11.9.2010 | 17:07
Dettur...
...einhverjum það virkilega í hug að ráðherrar eða þingmenn verði ákærðir fyrir athafnir eða athafnaleysi sitt í hruninu eða aðdraganda þess?
Nefndin, sem falið var að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþingis, er þríklofin í afstöðu sinni. Segir það ekki allt sem segja þarf?
Nú mun það koma í ljós, sem ég hef áður haldið fram (að vísu ekki hér á þessari bloggsíðu), hver viðbrögð almennings verða við útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis. Nú mun það koma fram hvort almenningur sættir sig við það að, enn eina ferðina, að láta allt yfir sig ganga. Nú mun það koma fram hvort almenningur sé sáttur við það að "borga brúsann". Nú mun það koma fram hvort almenningur stendur með sjálfum sér og sinni framtíð. Nú mun það koma fram hvort almenningur sé sáttur við "skjaldborgina". Nú mun það koma fram hvort almenningur láti það yfir sig ganga að eintaklingar, sem kosnir eru til áhrifastarfa í þjóðfélaginu, geti gengið frá borði eins og ekkert hafi gerst. Nú mun það koma fram hvað Alþingi telji felast í orðinu "ábyrgð".
Ég bíð spenntur en veit svo sem ekki með aðra.....
Skýrslan kynnt í þingflokkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það getur varla hvarflað að nokkrum manni að einhver ráðherra verði dæmdur því þá þyrfti að dæma núverandi ríkisstjórn í gálgann því eingin hefur logið að þjóð sinni eins og Jóhanna og steingrímur.
Jón Sveinsson, 11.9.2010 kl. 17:34
Nákvæmlega Jón! Ég hvet þig til að lesa nýjustu færslu mína í þessum efnum.
Kveðja. Snorri.
Snorri Magnússon, 11.9.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.