27.11.2010 | 17:31
Hvað veldur...
...dræmri kjörsókn í þessari annars nýstárlegu tilraun til að breyta Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands nr. 33. 17. júní 1944?
Gæti það verið að kjósendur hafi hreinlega engan áhuga á því að breyta Stjórnarskránni?
Gæti það verið að kjósendur hafi áttað sig á staðreyndum málsins þ.e.a.s. að það skiptir í raun engu máli hvað Stjórnlagaþing leggur fram, að afloknum störfum, endanleg útfærsla Stjórnarskrárinnar liggur í höndum Alþingis Íslendinga og þeirra misvitru einstaklinga sem þangað hafa verið kosnir?
Gæti það verið að kjósendur hafi áttað sig á því að Stjórnarskráin er ekki vandamálið heldur þeir sem kosnir hafa verið til að "véla" með framtíð lands og þjóðar á Alþingi Íslendinga?
Gæti það verið að kjósendur hafi áttað sig á því að STÓRA vandamálið er sjálft Alþingi Íslendinga og þeir misvitru eintaklingar sem ratað hafa þangað inn?
Stórt er spurt og eflaust verður fátt um svör enda er ég ekki að æskja svara við þessum spurningum heldur einungis að velta þeim hér upp, í von um að kjósendur spyrji sjálfa sig þessara spurninga.
Að öllu ofanrituðu slepptu er það ljóst að hver einasti kosningabær Íslendingur á ALDREI að láta það hjá líða að taka þátt í kosningum. Séu kjósendur í vafa um hvern skal kjósa er altént hægt að skila AUÐU og þar með láta hug sinn í ljós!!
Dræm kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já sennilega hefur fólk áttað sig á þessu öllu.
S Kristján Ingimarsson, 27.11.2010 kl. 18:10
"STÓRA vandamálið er sjálft Alþingi Íslendinga"?
Laukrétt og einmitt með breyttri stjórnarskrá er hægt að breyta forsendunum fyrir vali fólks þangað inn!!
Kári Ævarsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:25
Það er ekkert að Stjórnarskránni. Málið er að það er engin áhugi að fylgja henni í einu og öllu. Það er lög og reglur sem stangast á við Stjórnarskránna sem hafa tekið yfir Stjórnarskránna og það er ekkert lagað. Einfaldlega vegna áhugaleysis.
Óskar Arnórsson, 1.12.2010 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.