Olíuhreinsistöð...

...í landi Hvestu í Arnarfirði!!!!!! 

Hvað er að mönnum, sem dettur það í hug að spá í byggingu olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði????  Fæðingarfirði sjálfs Jóns Sigurðssonar!!!!  Af hverju ekki bara að byggja hana á Þingvöllum????

"Norðan Arnarfjarðar liggur meða annars Hrafnseyri, kirkjustaður og fyrrum prestssetur.  Þar fæddis, 17. júní 1811, Jón Sigurðsson, einn helsti leiðtogi í frelsisbaráttu Íslendinga á 19 öld."  (http://is.wikipedia.org/wiki/Arnarfj%C3%B6r%C3%B0ur)

Hvað er að mönnum sem dettur það í hug að spá í að byggja olíuhreinsistöð í námunda við hreina náttúru og viðkvæm fiskimið þjóðarinnar????

Er það nema von að Íslendingar staldri við og spái aðeins í það hvað er eiginlega í gangi??


mbl.is Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Magnússon

Þá veit maður það.  Ólaf Egilsson fyrrverandi sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni er primus motor í fyrirtæki sem langar til að menga ó- eða lítið spillta náttúru Vestfjarða með uppbyggingu olíuhreinsistöðvar.

Þvílík fásinna - bara fyrir það eitt að láta hvarfla að sér að byggja þetta í Arnarfirði, fæðingarfirði Jóns Sigurðssonar!!!!!  Bara þetta eitt ætti að vera nóg til að ýta þessari hugmynd algerlega og fyrir fullt og allt út af borðinu.

Ég læt öðrum eftir að tjá sig um málið út frá náttúrufræðilegum sjónarmiðum, sem eflaust er hægt að rökræða til eilífðarnóns. 

Snorri Magnússon, 20.8.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband