sjálfstætt heldur bara tekið við gögnum annarsstaðar frá eins og t.d. NATO, BNA eða SÞ? Hvernig er svo lagt mat á þau gögn?
Það er engin leið að meta ástand, á svona svæðum, svo vel sé og að hægt sé með góðu móti og sannfæringu að segja að hlutirnir séu í lagi og engin ástæða til að óttast um öryggi fólks á svæðinu. Svo einfalt er það nú bara. Þarna er ekki verið að há "hefðbundið stríð" heldur eru hermenn og öryggissveitir, sem þurfa að fara að alþjóðlegum lögum og reglum, að berjast við skæruliða (marga hverja afar vel þjálfaða - hjá þeim sömu löndum sem þeir eru að berjast gegn) sem engar reglur þurfa að virða og hafa ekkert annað að markmiði í lífi sínu en að drepa eins marga "trúleysingja", sem ráðist hafa á heilagt land þeirra og saurgað, eins og þeir mögulega geta. Þar ráðast þeir, að sjálfsögðu, á garðinn þar sem hann er lægstur og auðveldast fyrir þá að valda ótta og mannskaða.
Bendi þeim sem frekari áhuga hafa á að lesa bók sem Peter L. Bergen skrifaði og gaf út 2001 (stuttu eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York) "Holy War Inc. - Inside the Secret World of Osama Bin Laden" (ISBN 0-297-82912-2).
![]() |
Þrettán Íslendingar við störf í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.7.2007 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 18:44
"Ég tala nú ekki um...
...lög sem eru á forræði annarra", sagði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ríkisstjórnar Íslands.
Ég tala ekki um neitt! Ég get ekki tjáð mig um málið! Þetta er ekki á mínu forræði! Ég hef ekki kynnt mér málið! Ég hef nú ekki myndað mér skoðun á þessu máli eða nokkru öðru máli yfirhöfuð! Ég er stjórnmálamaður, ég hef ekki skoðanir, orð mín skulu ekki túlkuð á einn eða neinn hátt, það sem ég segi meinti ég ekki eins og ég sagði það, þó ég steli þá skiptir það ekki máli því ég verð bara náðaður og sest aftur að kjötkötlunum...
Fólk er fífl...
![]() |
Björn Bjarnason: Taka þarf vinnureglur til endurskoðunar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 18:36
"Bezti vinur...
...viðskiptamannsins" sagði Björgólfur Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 16 febrúar 2003 (B blað bls. 2) en síðan eru liðin mörg ár.
Orðrétt er haft eftir honum, einum ríkasta manni Íslands og þó víðar væri leitað, í viðtali sem Freysteinn Jóhannsson tók við hann "Við viljum geta boðið upp á meira vöruúrval fyrir viðskiptavininn; heildarlausn á fjármálum hans. Bankinn á að vera bezti vinur viðskiptamannsins. Og samkeppnin á að tryggja hann".
Hvað hefur breyst síðan 2003? Hvar er samkeppni bankanna á lánamarkaði? Hvar er samkeppni bankanna um sparifé landsmanna? Hvar er samkeppni bankanna á íbúðalánamarkaði? Hvar nýtur viðskiptamaðurinn góðs af taumlausum gróða fjármálastofnananna þar sem vextir eru hvergi hærri af útlánum, húsnæðislánum, neyslulánum, yfirdrætti o.s.frv. Hverju hefur einkavæðing ríkisbankanna skilað þorra þjóðarinnar? Hefur einhver skoðað það af alvöru?
Ég bara spyr...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 18:24
Sýnir þetta ekki...
...án þess að um verði villst að það BORGAR SIG ALDREI að hafa öll eggin í sömu körfunni. Nokkurra tugþúsunda tonna niðurskurður á þorskkvóta og við horfum upp á 1% minni hagvöxt, heilu byggðalögin úti á landi í uppnámi vegna ónógrar atvinnu o.s.frv.
Er ekki rétt að hætta þessum slökkviliðsaðgerðum í eitt skipti fyrir öll og fara að einbeita sér að forvörnum, með því að laða hingað erlent fé og fyrirtæki (frændur vorir Írar gátu það), til koma í veg fyrir þessa bruna í hagkerfinu?
Ég bara spyr.....
Bankarnir náttúrulega græða sem aldrei fyrr á því að færa til pappíra frá A til B!!
![]() |
Skerðing á þorskkvóta gæti þýtt 1% minni hagvöxt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 14:02
Kemur ekki...
Á óvart, alls ekki. Allt við bankakerfið á Íslandi virðist vera dýrara en í nágrannalöndunum, svo ekki sé nú farið víðar um í veröldinni.
Blogga kannski meira um þetta síðar. Var nefnilega að lesa yfir gömul viðtöl við forráðamenn banka hér á landi, sem þeir eru kannski búnir að gleyma, allavega virðist svo vera þegar maður skoðar vexti bankanna.
![]() |
Greiðslukortagjöld í EFTA-ríkjum hærri en í Evrópusambandslöndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2007 | 12:27
Ég las...
Minningargrein föður, um dóttur sína, sem látist hafði á LSH í kjölfar fíkniefnaneyslu. Nöturleg lífsreynsla sem þar er lýst en, því miður, langt frá því að vera einsdæmi að foreldrar lendi í þessum ömurlegu aðstæðum, að horfa á eftir börnum sínum í dauðann föngnum í viðjum fíknarinnar. Í þessari ítarlegu minningargrein fjallar faðirinn um hluta þess heims, sem ungmenni þessa lands, mörg hver, þurfa að glíma við:
"Á Íslandi hefur aldrei verið framið hryðjuverk, en við höfum miklar varnir gegn þeim. Öflugustu glæpasamtök heims sjá um framleiðslu og dreifingu eiturlyfja. Þau eru eiturlyfjastóriðnaðurinn. Viðskiptaplanið er einfalt, en eitursnjallt. Markhópurinn er 16-18 ára unglingar í vanda. Ef viðskiptavinirnir nást á þessum mótunarárum næst þrælbundinn hópur framtíðarviðskiptavina. Markaðsaðferðin er maður á mann. Skilaboðin eru í fyrsta lagi að nafngreindir eru þjóðþekktir menn. "Sérðu NN? Ég sel honum. Það er bara bull að eiturlyf skaði alla. Það er persónubundið. Við höfum líka vald. Undir okkar vernd ertu öruggur." Næsta stig er bein símasala. Þú losnar aldrei undan henni. "Vantar þig ekki...? Ég var að fá nóg af því. Ertu blankur? Við reddum því." Hluti skemmtanaiðnaðarins styður svo við."
Mér fannst athyglisvert að lesa þennan kafla í minningargreininni sérstaklega þar sem ég er einmitt nýbúinn að lesa ítarlegt viðtal við Davíð Garðarsson í DV, en hann var lengi vel var á flótta undan réttvísinni til að koma sér undan því að afplána dóm hér á landi. Í því viðtali segir Davíð frá því að hann hafi ekki staðið í innflutning eða sölu fíkniefna hér á landi. Hann kveðst hafa haft milligöngu - og grætt vel á því - um að þeir sem eiga peninga komi þeim í góða ávöxtun í fíkniefnaheiminum! Hann kvaðst enda þekkja menn í báðum þessum heimum (væntanlega þá fíkniefnaheiminum annarsvegar og fjármálaheiminum hinsvegar). Þetta fannst mér afar fróðleg lesning, sérstaklega í ljósi þess að ýmsir þjóðþekktir einstaklingar, sem starfað hafa í fíkniefnadeild lögreglunnar hafa einmitt bent á þessa staðreynd, í hinum ýmsu blaða- og tímaritaviðtölum í gegnum tíðina. Það virðist hinsvegar fara afar lítið fyrir, allavega í fréttum fjölmiðla, að einhver / einhverjir hafi fengið á sig dóma fyrir fjármögnun fíkniefnakaupa, nema náttúrulega það hafi alveg farið fram hjá mér, sem kannski er ekki alveg útilokað. Hitt er allavega ljóst, af yfirlestri erlendra fréttamiðla, að sú lýsing, sem Davíð Garðarsson kemur með af milligöngu sinni á við rök að styðjast, allavega úti í hinum stóra heimi og engin rök sem ég hef séð sína fram að þessu sé öðruvísi farið hér á landi.
Faðir stúlkunnar bendir á að lögregla þurfi auknar heimildir og sterkari til að vinna sína vinnu í þessum málum. Þá hefur hann einnig bent á þá einföldu staðreynd að þeir sem ekkert hafa að fela þurfa ekki að óttast afskipti lögreglu. Slíkt hafa yfirmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar einnig gert, ef minni mitt brestur ekki, sömuleiðis yfirmenn tollgæslu landsins. Þá hefur saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóranum einnig bent á að hans deild þurfi eflingar við, sem og aukinna heimilda til vinnu í þeim málum sem þar er fjallað um.
Dómsmálaráðherra hefur marglýst sig reiðubúinn til að stórefla löggæslu í landinu, oft á tíðum gegn niðurdrepandi áróðri afturhalds- og niðurrifsafla.
Framsóknarflokkurinn - blessuð sé minning hans - lofað milljarði í baráttu gegn fíkniefnum.
Yfirvöld þessa lands lýstu því yfir að Ísland ætti að verða orðið fíkniefnalaust árið 2002 en nú virðist manni sem ástandið í þessum málaflokki hafi aldrei verið verra, af lestri fjölmiðla að dæma.
Ísland, lítil eyja í miðju Norður Atlantshafi er í lykilaðstöðu, með eflingu þeirra úrræða sem nú þegar eru fyrir hendi í landinu, til að stórlega sporna við, og jafnvel stöðva alfarið, innflutning þess eiturs sem ósvífnir sölumenn dauðans halda að börnum okkar.
Hér þarf kjark og þor og stórauknar heimildir - bæði fjár- og lagaheimildir til handa toll- og löggæslu - en ég hef trú á því að með samstilltu átaki allra landsmanna og þeirri öflugu ríkisstjórn sem nú er við völd megi takast að ná því markmiði að Ísland verði fíkniefnalaust.
Nú er í raun ekkert annað að gera en að borgarar þessa lands krefjist þess (sem þeir eiga að sjálfsögðu ekki að þurfa að gera) að yfirvöld láti hendur standa fram úr ermum og efni þau loforð, sem gefin hafa verið, margoft, í þessum efnum og geri Ísland, í eitt skipti fyrir öll fíkniefnalaust!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)