Færsluflokkur: Bloggar
9.8.2013 | 20:13
Leikritið...
...annar þáttur!! Nú er hafinn annar, þriðji, fjórði eða ég veit ekki hvaða þáttur reyndar af leikritinu ASÍ vs SA enda kjarasamningar í nánd. ASÍ segir, SA segir og enginn veit eitt eða neitt fyrr en allt í einu að náðst hefur samkomulag á milli ASÍ og SA um einhverjar tilteknar "ásættanlega launahækkanir" í ljósi bágrar efnahagsstöðu þjóðarinnar. Við megum jú ekki gleyma því að við erum ekki enn komin út úr kreppunni miklu og það skiptir sköpum að almúginn - á rétt um 200.000,- kr. mánaðarlaununum - herði nú sultarólina enn einu sinni þ.a. þjóðfélagið fari ekki á hliðina í óðaverðbólgu og víxlverkana kaup- og verðlagshækkana. Hversu oft hefur ekki þessi söngur hljómað í eyrum landsmanna?
Það gefur alveg augaleið - sér það reyndar hver einasti heilvita og -hugsandi maður að það er ekki hægt að hækka laun hinna lægst launuðu um einhver tugi prósenta en það gerir hinsvegar ekkert til að hækka laun hinna hæstlaunuðu um sem nemur mánaðarlaunum hinna lægstlaunuðu pr. mánuð!! Það verða jú allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og menn (og konur líka) verða að átt sig á því hinir hæstlaunuðu bera jú gríðarlega mikla ábyrgð............
Mikið ofboðslega er þetta orðin þreytt tugga, satt best að segja! Svo þreytt að hún er, hverjum heilvita og -hugsandi manni, orðin nánast sú mýta að allir eru farnir að trúa tuggunni!!!
Ég held því miður - hef reyndar orðið uppvís að ákveðnum misskilningi áður, sbr. síðustu færslu mína varðandi Harmageddon - að komandi haust og vetur verði "kjarnorkuvetur" kjarasamninga með verkföllum og miklum látum. Ríkisstjórnin hefur, því miður, vakið þvílíkar væntingar í tengslum við afskriftir skulda almennings (hálfgerða Barbabrellu) - sem hún n.b. var kosin út á - að ef ekki fer að sjást til lands í þeim efnum nú strax á haustmánuðum muni hér sjóða upp úr í svipuðum dúr og gerðist í hinni "margfrægu" og "-umtöluðu" Búsáhaldabyltingu árin 2008 og 2009.... Hvað þá??? Hvoru megin línunnar skyldu Íslendingar standa þá??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2012 | 21:43
Er það byrjað?
Getur það verið að átökin miklu á milli Islam og Kristni séu byrjuð núna? Átökin sem leiða munu til enda veraldar (harmageddon) árið 2012? Af fréttum að dæma og þeim ósköpum sem gengið hafa á í islamska hluta veraldarinnar virðist ýmislegt benda til þess að svo gæti verið að harmageddon sé á næsta leiti. Þannig heyrast af því fréttir að ráðist sé á sendiráð Bandaríkjanna (BNA) í ýmsum löndum islamska hluta heims okkar í kjölfar einhverrar myndar þar sem það er fullyrt að hæðst hafi verið af Múhammeð spámanni! Nú verð ég að játa það að þessa tilteknu mynd hef ég ekki séð en myndirnar, sem ollu öllu heimsins fjaðrafoki á sínum tíma og Jyllands Posten birti þar sem fullyrt var að Múhammeð spámaður hafi verið birtur í miður skemmtilegu ljósi sá ég. Skyldi reyndar ekki fjaðrafokið í kringum myndbirtingar Jyllands Posten en skv. Islam mun vera bannað að "birta myndir" af Múhammeð spámanni. Vandinn við þetta bann er það í raun að það tekur aðeins yfir þá sem eru Islamstrúar þ.a. "trúvillingar" geta í raun gert það sem þeim sýnist í þessum efnum! Bannið um myndbirtingar af spámanninum getur aldrei átt við þá sem ekki eru Islamstrúar!
Þetta dregur okkur að kjarna málsins - Islamistum og Naivistum! Islamistar eru þeir sem ætlast til þess að Islam sé í hávegum haft í þeim þjóðfélögum sem þeir koma sér fyrir í - óháð því hvort þau þjóðfélög, sem þeir ákveða að koma sér fyrir í eru kristin, búddista, hindústa eða hvaða önnur trú sem vera kann í viðkomandi þjóðfélagi. Naivistar eru hinsvegar þeir, í þessu samhengi, sem leyfa sér að að láta Islamistana vaða uppi í sínum samfélögum og þora aldrei að láta í sér heyra um málefni líðandi stundar! Láta vaða yfir þau gildi sem viðhöfð eru í þeirra samfélögum og hafa verið við lýði um árhundruð eða þúsundir!
Maður er manns gaman segir einhversstaðar! Það þýðir hinsvegar ekki það að "gestir" hér á landi eða hvar sem er geti krafist þess að gestgjafarnir beygi sig að vilja gestanna í hvívetna! Á mínu heimili og í mínu landi gilda mínar reglur, siðir og trú. Þú ert velkominn hingað en þú skalt aðlagast mér og okkur - ekki ég og mínir þér og þínum!!
Kom þú fagnandi gestur góður en gættu að þér að á mínu heimili gilda mínar reglur - ekki þínar!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2012 | 03:35
Björguðum Íslandi!!!
Mikill er máttur Steingríms í þessum efnum!! Honum tókst að "bjarga Íslandi" út úr "kreppunni"!! Það er afar gott ef svo er og ætla ég alls ekki að véfengja né gera líið úr Steingrími!. Steingrímur virðist hinsvegar ekki gera sér alveg grein fyrir því að heimsbyggðin ÖLL stefnir hraðbyrði í það sem kallað hefur verið "double dip recession" m.a. vegna Evrópusambandsríkjanna Griklands, Ítalíu, Portúgala og Spáns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011 | 00:51
Um hvað...
...snýst málið? Um hvað fjallar ríkisstjórn Íslands? Hver er vandinn?
Málið snýst um hljóðupptökur af fundum ríkisstjórnar Íslands, sem núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega sett fram sem eitt af sínum "prinsippmálum" - hvers vegna þá ekki að samþykkja pakkann eins og hann var lagður fram?
Á fundum í "reykfylltum bakherbergjum" þar sem engar hljóðupptökur fara fram eru sagðir ýmsir hlutir sem meðlimir ríkisstjórnar Íslands hefðu - væntanlega - ekki sagt ef engin hljóðupptaka hefði verið af fundinum, eða hvað'
Gert var ráð fyrir því í lögunum að hljóðupptökurnar yrðu ekki gerðar "opinberar" fyrr en að þrjátíu árum liðnum frá viðkomandi fundi!
Ríkisstjórn Íslands fjallar um landsins gagn og nauðsynjar - flóknara er það, væntanlega, ekkí. Það veltir þá upp þeim einföldu spurningum - Hver er leyndin? Af hverju stafar þessi leynd? Af hverju þarf að fresta gildistöku þessa ákvæðis? Er eitthvað leyndarhjal í gangi á fundum ríkisstjórnar Íslands? Er eitthvað, sem þar fer fram, sem þolir ekki auglit almennings að þrjátíu árum liðnum frá því að viðkomandi fundur var haldinn?
Getur verið að vandinn sé einfaldlega sá að það sem fram fer á fundum ríkisstjórnar Íslands þoli ekki dagsins ljós?
Spyr sá sem ekkert veit í sinn haus...........................
Arfavitlaust" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2011 | 00:53
Pappírsverðmæti...
...hrynja í verði í hverri kauphöllinni á fætur annarri um þessar mundir. Spánn logar í óeirðum - http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/08/05/atok_a_gotum_madridar/ - sem og Grikkland. Eflaust munu fleiri Evruríki fylgja í kjölfarið t.d. Portúgal og Ítalía, sem riða á barmi greiðslufalls (gjaldþrots). Leiðtogar G-7 hafa "áhyggjur", eðlilega, en allt bendir til að við séum nú að upplifa það sem kallað hefur verið "double-dip recession" (http://en.wikipedia.org/wiki/Recession_shapes). Síðast þegar við sáum viðlíka ástand í efnahagsmálum Evrópu og Bandaríkjanna, spratt fram á sjónarsviðið maður nokkur Adolf Hitler að nafni, sem hreif með sér þýsku þjóðina í nafni þjóðernis-sósialisma (national socialism)
Hvað framtíðin ber í skauti sér nú er erfitt að sjá fyrir um en hitt er nokkuð ljóst orðið að lítið eða ekkert getur komið í veg fyrir mjög alvarlega KREPPU á fjármálamörkuðum og jafnvel enn verra ástand en skapaðist á haustmánuðum 2008!!
2200 milljarða tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 15:44
Ekkert...
...dulið við þessa hótun Evrópusambandins!
Skorar á Alþingi Íslendinga að staðfesta ICE(S)LAVE samninga....að öðrum kosti!!! Að öðrum kosti hvað? Jú að öðrum kosti er aðild Íslands að ESB í hættu!!
Undarlegt að tarna að Evrópusambandið skuli vera með íhlutun í innanríkismál (sem vissulega má segja að einnig sé utanríkismál) fullvalda þjóðar með þessum hætti.
Ég bloggaði eilítið um þetta sama mál hér í júlí s.l, þegar utanríkisráðherra Hollands Maxime Verhagen hafði í sömu hótunum við íslenskan starfsbróður sinn, Össur Skarphéðinsson! Ekkert dulið við þá hótun heldur!
Lét líka gamminn aðeins geysa um þetta mál hér, líka í júlí s.l, en þá var ég að fjalla aðeins um lögin um innstæðutryggingasjóðinn sem sett voru samkvæmt tilskipun ESB nr. 94/19/EC.
Ég lét líka í mér heyra um þetta hér ef þið nennið að lesa!
Skora á Alþingi að samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 14:52
Ísland er stjórnlaust...!!!
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð
Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf
Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"
Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut
Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert
Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf
Höf: Hallgrímur Helgasson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 16:01
Mæltu...
...manna heilastur Tryggvi Þór!!!
Nú hefur formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fengið liðsmann úr röðum Sjálfstæðismanna við efnahagsaðgerðir þær sem hann og Framsóknarflokkurinn kynntu fyrir par vikum síðan! Sigmundur Davíð hnykkti á þessum tillögum sínum í Silfri Egils í gær og benti á þá einföldu staðreynd að mest af þessum skuldum, einstaklinga og fyrirtækja, væru við "gömlu bankana" og búið væri að afskrifa megnið af þeim hvort eð væri!!!!
Virkilega athyglisverð bloggfærsla hjá Tryggva Þór, sem ég hvet alla til að lesa! Úrtölumenn ættu að hafa í huga að fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, valdi Tryggva Þór sérstaklega, sem sinn ráðgjafa í efnahagsmálum í kjölfar bankahrunsins. Eitthvað hlýtur því að vera spunnið í manninn en ég tek það fram að ég þekki hann ekki neitt og hef aldrei rætt við hann.
Þeir sem vilja kynna sér leið Framsóknarflokksins í sömu átt geta smellt hér.
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.1.2009 | 02:12
Það er...
...hreint alveg með ólíkindum að Íslendingar skuli ekki einu sinni geta orðið sammála um að mótmæla því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu. Við getum ekki einu sinni orðið sammála um það að við teljum okkur órétti beitt sem þjóð. Við getum ekki einu sinni sammælst um hið augljósa.
Nei við þurfum að rembast, hvert í okkar horni í einstaklingsmótmælum. Hvort sem það er hópurinn, sem safnast hefur saman á Austurvelli laugardag, eftir laugardag, undanfarna mánuði, eða svokallaðir aktivistar (sem lítið gera annað en að skemma eigur almennings og þar með auka á skuldir þjóðarbúsins, þó ekki væri nema gegn sjálfu sér), hópurinn sem safnast saman ýmist í Iðnó eða Háskólabíó til að hlusta á ræðuhöld, nú eða kverúlantar eins og ég sem hamra á lyklaborðið og blogga um fréttir liðinna tíma. Íslendingar eru með ólíkindum!
SAMSTAÐA er það sem þarf núna. SAMSTAÐA er það sem mun koma okkur upp úr hjólförum aðgerðar- og vonleysis. SAMSTAÐA er vænleg til árangurs. SAMSTAÐA um velferð þjóðar. SAMSTAÐA um grundvallargildi. SAMSTAÐA um samheldni. SAMSTAÐA um framþróun. SAMSTAÐA um hið mannlega framar hinu veraldlega. SAMSTAÐA um ást og umhyggju. SAMSTAÐA um leiðir fram á við að markmiðum réttláts samfélags án forréttinda. SAMSTAÐA um réttlátara samfélag þar sem allir fá að njóta sín án tillits til tekna og eigna. SAMSTAÐA um umhyggju fyrir hvert öðru.
Fundurinn ólöglegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.3.2008 | 12:12
Áfram...
...Ísland!!!
Þessar fréttir koma engum, venjulegum launamanni, á óvart!!!
Skattabreytingar hafa komið tekjuhærri hópum til góða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)