20.6.2007 | 10:56
Ökuníðinga...
Þarf að stöðva, þ.a. þeir valdi ekki sjálfum sér eða öðrum samferðamönnum í umferðinni stórtjóni, líkamlega og eða fjárhagslega. Það er nefnilega einu sinni þannig að mótorhjólamaður sem slasast í umferðinni hvort heldur það er af eigin völdum, með háskaakstri, eða annarra veldur ekki eingöngu sjálfum sér tjóni því hann veldur því einnig að ég, sem eigandi mótorhjóls, verð fyrir fjárhagstjóni, með hækkuðum tryggingum á mínu hjóli. Þetta á að sjálfsögðu líka við um önnur vélknúin farartæki þ.e. þau sem tryggð eru til notkunar.
Ég held reyndar að það sé einhver misskilningur í gangi hjá sumum bloggurum varðandi hugmynd formanns Postula um notkun á naglamottum til að stöðva för ökutækja. Í fyrsta lagi held ég að nokkuð öruggt megi teljast að naglamottur séu til staðar hjá lögreglu, mig minnir reyndar að hafa heyrt af því fréttir einhvern tíma. Þá eru væntanlega líka heimildir til staðar til að nota þessar mottur. Í öðru lagi þá er stórhættulegt að nota slíkar mottur á mótorhjól m.a. vegna þess að ökutækið verður ALGERLEGA stjórnlaust eftir að hafa farið yfir slíka mottu. Í þriðja hef ég ekki orðið þess var að lögregla hafi verið að ræða um að nota þurfi þennan búnað (les reyndar ekki allar fréttir). Í fjórða lagi þá tel ég að flokka megi þá sem aka um vegi landsins á þeim hraða, sem heyrst hefur í umræðu um þessi mál undanfarið, sem stórglæpamenn á flótta undan lögreglu og að á þeim flótta þá séu þeir stórhættulegir sjálfum sér og öðrum. Þar með vaknar spurningin hvort ekki sé réttlætanlegt að nota vald sem leitt getur til dauða "use of deadly force", til að koma í veg fyrir frekari hættu annarra vegfarenda??
Svo mætti gjarna spyrja sig líka hvers vegna, sumir, mótorhjólamenn eru að "fela" skráningarmerki sinna ökutækja með því t.d. að beygla upp á þau, koma þeim þannig fyrir á hjólunum að þau eru illlesanleg, sjá til þess að þau séu það skítug að ekki sé hægt að lesa á þau (þó hjólið allt að öðru leyti sé stífbónað!!!) o.s.frv. Ég held að þarna sé "einbeittur brotavilji" holdgerður, á ferð.
Ef þú hefur ekkert að fela og ferð eftir lögum og reglum þessa lands þá ætti það ekki að skipta þig neinu máli þó að lögregla hafi afskipti af þér. Lögin eru jú sett til að vernda þá, sem kjósa að fara eftir þeim, gegn þeim sem kjósa það ekki.
Svo mörg voru þau orð og Amen á eftir því...
Varað við naglamottum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.