22.8.2007 | 09:21
Enn og aftur...
...belti og axlabönd á meðan almenningur hefur hvorugt og þ.a.l. með brækurnar á hælunum í vaxtaákvörðunarferli bankanna.
Mig minnir að Jóhanna Sigurðardóttir (mig gæti þó misminnt) hafi einhvern tíma haft orð á því, í ummælum um málefni íbúðalánasjóðs, að það væri jafnvel spurning hvort svokallað uppgreiðslugjald bankanna stæðist lög í þessu landi - OG HVAÐ SVO??? Nú er hennar tími kominn!!!
"Bezti vinur viðskiptamannsins" sagði Björgólfur Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 16 febrúar 2003 (B blað bls. 2), stuttu áður en bankarnir réðust inn á íbúðalánamarkaðinn með endalausum gylliboðum, en síðan eru liðin mörg ár. Orðrétt var haft eftir honum, einum ríkasta manni Íslands og þó víðar væri leitað, í viðtali sem Freysteinn Jóhannsson tók við hann "Við viljum geta boðið upp á meira vöruúrval fyrir viðskiptavininn; heildarlausn á fjármálum hans. Bankinn á að vera bezti vinur viðskiptamannsins. Og samkeppnin á að tryggja hann".
Hvar er vinur minn núna?
Lesið endilega skrif Jóhannesar Björns á www.vald.org
Íbúðalánavextir hafa hækkað um 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú verður náttúrulega að athuga það að vextir bankanna fylgja stýrivöxtum í landinu sem hafa hækkað töluvert síðan þeir fóru fyrst inn á lánamarkað og ekki einungis stýrivextir hérlendis heldur um allan heim.
Kær kveðja
Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 13:44
Það er allt gott og blessað með stýrivextina, sem nota bene, hafa verið að lækka í BNA undanfarið og eru töluvert lægri víðasthvar - ef ekki bara allstaðar - í hinum vestræna heimi en á Íslandi. Þar að auki eru íbúðalánavextir, sem og aðrir vextir, sennilega hvergi hærri á byggðu bóli en einmitt á Íslandi.
Kær kveðja....
Snorri Magnússon, 22.8.2007 kl. 15:24
Íslendingar geta nú alveg haft áhrif á vaxtastigið - hætt að taka öll þessi skammtímalán! Eiga fyrir LCD sjónvarpinu áður en það er keypt og fleiri þess háttar trikk.
Gulli (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:51
Það er alveg rétt að neyslan hefur verið gríðarleg en einkaneyslan ein er ekki aðalvandamálið. Það mál er miklu stærra og flóknara en svo að hægt sé að segja að með því að fólk hætti að kaupa sér ýmsa hluti, sem þarf eða þarf ekki til rekstur heimila, þá lagist allt saman. Þetta er hinsvegar langt í frá að vera eitthvað náttúrulögmál eins og oft má lesa út úr fréttum af fjármálamörkuðum. Allur fjármálamarkaðurinn er jú mannanna verk!!!
Snorri Magnússon, 23.8.2007 kl. 10:28
Sæll aftur,
Jújú mikið rétt, stýrivextir víðast hvar eru mun lægri en hérlendis. Á móti kemur að stýrivaxtastig ákveðinna mynta á millibankamarkaði ákvarða vaxtastig á þeirri mynt til neytenda. Þannig er ekki þar með sagt að þó vextir á EURIBOR séu t.a.m. 3,25% gætu vextir hérlendis tekið mið af þeirri tölu. Þegar bankar fjármagna sig í öðrum myntum þurfa þeir að bera ekki einungis vaxtaáhættu heldur einnig og miklu frekar gjaldeyrisáhættu. Staðreyndin er bara sú að íslensk króna er handónýt sérstaklega þó í ljósi þess að stjórnvöld virðast ekki hafa getu né vilja til að jafna sveiflur í íslensku efnahagslífi. Réttast væri að henda krónunni og leita að nýjum gjaldmiðli.
kær kveðja
Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:55
Heyr, heyr!!!!!!
Snorri Magnússon, 25.8.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.