Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2008 | 00:21
Ekki sendiherra...
Björn verður ekki sendiherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 18:28
Hin mikla...
...arfleifð Framsóknar var til umfjöllunar í pistli Hallgríms Helgasonar undir fyrirsögninni "Engin bylting á Íslandi" á bls. 18 í Fréttablaðinu í dag (08. mars 2008). Hann ræddi þar aðeins um húsnæðislánið sitt og hvaða áhrif verðtrygging lána hefur á það lán og hvernig það virðist bara hækka og hækka, sama hversu mikið greitt er af því. Mjög fróðleg lesning og skemmtilegur pistill, sem ég mæli með að fólk lesi enda flestir Íslendingar staddir í svipuðum sporum og Hallgrímur með afborganir sínar af húsnæðislánunum. Jafnmargir sjálfsagt einnig, sem velt hafa fyrir sér þessari verðtryggingu.
Það eru kannski færri sem vita af því að heiðurinn að blessaðri verðtryggingunni á fyrrverandi forsætisráðherra landsins og formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson heitinn, sem lagði fram frumvarp forsætisráðherra til laga um stjórn efnahagsmála o.fl, sem þingskjal nr. 453 hinn 15. mars 1979, sem síðar varð að lögum nr. 13/1979. Feril málsins á Alþingi, sem og frumvarpið og athugasemdir með því og lögin sjálf má skoða hér http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=100&mnr=230 Það er oft fróðlegt að lesa athugasemdir með frumvörpum til laga og skoða síðan hvernig inntak laganna, þegar þau voru smíðuð og lögð fram, breytist í tímanna rás, í eitthvað allt annað en lagt var af stað með - og þá kannski sérstaklega á tæpum þrjátíu árum eins og liðin eru frá því þessu illgresi nr. 13/1979 var sáð, af hinu háa Alþingi, í garða þegna þessa lands.
Það var líka gaman að lesa pistil Jens Guð frá 7. mars s.l. en þar er að finna uppskrift að spennandi sjávarrétti, sem hann ráðleggur landsmönnum að prófa og vísar hann jafnframt til annarrar arfleifðar blessaðrar Framsóknar þ.e. kvótakerfisins í fiskveiðum. Uppskriftina og pistil Jens Guð má nálgast hér http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/467641/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 11:43
Það er...
Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 18:40
Ekki...
...rataðist kjöftugum satt orð á munn í þetta skiptið en gengur kannski betur næst.
Ég var þess reyndar eiginlega alveg fullviss að Björn Bjarnason myndi skipa Jón H. B. Snorrason sem ríkissaksóknara en upp úr þurru kemur allt í einu nýr umsækjandi fram á vígvöllinn. Sjálfur fangelsismálastjórinn og hreppir hnossið!!! Hvað er eiginlega í gangi? Hvernig má það vera að hægt sé að ganga þvert á plottið, sem ég var búinn að sjá fyrir mér og útlista hér á blogginu? Er ekki allt í lagi?
Nú þarf að fara að upphugsa eitthvað annað plot til að básúnast yfir, fyrst þetta gekk ekki eftir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 21:34
Bla, bla, bla...
...þvílíkt og annað eins djöfulsins kjaftæði, bull og vitleysa!!! "Hryðjuverkamenn og öfgamenn hafa náð áður óþekktum styrk"................hver trúir þessu djöfulsins bulli?
Þetta er ekkert annað en enn einn ............... einræðisherrann að tryggja stöðu sína, völd, eiginhagsmuni og áframhaldandi aðgang að gullkistunum!!
Musharraf segir klofning hafa blasað við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 22:53
Þannig var...
Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 10:51
Þá liggur...
...hann fyrir, þessi árlegi listi yfir þá sem hæst opinber gjöld greiða.
Nú þarf einhver talnaglöggur snillingur að setjast niður og reikna út hvað þetta þýðir í raunlaun þessara einstaklinga, m.v. forsendur fjármagnstekjuskatts annarsvegar og tekjuskatts hinsvegar. Svo að sjálfsögðu að bera niðurstöðurnar saman við fólkið, sem lægst launin þiggur - launin sem alls ekki er hægt að hækka því þá færi allt á hvolf í þjóðfélaginu í endalausri þenslu, verðbólgu og hvað þetta nú heitir allt saman.
Ég náði ekki inn á þennan lista þetta árið, frekar en önnur, en uni þó afar sáttur við sjálfan mig og tilveruna...
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2007 | 13:58
Ömurlegar...
...fréttir um ömurlegt ástand í annars yndislegri borg. Ástand, sem því miður, á sennilega ekki eftir að gera neitt annað en versna.
Ömurlegri eru þó viðbrögð margra bloggverja og skrif þeirra, illa ígrunduð, um hver eða hverjir þarna hafi verið að verki.
Amen...á eftir efninu hér!
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 03:35
Það var...
...nefnilega það, stærsta þrotabú Íslandssögunnar, hvorki meira né minna og einn primus motor í allri leikfléttunni fyrrverandi aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra landsins og núverandi seðlabankastjóra...................
Ég segi ekki meira en bendi lesendum þessa pistils á að lesa texta á eftirfarandi vefslóð....
http://dev.ecweb.is/samkeppni/upload/files/samkeppnisrad/akvardanir/1998/akv0698.pdf
Stærsta þrotabú Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2007 | 10:43
Ja hérna...
...hér, engin ástæða til að óttast um öryggi fólks, sem starfar á stríðsátakasvæði?? Hvaða snillingur er það sem getur haldið slíkum fullyrðingum fram? Hvað með "græna svæðið" í Baghdad, hvað með árásina sem gerð var á aðalskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna, í þeirri sömu borg, fyrir ja allmörgum árum núna (BNA hermenn áttu að gæta öryggis þeirrar byggingar). Hvað með teppakaupaleiðangur Íslendinga í Afghanistan fyrir nokkrum árum..............og svo mætti lengi telja.
Staðlað "mat" sem stuðst er við á svona svæðum segir afar lítið um ástandið sjálft, þó svo að það geti vissulega gefið ákveðnar vísbendingar, en það sem er raunverulegt er ekki endilega pólitískt gott og því ekki sjálfgefið að það sé sú staðreynd sem fólk fær að vita. Sem dæmi má nefna það að síðast er ég vissi til voru sjálfar Sameinuðu Þjóðirnar með Afghanistan á því hættustigi, sem þar á bæ er kallað stig 3 (Phase III) sem þýðir það í raun að allt starfslið SÞ eigi að vera einhversstaðar annarsstaðar en í Afghanistan (stigin eru 5 þ.e. Phase I - V: Ísland er á "No Phase). Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fara eftir því sem þetta stig segir því SÞ þarf, lífsnauðsynlega, að vera að störfum í landinu (hefur með tryggingar og annað slíkt að gera). Svo væri að sjálfsögðu hægt að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar hverju utanríkisráðuneytið fer eftir þegar það metur ástandið í löndum eins og Afghanistan eða hvort það sé í raun ekkert metið sjálfstætt heldur bara tekið við gögnum annarsstaðar frá eins og t.d. NATO, BNA eða SÞ? Hvernig er svo lagt mat á þau gögn?
Það er engin leið að meta ástand, á svona svæðum, svo vel sé og að hægt sé með góðu móti og sannfæringu að segja að hlutirnir séu í lagi og engin ástæða til að óttast um öryggi fólks á svæðinu. Svo einfalt er það nú bara. Þarna er ekki verið að há "hefðbundið stríð" heldur eru hermenn og öryggissveitir, sem þurfa að fara að alþjóðlegum lögum og reglum, að berjast við skæruliða (marga hverja afar vel þjálfaða - hjá þeim sömu löndum sem þeir eru að berjast gegn) sem engar reglur þurfa að virða og hafa ekkert annað að markmiði í lífi sínu en að drepa eins marga "trúleysingja", sem ráðist hafa á heilagt land þeirra og saurgað, eins og þeir mögulega geta. Þar ráðast þeir, að sjálfsögðu, á garðinn þar sem hann er lægstur og auðveldast fyrir þá að valda ótta og mannskaða.
Bendi þeim sem frekari áhuga hafa á að lesa bók sem Peter L. Bergen skrifaði og gaf út 2001 (stuttu eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York) "Holy War Inc. - Inside the Secret World of Osama Bin Laden" (ISBN 0-297-82912-2).
Þrettán Íslendingar við störf í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)