Það styttist...

...í að ástandið hér á landi verði eins og það er víðast hvar erlendis þar sem almenningur skiptir sér ekki af nokkrum hlut af ótta við líkamsmeiðingar, skemmdarverk, lögsókn o.fl. í þeim dúr. 

Þetta ástand kemur mér alls ekki á óvart og óttast ég, því miður, að það eigi enn eftir að versna (vonandi hef ég þó rangt fyrir mér). 

Bendi ég fólki á fréttir RÚV á föstudagskvöldið (minnir mig) þar sem fram kom að um þrjátíu (30) lögreglumenn hefðu hætt störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári!!!!

albert@bladid.net sagði líka í stuttfrétt, fyrir allnokkru síðan: "Annað sem Björn hefur ekki náð utan um enn sem yfirmaður lögreglu í landinu er að gera það starf eftirsóknarvert.  Lögregluskólinn hefur nú starfað í allmörg ár en enn þarf lögregla að grípa til þess ráðs að bjóða ómenntuðu fólki störf við afleysingar í sumar sem áður.  Haldin verða sérstök undirbúningsnámskeið og inntökupróf fyrir þá er áhuga hafa en hvorugt mun nýtast síðar til inntöku í lögregluskólann.  Laun og starfsaðstaða önnur hjá lögreglu er einnig með þeim hætti hjá embættum víðast hvar að brottfall þeirra sem klára nám við skólann hefur verið hátt undanfarin ár."

Þetta skýrir, að sjálfsögðu ekki, það ástand sem fréttin fjallar um, en að hluta til þó því ljóst má vera að þar sem lögregla stendur eða sést skemma menn ekki eigur annarra svo glatt.

Ég hrósa þessum manni sérstaklega fyrir hugrekki hans og að láta þessi skemmdarverk ekki óátalin - og óska honum skjóts og góðs bata af áverkunum sem hann hlaut.


mbl.is Barinn fyrir afskipti af skemmdaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er hjartanlega sammála. Maður er löngu hættur að þora að skipta sér af einu eða neinu, einkum ef maður er einn á ferð einhvers staðar. Hvað er orðið um samkenndina og náungakærleikann sem átti að einkenna íslenska þjóðfélagið?

Markús frá Djúpalæk, 20.8.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband