Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hún er skrýtin tík...

...þessi pólitík en hún má nú reyndar eiga það að hún hugsar vel um sig og sína!!

Synd að fréttamenn geti ekki orðið flutt fréttir á hlutlausan hátt í friði fyrir utanaðkomandi áhrifum.  Þetta er hinsvegar kannski bara það sem við er að búast þegar eignarhald á einhverju eins og t.d. fjölmiðlum er hjá aðilum sem þurfa að hugsa út frá fjárhagslegum frekar en faglegum fréttaforsendum??

Hvað fer að gerast á RÚV ohf núna????  Ríkisstofnun, sem endalaust var í einhverjum fjárhagskröggum er nú allt í einu orðin eigandi að margra milljóna króna lúxusfarartæki, sem forstjórinn einn skottast á bæjarhluta á milli!!!  Þar hefur nú reyndar líka pólitíkin fengið að blómstra í gegnum áratugina.


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjúkar...

...mýkri, mýkstar!!!!  Miðjumoð um ekki neitt.   Orð á orð ofan, sem innihalda ekki neitt, um ekki neitt.

Hvað eru eiginlega "mýkri" varnir?  Getur einhver frætt mig á því?


mbl.is Unnið að gerð ógnarmats fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að leyfa...

...núverandi eigendum að komast upp með að eyðileggja hluta af sögu, ekki bara Reykjavíkur heldur allra Íslendinga???

Hvað eru borgaryfirvöld að hugsa?  Af hverju er þetta dót ekki allt saman bara tekið eignarnámi og minjavernd látin sjá um að koma þessum byggingum og götumynd í upprunalegt horf. 

Ég er nánast alveg 100% sannfærður um að ef framkvæmd yrði skoðanakönnun meðal almennings á því hvað fólk vildi sjá gerast á þessum byggingarreit yrði útkoman sú að meirihluti þátttakenda, í þeirri skoðanakönnun, yrði hlynntur því að húsin yrðu endurbyggð í UPPRUNALEGRI mynd, líkt og gert hefur verið við t.d. gamla "Fógetann" í Aðalstræti.

Þá vil ég, fyrst ég er kominn í ham, leyfa mér að stinga upp á því að lýtin á gamla Íslandsbankahúsinu, sem nú hýsir Héraðsdóm Reykjavíkur og gamla Landsbankahúsinu verði rifin utan af þeim byggingum og þær einnig færðar í upprunalegt horf!!!  Það væri yndisleg gjöf frá Björgólfsfeðgum, til þjóðarinnar, þegar þeir færa höfuðstöðvar Landsbankans í nýtt húsnæði milli Geirsgötu og Hafnarstrætis / Tryggvagötu, að þeir afhendi gömlu höfuðstöðvarnar í upprunalegri mynd, til þjóðarinnar.

Þar sem ég er kominn á flug ætla ég að halda áfram og stinga upp á því að framhliðin á viðbjóðnum, sem er á milli Hótel Borgar og gamla Reykjavíkurapóteksins verði færð í það horf að hún falli að götumynd Pósthússtrætis.

Og hana nú!!!!!!!


mbl.is Austurstræti 22 rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar...

...athyglisvert. 

Nú spyr sá sem ekki veit.  Eru ekki svona skjaldbökur frekar gefnar fyrir hlýsjó en kaldsjó?  Það vekur þá, strax og eðlilega, upp aðrar spurningar. 

  • Er þetta enn eitt dæmið um hlýnun loftslags á jörðinni og þá sjávar í leiðinni? 
  • Hvernig hitatölur vorum við að sjá á Íslandi 1963 og þá bæði á landi og í sjó?
  • Er þetta allt saman bara hébylja ein og bara um að ræða "eðlilegar" hitasveiflur í náttúrunni?

Þetta leiðir svo aftur hugann að enn öðru þ.e.a.s. nýlegum fréttum af þorskgengd við austurstrendur Grænlands þar sem einn af togurum Samherja ku hafa verið að veiðum, eftir að hafa verið lengst norður í ballarhafi þar áður???  Þorskur er jú kaldsjávardýr, er það ekki rétt skilið hjá mér?  Þá minnir mig einnig að hafa heyrt áður sögur af mikill þorskgengd lengst norðan við land á meðan lítið sem ekkert var að veiðast við Íslandsstrendur???? 

Að þessu spyr sá sem ekki veit en þeir geta kannski svarað sem meira vit hafa á þessum hlutum??


mbl.is Fann tæplega 400 kílóa risaskjaldböku í Steingrímsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á ekki...

...orð.  Hver trúir þessu endalausa bulli og þvaðri um og í kringum Osama bin Laden.  Náðu honum næstum því!!!  Þeir (bandaríkjamenn) hafa vitað og vita enn nákvæmlega hvar hann heldur sig!!  Vandamálið sem þeir standa frammi fyrir, blessaðir karlarnir er það hvernig eigi að losna við hann!! ef þeir handsama hann eykur það hættuna á hryðjuverkum, sennilega hundrað ef ekki þúsundfalt!!!  Ef þeir drepa hann eykur það hættuna á hryðjuverkum, sennilega hundrað ef ekki þúsundfalt!!! 

Þetta ástand er það sem kaninn myndi kalla "Loose - Loose situation!" þ.e.a.s. það er sama hvað gert er þeir munu alltaf tapa, nema ef þeir gera ekki neitt!!

Svo má heldur ekki gleyma að því að "skrímslið" var búið til af BNA til að berjast gegn herjum Sovétríkjanna sálugu í Afghanistan til að auðvelda aðgengi að olíu í Kaspíahafi og víðar........

Þeim sem áhuga hafa, vilja og nennu bendi ég á að lesa bækurnar "Holy War Inc., Inside the Secret World of Osama bin Laden" eftir Peter L. Bergen (ISBN 0-297-82912-2) og "Rogue State, A Guide to the Worlds Only Superpower" eftir William Blum (ISBN 1-56751-374-3).

Pólitík og aftur pólitík.


mbl.is Bandaríkjamenn náðu næstum bin Laden árið 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfur...

...hæfari, hæfastur og á endanum skiptir það eitt mestu máli hverra manna jú og vina manneskjan er, sem um starfið sækir!!!!!
mbl.is Þrír hæfastir í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frændur vorir...

...Írar!!!!

Segir ekki einhversstaðar: "Frændur eru frændum verstir"?

Voru þeir kannski að hefna strandhögga forfeðra vorra á írskar strendur á dögum víkinganna með því að selja okkur handónýtan dall á uppsprengdu verði og telja okkur svo trú um að við höfum fengið fleyið á spottprís???  Grin


mbl.is Ísland vann í lottóinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur...

...belti og axlabönd á meðan almenningur hefur hvorugt og þ.a.l. með brækurnar á hælunum í vaxtaákvörðunarferli bankanna. 

Mig minnir að Jóhanna Sigurðardóttir (mig gæti þó misminnt) hafi einhvern tíma haft orð á því, í ummælum um málefni íbúðalánasjóðs, að það væri jafnvel spurning hvort svokallað uppgreiðslugjald bankanna stæðist lög í þessu landi - OG HVAÐ SVO???  Nú er hennar tími kominn!!!

"Bezti vinur viðskiptamannsins" sagði Björgólfur Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 16 febrúar 2003 (B blað bls. 2), stuttu áður en bankarnir réðust inn á íbúðalánamarkaðinn með endalausum gylliboðum, en síðan eru liðin mörg ár.  Orðrétt var haft eftir honum, einum ríkasta manni Íslands og þó víðar væri leitað, í viðtali sem Freysteinn Jóhannsson tók við hann "Við viljum geta boðið upp á meira vöruúrval fyrir viðskiptavininn; heildarlausn á fjármálum hans.  Bankinn á að vera bezti vinur viðskiptamannsins.  Og samkeppnin á að tryggja hann". 

Hvar er vinur minn núna?

Lesið endilega skrif Jóhannesar Björns á www.vald.org 


mbl.is Íbúðalánavextir hafa hækkað um 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Belti...

...og axlabönd, í hnotskurn.

Enn einu sinni bendi ég fáum lesendum mínum á að skoða síðu Jóhannesar Björns og lesa skrif hans þar um bankakerfin:   www.vald.org


mbl.is Glitnir hækkar vexti á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom ólöglega...

...inn í landið en er nú búin að sækja um dvalarleyfi!!

Stal í verslun en er búinn að biðja um að fá bara að kaupa það sem hann stal!!

Hver er munurinn - lög brotin í báðum tilvikum, eða hvað??


mbl.is Kom ólöglega inn í landið með íslenskri fragtflugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband