Mér leiðast alhæfingar...

Það er EKKI RÉTT að bifhjólamenn gefi skít í hámarkshraða eða önnur lög og reglugerðir.  Hitt er aftur rétt að ákveðinn hópur bifhjólamanna gerir það og ég þori að fullyrða að það er frekar þröngur hópur, sem aftur og aftur gefur þennan skít í umferðarlög og samborgara sína.  Þessi hópur mun ekki láta sér segjast, tel ég, fyrr en eitthvað róttækt er gert í málunum t.a.m. með því að haldleggja og selja bifhjólin undan þeim einstaklingum, sem uppvísir verða að viðlíka glæpum og fólk hefur orðið vart við, í umferðinni, undanfarna daga.

Ekki einungis er þetta fólk stórhættulegt sjálfu sér og oft á tíðum öðrum, göturnar ekki gerðar fyrir slíkan akstur og fullt af óviðráðanlegum aðstæðum í umferðinni, heldur líka gerir þetta það að verkum að ég, sem löghlýðinn bifhjólamaður, þarf fyrir vikið að greiða hærri skatta og skyldur af mínu bifhjóli!!!

Ég skora hér með á bifhjólafólk, almennt, að kæra slíkan hraðakstur til lögreglu, þegar við verðum vitni að honum (oft vitum við hverjir þessir einstaklingar eru)!!!  Þá skora ég á Sniglana sérstaklega, í anda þess, sem Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnafulltrúi hjá VÍS sagði í útvarpsviðtali í gærmorgun, að reka þá aðila úr félaginu, sem sýna af sér viðlíka dómgreindarskort og skeytingar- og virðingarleysi gagnvart borgurum þessa lands.

Minnumst þess svo hér, rétt í lokin, að lögreglan er ekki að reyna að hafa hendur í hári þessara vitleysinga af eigin hvötum heldur er henni ætlað að halda uppi lögum og reglum þessa lands!!

Set ég svo Amen - á eftir efninu hér, en vonandi ekki á eftir lífum mikið fleiri bifhjólamanna vegna hraðaksturs...


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo?...

Í einhverju fjölmenningarsamfélaginu, úti í hinum stóra heimi, hefði þessi kona verið dæmd til þess að missa aðra höndina...

Svo mörg voru þau orð og set ég svo Amen - á eftir efninu...


mbl.is Dæmd fyrir hringastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenning - sæmd...

Sæmdarmorð, sæmdarglæpir, heiður fjölskyldu o.s.frv.  Þetta eru, því miður, allt hlutir sem fylgja "fjölmenningarsamfélögum".

Svo mætti kannski hver spyrja sjálfan sig - Hver er ÉG að gagnrýna menningu annarra, að hluta eða öllu leyti?  Hvað eða hver hefur gert sig umkominn að sæma mig þeim dómaratitli?  Hvernig get ég valið hvað fólk má koma með af sínum menningarheimi til mín? 

Eins og Gunnar Dal heimspekingur sagði við okkur, nemendur sína, í tíma í FB fyrir allmörgum árum (tugum): - Menning er einfaldlega allt það sem maðurinn, segir og gerir.

Svo mörg voru þau orð og set ég svo Amen - á eftir efninu.


mbl.is Segja að sæmdarglæpum fari fjölgandi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband