11.9.2010 | 20:00
Pælingar...
...pælingar, pælingar...
Nú hefur litið dagsins ljós skýrsla þingmannanefndar sem falið var það hlutverk að "rýna" skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og eftir atvikum meta það og gera tillögur um hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafi, með athöfnum sínum eða athafnaleysi, orðum eða orðaleysi, gjörðum eða gjörðaleysi o.s.frv., gerst brotlegir eða ekki við lög er varða ráðherraábyrgð. Það vill segja hvort ráðherrum í ríkisstjórn Íslands í aðdraganda og eftirmála hrunsins hefði mátt vera það ljóst, að viðlagðri refsiábyrgð, að hvað það sem þeir sögðu eða sögðu ekki, gerðu eða gerðu ekki o.s.frv. hefði mögulega getað bakað þeim refsiábyrgð að lögum. Eða hvað?
Í ljósi ofangreinds; skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis; skýrslu þingmannanefndar sem falið var það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis; þingsályktunartillagna sem komið hafa fram í kjölfar skýrslu þingmannanefndarinnar; stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33 frá 1944; almennra hegningarlaga; sakamálalaga og þeirra gríðarlegu almannahagsmuna, fyrir íslensku þjóðina, sem hér um ræðir, eftirfarandi ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands...:
2. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið [...]."
11. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá er störfum hans gegna [...]."
13. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt [...]."
14. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum [...]."
17. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni [...]."
54. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Heimilt er alþingisþingmönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu."
og með hliðsjón af tilskipun nr. 82 frá 1943 um starfsreglur ríkisráðs...
...velti ég fyrir mér eftirfarandi:
- Hvernig má það vera að nokkur(rir) ráðherra(r) þeirra(r) ríkisstjórna(r), sem starfaði (störfuðu) í aðdraganda og eftirmála hrunsins getur (geta) verið undanskilinn (undanskilnir) ábyrgð?
- Hvernig má það vera að forseti hins íslenska lýðveldis getur verið undanskilinn ábyrgð?
- Er það virkilega svo að það að vera kjörinn til áhrifa, fyrir hönd þjóðarinnar, getur undanskilið þig ábyrgð á þeim grunni að "þú hafir ekki vitað hvað var að gerast."?
- Er nóg fyrir mig að segja, hafi ég verið kjörinn þingmaður og í framhaldi af því "valinn" ráðherra að ég hafi "bara" verið samgönguráðherra og þess vegna "bara" átt að fylgjast með samgöngumálum?
- Er nóg fyrir mig að segja, hafi ég verið kjörinn þingmaður og í framhaldi af því "valinn" ráðherra að ég hafi "bara" verið utanríkisráðherra og þess vegna "bara" átt að fylgjast með því sem var að gerast utan Íslands og hagsmunum Íslands í þeim efnum?
- Er nóg fyrir mig að segja, hafi ég verið kjörinn þingmaður og í framhaldi af því "valinn" ráðherra að ég hafi "bara" verið dóms- og kirkjujmálaráðherra og þess vegna "bara" átt að fylgjast með því sem var að gerast í dóms- og kirkjumálum...... o.frv?
Ég segi NEI!!! Mér hugnast ekki slíkar "skýringar"! Mér hugnast það ekki að sá / sú sem kjörin/n er til áhrifa í íslensku þjóðfélagi, hvort sem það er þingmaður eða ráðherra geti leyft sér það að segja eða hugsa "Ég á "bara" að fylgjast með þessum eða hinum málaflokknum"!
Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnar, rétt eins og stjórna fyrirtækja, að gæta að hagsmunum "eigenda" - í þessu tilviki íslensku þjóðarinnar! Það hlýtur að vera hlutverk ALLRA ráðherra að fylgjast með ÖLLU ÞVÍ sem er að gerast hverju sinni sem haft getur áhrif til þess að hagsmunir þjóðarinnar séu í hættu og bregðast við þeirri hættu með "viðeigandi ráðstöfunum". Viðeigandi ráðstafanir gætu í því tilviki sem hér um ræðir, hafa verið fólgnir í því að kalla eftir fundum í ríkisstjórn eða eftir atvikum ríkisráði þar sem Forseti Íslands stjórnar fundum. Var slíkt gert? Töldu menn sig ábyrgðarlausa af athöfnum eða athafnaleysi ríkisstjórnar Íslands í skjóli þess að þeir hafi "bara" verið ráðherrar tiltekinna málaflokka? Töldu þingmenn sig ábyrgðarlausa af athöfnum eða athafnaleysi ríkisstjórnarinnar (ríkisstjórnanna) vegna þess eins að þeir voru "bara" þingmenn og vissu ekkert hvað var að gerast? Fyrir mér lýtur málið þannig út! Fyrir mér er þetta enganvegin ásættanleg niðurstaða! Fyrir mér blasir að þurfa að taka á mig ómæld útgjöld vegna þess eins að einhverjir einstaklingar, sem sjálfviljugir buðu sig fram til áhrifaembætta fyrir mína hönd og þjóðarinnar, gerðu eða gerðu ekki það sem í þeirra valdi stóð til að afstýra því áfalli sem yfir mig og þjóðina dundi haustið 2008! Fyrir mér er niðurstaða þingmannanefndarinnar sem falið var það hlutverk að "rýna" skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis VONBRIGÐI!!!!!
Áfall að ekki náðist samstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr....frábært pistill hjá þér minn kæri!!:-)
Alda (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.